Umfjöllun og viðtöl: FH - Grótta 31-19 Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. október 2011 21:11 Baldvin Þorsteinsson. Mynd/Hag FH vann í kvöld öruggan 31 - 19 sigur á Gróttu í Kaplakrika í N1-deild karla í handbolta. Fyrir þennan leik var FH í 4. sæti N1 deildarinnar en Grótta í því 8. og án sigurs. FH voru efstir í spá liðanna fyrir mótið á meðan Gróttu var spáð falli. Gróttumenn komu sterkir inn í byrjun og spiluðu 4-2 vörn og klipptu með því á skyttur FH þá Ólaf Gústafsson og Örn Inga Bjarkason. Jafnræði hélst með liðunum fyrstu 14. mínúturnar en í stöðunni 5-5 settu FH-ingar í lás. Þá tók við rúmlega tíu mínútna kafli þar sem þeir skoruðu tíu mörk gegn engu og byggðu þeir með því upp gott forskot í háflleikinn þegar staðan var 16-6 fyrir FH. Leiðinlegt atvik átti sér stað rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Magnús Óli Magnússon, leikmaður FH meiddist illa á hné og þurfti hann að fara af velli og upp í sjúkrabíl. Sigurinn reyndist aldrei í hættu í seinni hálfleik og náðu FH að auka muninn upp í 14 mörk þegar hæst stóð en Gróttumenn náðu að minnka það aftur niður í 12 stig rétt fyrir lok leiksins. FH geta verið sáttir með spilamennsku sína í kvöld, það tók þá smá tíma að aðlagast að framarlegri vörn Gróttumanna en eftir að þeir fundu lausnir og Daníel Andrésson, markmaður FH hrökk í gang voru þeir að spila mjög vel. Daníel átti algjöran stórleik í kvöld og varði 20 skot, þar af 3 vítaköst. Þykjumst vera með marga góða leikmenn„Það er virkilega jákvætt að ná í tvö stig á heimavelli," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH eftir 31-19 sigur gegn Gróttu í N1-deild karla í kvöld. „Við skoruðum nánast í hverri sókn hérna framan af, við vorum að klúðra hraðaupphlaupum og vítum. Það var vörnin sem var að stríða okkur snemma í leiknum, við duttum hinsvegar í 6-0 vörn eftir það og þá var þetta aldrei spurning." „Daníel var alveg hreint frábær hér í kvöld, vörnin hjálpaði til með góðum varnarleik á köflum og þegar þeir komust í gegn varði hann fjölda dauðafæra og víti." „Við þykjumst vera með marga góða leikmenn og við sýndum það hér í dag, það spiluðu allir og mér fannst allir leysa sitt af vel," sagði Einar Andri. Verðum að finna lausnir og bæta okkur„Þetta var mjög erfitt, fyrir utan fyrsta korterið vorum við mjög lélegir hérna í kvöld," sagði Guðfinnur Kristmannsson, þjálfari Gróttu eftir 31-19 tap gegn FH í Kaplakrika í N1-Deild karla í kvöld. „Við tókum smá áhættu hérna í byrjun, við ætluðum að koma þeim á óvart með varnarleiknum og það tókst ágætlega. Við hinsvegar klúðruðum dauðafærum í sókninni og það er alltaf dýrt." „Það er alveg vonlaust að ætlast til að ná einhverju úr leik þegar maður spilar svona eins og við gerðum á köflum. Það sáust hinsvegar ágætis kaflar í seinni hálfleik." „Við reyndum að fara yfir okkar leik í hálfleik, reyndum að hugsa um okkar leik og bæta okkur. Núna verðum við bara að finna lausnir úr þessu og bæta okkur," sagði Guðfinnur.FH – Grótta 31 - 19 (16 - 6)Mörk FH (Skot):Baldvin Þorsteinsson 7/1 (11/2), Örn Ingi Bjarkason 5 (7), Ólafur Gústafsson 5 (9), Andri Berg Haraldsson 5/3 (8/3), Ari Magnús Þorgeirsson 3 (4), Atli Hjörvar Stefánsson 2 (2), Halldór Guðjónsson 2 (6), Magnús Óli Magnússon 1 (2), Ísak Rafnsson 1 (2),Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 20/3 (34/4, 58,82%), Sigurður Örn Arnarsson 1(5, 16,67%)Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Baldvin Þorsteinsson 4 , Örn Ingi Bjarkason)Fiskuð víti: 5 (Andri Berg Haraldsson, Sigurður Ágústsson, Atli Rúnar Steinþórsson, Örn Ingi Bjarkason, Halldór Guðjónsson)Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Gróttu (skot): Þorgrímur Smári Ólafsson 6 (9), Árni Ben Árnason 3 (9/1), Jóhann Gísli Jóhannesson 3(9), Karl Magnús Grönvold 2 (4/1), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (3), Ágúst Birgisson 1(3), Kristján Orri Jóhannsson 1(3), , Friðgeir Elí Jónasson 1/1 (4/2), Hjálmar Þór Arnarson 1(2)Varin skot: Magnús Sigmundsson 8/0 (32/4, 25%), Lárus Helgi Ólafsson 8/0 (17/1, 47,06%) Hraðaupphlaupsmörk: 0Fiskuð víti: 4(Þorgrímur Smári Ólafsson 2, Davíð Hlöðversson, Jóhannes Gísli JóhannessonUtan vallar: 4 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
FH vann í kvöld öruggan 31 - 19 sigur á Gróttu í Kaplakrika í N1-deild karla í handbolta. Fyrir þennan leik var FH í 4. sæti N1 deildarinnar en Grótta í því 8. og án sigurs. FH voru efstir í spá liðanna fyrir mótið á meðan Gróttu var spáð falli. Gróttumenn komu sterkir inn í byrjun og spiluðu 4-2 vörn og klipptu með því á skyttur FH þá Ólaf Gústafsson og Örn Inga Bjarkason. Jafnræði hélst með liðunum fyrstu 14. mínúturnar en í stöðunni 5-5 settu FH-ingar í lás. Þá tók við rúmlega tíu mínútna kafli þar sem þeir skoruðu tíu mörk gegn engu og byggðu þeir með því upp gott forskot í háflleikinn þegar staðan var 16-6 fyrir FH. Leiðinlegt atvik átti sér stað rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Magnús Óli Magnússon, leikmaður FH meiddist illa á hné og þurfti hann að fara af velli og upp í sjúkrabíl. Sigurinn reyndist aldrei í hættu í seinni hálfleik og náðu FH að auka muninn upp í 14 mörk þegar hæst stóð en Gróttumenn náðu að minnka það aftur niður í 12 stig rétt fyrir lok leiksins. FH geta verið sáttir með spilamennsku sína í kvöld, það tók þá smá tíma að aðlagast að framarlegri vörn Gróttumanna en eftir að þeir fundu lausnir og Daníel Andrésson, markmaður FH hrökk í gang voru þeir að spila mjög vel. Daníel átti algjöran stórleik í kvöld og varði 20 skot, þar af 3 vítaköst. Þykjumst vera með marga góða leikmenn„Það er virkilega jákvætt að ná í tvö stig á heimavelli," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH eftir 31-19 sigur gegn Gróttu í N1-deild karla í kvöld. „Við skoruðum nánast í hverri sókn hérna framan af, við vorum að klúðra hraðaupphlaupum og vítum. Það var vörnin sem var að stríða okkur snemma í leiknum, við duttum hinsvegar í 6-0 vörn eftir það og þá var þetta aldrei spurning." „Daníel var alveg hreint frábær hér í kvöld, vörnin hjálpaði til með góðum varnarleik á köflum og þegar þeir komust í gegn varði hann fjölda dauðafæra og víti." „Við þykjumst vera með marga góða leikmenn og við sýndum það hér í dag, það spiluðu allir og mér fannst allir leysa sitt af vel," sagði Einar Andri. Verðum að finna lausnir og bæta okkur„Þetta var mjög erfitt, fyrir utan fyrsta korterið vorum við mjög lélegir hérna í kvöld," sagði Guðfinnur Kristmannsson, þjálfari Gróttu eftir 31-19 tap gegn FH í Kaplakrika í N1-Deild karla í kvöld. „Við tókum smá áhættu hérna í byrjun, við ætluðum að koma þeim á óvart með varnarleiknum og það tókst ágætlega. Við hinsvegar klúðruðum dauðafærum í sókninni og það er alltaf dýrt." „Það er alveg vonlaust að ætlast til að ná einhverju úr leik þegar maður spilar svona eins og við gerðum á köflum. Það sáust hinsvegar ágætis kaflar í seinni hálfleik." „Við reyndum að fara yfir okkar leik í hálfleik, reyndum að hugsa um okkar leik og bæta okkur. Núna verðum við bara að finna lausnir úr þessu og bæta okkur," sagði Guðfinnur.FH – Grótta 31 - 19 (16 - 6)Mörk FH (Skot):Baldvin Þorsteinsson 7/1 (11/2), Örn Ingi Bjarkason 5 (7), Ólafur Gústafsson 5 (9), Andri Berg Haraldsson 5/3 (8/3), Ari Magnús Þorgeirsson 3 (4), Atli Hjörvar Stefánsson 2 (2), Halldór Guðjónsson 2 (6), Magnús Óli Magnússon 1 (2), Ísak Rafnsson 1 (2),Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 20/3 (34/4, 58,82%), Sigurður Örn Arnarsson 1(5, 16,67%)Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Baldvin Þorsteinsson 4 , Örn Ingi Bjarkason)Fiskuð víti: 5 (Andri Berg Haraldsson, Sigurður Ágústsson, Atli Rúnar Steinþórsson, Örn Ingi Bjarkason, Halldór Guðjónsson)Utan vallar: 6 mínútur.Mörk Gróttu (skot): Þorgrímur Smári Ólafsson 6 (9), Árni Ben Árnason 3 (9/1), Jóhann Gísli Jóhannesson 3(9), Karl Magnús Grönvold 2 (4/1), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (3), Ágúst Birgisson 1(3), Kristján Orri Jóhannsson 1(3), , Friðgeir Elí Jónasson 1/1 (4/2), Hjálmar Þór Arnarson 1(2)Varin skot: Magnús Sigmundsson 8/0 (32/4, 25%), Lárus Helgi Ólafsson 8/0 (17/1, 47,06%) Hraðaupphlaupsmörk: 0Fiskuð víti: 4(Þorgrímur Smári Ólafsson 2, Davíð Hlöðversson, Jóhannes Gísli JóhannessonUtan vallar: 4 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira