Víðidalsá - Uppgjör 2011 Karl Lúðvíksson skrifar 8. nóvember 2011 09:59 Helgi Guðbrandssson með stórlax úr Víðidalnum Mynd af www.lax-a.is Veiði lauk í Víðidalsá þann 24 september og var lokatala úr ánni 747 laxar á land. Oft hafa sést hærri tölur úr þessari rómuðu stóralaxaá en hlutfall stórlaxa var sem fyrr afar hátt. Sem fyrr segir var heildarveiði úr Víðidalsá og Fitjá 747 laxar sumarið sem leið, er þetta heldur lægra en meðalveiði síðustu ára, meðalveiði síðustu 5 ára eru 1235 laxar, síðustu 10 ára 1179 laxar, síðustu 15 ára 1058 laxar of loks síðustu 20 ára 1052 laxar. Það er því ljóst að talsvert minni laxagöngur voru í Víðidalsá í sumar heldur en á undanförnum árum. Þó hafa sést lægri tölur úr ánni, árin 2006 og 2007 var veðin t.a.m. minni en í ár (663 og 714 laxar) og hið sama má segja um árin 2000, 2001 og 2003. Skoði maður veiðitölur aftur í tímann, í leit að einhverjum vísbendingum um framtíðina, kemur það í ljós að enga fylgni er að finna á milli ára. Stundum fylga frábær ár mögrum, stundum eru þau mögur og stundum í meðallagi. Það mátti svosem gera ráð fyrir því enda fara tölfræðileg greining gagna og laxveiði eins illa saman og hugsast getur. En aftur að liðnu sumri. Þrátt fyrir að aflamagn hafi ekki verið eins mikið og veiðimenn hefur kosið er ýmsa ljósa punkta að finna í skýrslunni frá Ragnari. Til að mynda má nefna að hlutfall slepptra laxa var 56%, en til viðmiðunar má nefna að árið 2008 var 14% veiddra laxa sleppt aftur. Eins var hlutfall 2ja ára laxa mjög hátt í sumar eða 42% og er þá miðað við 3,6 kílóin eins og viðmiðunarkvarði Veiðimálastofnunar segir til um. Ef einungis er horft til laxa sem eru 10 pund og yfir þá voru slíkir laxar 34% aflans. Laxar yfir 100 cm voru alls 8 og sá stærsti var 104 cm eða 24 pund skv. kvarðanum góða. Meðalþungi laxa í ánni var 4,1 kíló, eilítið lægra en í fyrra (4,4 kg). Við horfum björtum augum á næsta sumar í Víðidalnum, enda eru veiðimenn upp til hópa bjartýnisfólk, því seiðaþéttleiki og seiðamagn í Víðidalsá og Fitja hafa verið með ágætum undanfarin ár og því ættu góðir árgangar að hafa gengið til sjávar á vormánuðum 2010 og 2011. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði
Veiði lauk í Víðidalsá þann 24 september og var lokatala úr ánni 747 laxar á land. Oft hafa sést hærri tölur úr þessari rómuðu stóralaxaá en hlutfall stórlaxa var sem fyrr afar hátt. Sem fyrr segir var heildarveiði úr Víðidalsá og Fitjá 747 laxar sumarið sem leið, er þetta heldur lægra en meðalveiði síðustu ára, meðalveiði síðustu 5 ára eru 1235 laxar, síðustu 10 ára 1179 laxar, síðustu 15 ára 1058 laxar of loks síðustu 20 ára 1052 laxar. Það er því ljóst að talsvert minni laxagöngur voru í Víðidalsá í sumar heldur en á undanförnum árum. Þó hafa sést lægri tölur úr ánni, árin 2006 og 2007 var veðin t.a.m. minni en í ár (663 og 714 laxar) og hið sama má segja um árin 2000, 2001 og 2003. Skoði maður veiðitölur aftur í tímann, í leit að einhverjum vísbendingum um framtíðina, kemur það í ljós að enga fylgni er að finna á milli ára. Stundum fylga frábær ár mögrum, stundum eru þau mögur og stundum í meðallagi. Það mátti svosem gera ráð fyrir því enda fara tölfræðileg greining gagna og laxveiði eins illa saman og hugsast getur. En aftur að liðnu sumri. Þrátt fyrir að aflamagn hafi ekki verið eins mikið og veiðimenn hefur kosið er ýmsa ljósa punkta að finna í skýrslunni frá Ragnari. Til að mynda má nefna að hlutfall slepptra laxa var 56%, en til viðmiðunar má nefna að árið 2008 var 14% veiddra laxa sleppt aftur. Eins var hlutfall 2ja ára laxa mjög hátt í sumar eða 42% og er þá miðað við 3,6 kílóin eins og viðmiðunarkvarði Veiðimálastofnunar segir til um. Ef einungis er horft til laxa sem eru 10 pund og yfir þá voru slíkir laxar 34% aflans. Laxar yfir 100 cm voru alls 8 og sá stærsti var 104 cm eða 24 pund skv. kvarðanum góða. Meðalþungi laxa í ánni var 4,1 kíló, eilítið lægra en í fyrra (4,4 kg). Við horfum björtum augum á næsta sumar í Víðidalnum, enda eru veiðimenn upp til hópa bjartýnisfólk, því seiðaþéttleiki og seiðamagn í Víðidalsá og Fitja hafa verið með ágætum undanfarin ár og því ættu góðir árgangar að hafa gengið til sjávar á vormánuðum 2010 og 2011. Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði