Ódýrar stangir í Ytri Rangá - ágóðinn til Fjölskylduhjálparinnar Svavar Hávarðsson skrifar 20. október 2011 16:43 Rangárflúðirnar í Ytri-Rangá eru án efa einn allra gjöfulasti veiðistaðurinn Veiðifélagið Lax-á hefur ákveðið að bregðast við kalli Fjölskylduhjálpar Íslands og selur allar stangirnar 20 í Ytri-Rangá á morgun á sérstökum afslætti. Allar tekjur af sölu stanganna fyrir morgundaginn munu renna óskiptar til Fjölskylduhjálparinnar. Þessi ákvörðun var tekin hjá Lax-á í dag þegar fréttir bárust af því að neyðarástand sé að skapast hjá Fjölskylduhjálpinni. Stefán Sigurðsson sölustjóri hvetur veiðimenn til að bregðast við, hvort sem þeir komist í veiði í Ytri á morgun eða ekki. Margir eigi eflaust fullar kistur af fiski eftir sumarið og séu jafnvel tilbúnir að láta eitthvað af hendi rakna. Á morgun kostar stöngin aðeins 7.500 krónur og vel reitist upp af fiski enn. Spáin er góð og vart þarf að minna á að Ytri-Rangá trónir á toppi listans yfir aflahæstu ár sumarsins. Allt bendir til að áin losi fimm þúsund veidda laxa. Fyrir þá veiðimenn sem ekki komast í Ytri á morgun er reikningsnúmer Fjölskylduhjálparinnar: 101-26-66090, Kennitala: 660903-2590. Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði
Veiðifélagið Lax-á hefur ákveðið að bregðast við kalli Fjölskylduhjálpar Íslands og selur allar stangirnar 20 í Ytri-Rangá á morgun á sérstökum afslætti. Allar tekjur af sölu stanganna fyrir morgundaginn munu renna óskiptar til Fjölskylduhjálparinnar. Þessi ákvörðun var tekin hjá Lax-á í dag þegar fréttir bárust af því að neyðarástand sé að skapast hjá Fjölskylduhjálpinni. Stefán Sigurðsson sölustjóri hvetur veiðimenn til að bregðast við, hvort sem þeir komist í veiði í Ytri á morgun eða ekki. Margir eigi eflaust fullar kistur af fiski eftir sumarið og séu jafnvel tilbúnir að láta eitthvað af hendi rakna. Á morgun kostar stöngin aðeins 7.500 krónur og vel reitist upp af fiski enn. Spáin er góð og vart þarf að minna á að Ytri-Rangá trónir á toppi listans yfir aflahæstu ár sumarsins. Allt bendir til að áin losi fimm þúsund veidda laxa. Fyrir þá veiðimenn sem ekki komast í Ytri á morgun er reikningsnúmer Fjölskylduhjálparinnar: 101-26-66090, Kennitala: 660903-2590.
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði