Vasadiskó: Tvær plötur væntanlegar frá Múm Birgir Örn Steinarsson skrifar 8. nóvember 2011 09:56 Þeir aðdáendur Múm er hafa óttast aukin afskipti Örvars Þóreyjarsonar Smárasonar í hljómsveitinni FM Belfast þurfa eigi að kvíða. Örvar greindi frá því í útvarpsþættinum Vasadiskó síðastliðin sunnudag að múm væri ekki bara að vinna að vinna að nýrri plötu - heldur líka tónlist við kvikmynd sem líklegt er að komi út sem önnur breiðskífa. Þar er sveitin m.a. að gera tilraunir við að færa sig í poppaðri áttir og hugsanlega verður þar að finna einhvers konar samstarf við aðra þekkta popplistamenn. þrjú ár eru liðin frá því að Múm gaf út plötuna Sing along to songs you don't know en sveitin er nú á málum hjá þýsku útgáfunni Morr music, eins og svo margir aðrir íslenskir tónlistarmenn. Íslenskum aðdáendum sveitarinnar gefst færi á að sjá þá Örvar og Gunna leika á tónleikum næstkomandi föstudag en þá endurvekur sveitin kynni sín við Sveim í svart/hvítu, áður árlegur viðburður Unglistar þar sem ungar rafsveitir léku undir nær aldagamlar þöglar svart/hvítar myndir. Múm kemur til með að spinna tónlist undir myndina The Cabinet of Caligari frá árinu 1919. Sveimið fer fram í Tjarnarbíó á föstudag, hefst á slaginu átta og er aðgangur ókeypis. Auk Múm koma þar fram Samaris, Futuregrapher (ásamt Trouble), Úlfur, DJ Flugvél og geimsskip og Pyrodulia. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Sívaxandi samfélag á Fésbókinni þar sem íslenskir grúskrara geta fengið vísbendingar um góða nýútkomna tónlist til þess að fylla á vasadiskóin sín. Ekki gleyma að smella á "like"-hnappinn. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Þeir aðdáendur Múm er hafa óttast aukin afskipti Örvars Þóreyjarsonar Smárasonar í hljómsveitinni FM Belfast þurfa eigi að kvíða. Örvar greindi frá því í útvarpsþættinum Vasadiskó síðastliðin sunnudag að múm væri ekki bara að vinna að vinna að nýrri plötu - heldur líka tónlist við kvikmynd sem líklegt er að komi út sem önnur breiðskífa. Þar er sveitin m.a. að gera tilraunir við að færa sig í poppaðri áttir og hugsanlega verður þar að finna einhvers konar samstarf við aðra þekkta popplistamenn. þrjú ár eru liðin frá því að Múm gaf út plötuna Sing along to songs you don't know en sveitin er nú á málum hjá þýsku útgáfunni Morr music, eins og svo margir aðrir íslenskir tónlistarmenn. Íslenskum aðdáendum sveitarinnar gefst færi á að sjá þá Örvar og Gunna leika á tónleikum næstkomandi föstudag en þá endurvekur sveitin kynni sín við Sveim í svart/hvítu, áður árlegur viðburður Unglistar þar sem ungar rafsveitir léku undir nær aldagamlar þöglar svart/hvítar myndir. Múm kemur til með að spinna tónlist undir myndina The Cabinet of Caligari frá árinu 1919. Sveimið fer fram í Tjarnarbíó á föstudag, hefst á slaginu átta og er aðgangur ókeypis. Auk Múm koma þar fram Samaris, Futuregrapher (ásamt Trouble), Úlfur, DJ Flugvél og geimsskip og Pyrodulia. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Sívaxandi samfélag á Fésbókinni þar sem íslenskir grúskrara geta fengið vísbendingar um góða nýútkomna tónlist til þess að fylla á vasadiskóin sín. Ekki gleyma að smella á "like"-hnappinn.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira