Sagan endurtekur sig 8. nóvember 2011 09:52 Árið 1999 skrifaði Hilmar Hansson þáverandi formaður Landssambands Stangaveiðifélaga grein í Morgunblaðið um glórulaust laxeldi hérlendis. Greinina mætti nú birta aftur - og það óbreytta. Hana má í það minnsta lesa hér að neðan, og gæti hún allt eins verið rituð nú í morgun: MUN VILLTI LAXINN DEYJA ÚT VEGNA LAXELDIS? Það er hrollvekjandi fyrir okkur veiðimenn að lesa um nýjustu rannsóknir vísindamanna í við Oxford háskóla sem birtast í nýjasta hefti tímaritsins New Scientist Niðurstöðurnar eru skelfilegar fyrir villta laxastofna í Atlantshafi en vart er hægt að segja að þetta komi mér eða öðrum, sem fylgjast vel með laxeldi í heiminum, á óvart. Menn hefur lengi grunað það sem rannsóknirnar staðfesta.Það verður forvitnilegt að heyra hvað eldismenn og ráðamenn í eldismálum á Íslandi hafa að segja um þessar nýju upplýsingar en til þessa hefur öllum rökum verið beitt til að gera hættuna af laxeldi sem minnsta. Eldisiðnaðurinn hérlendis svífst einskis til að keyra áfram íslenska laxeldisævintýrið hið síðara. Laxeldismenn hafa t.d. sagt að svo lítið sleppi af fiski úr kvíunum að það skipti náttúrulega stofna engu máli. Skoðum það mál nánar. Norskar rannsóknir staðfesta að allt að sex fiskar sleppa af hverju tonni sem geymt er í kvíunum. Hér á landi hafa verið gefin leyfi fyrir allt að 16 þúsund tonna eldi í sjókvíum. Ef miðað er við norsku rannsóknina þá sleppa um 96,000 fiskar á ári úr íslenskum kvíum sem er um það bil tvöfaldur íslenski laxastofninn. Hérlendir eldismenn segja við þessu að kvíarnar séu svo öflugar að einungis tveir fiskar sleppi af hverju tonni sem geymt er í kvíunum. Það gerir 32,000 eldislaxa á ári, jafn mikið og íslenskir veiðimenn veiddu á síðasta ári. Tölurnar eru því hreint ótrúlegar. Nú hefur verið staðfest með rannsóknum að þessir fiskar sem sleppa út í lífríkið geta gert enn meiri skaða en haldið hefur verið fram. Lífríki ánna er því í stórkostlegri hættu og villtir laxastofnar við Íslandsstrendur eru hreinlega í útrýmingarhættu vegna eldisins. Það er óskiljanlegt hvers vegna íslenskir ráðamenn leggja íslenska laxastofna í hættu með sjókvíakvíaeldi þegar við eigum þessa stórkostlegu auðlind sem villti laxinn í ánum er. Auðlindin gefur af sér 2,4 milljarða á ári í tekjur (7-10 milljarðar í dag, innsk. ritstj) ,en um 1850 lögbýli hafa tekjur af laxveiðihlunnindum. Hvað gerist ef þessar tekjur hrynja vegna laxeldisins? Því er fljótsvarað vegna þess að hlunnindin eru einmitt það sem gerir mörgum bændum kleift að búa á jörðum sínum og lifa mannsæmandi lífi. Það er því ekki bara umhverfismál að hlúa að laxastofnunum í ánum heldur er það mikilvægt byggðamál líka. Þess í stað viljum við ganga norsku leiðina sem hafa fórnað sínum náttúrulegu laxastofnum á altari sjókvíaeldisins.Tökum dæmi frá Dee dalnum í Skotlandi þar sem ég þekki vel til. Þegar ég var að veiða lax í ánni Dee hafði ég leiðsögumann sem hafði fylgst vel með í dalnum í 50 ár. Umskiptin voru ótrúleg. Eftir að laxeldiskvíarnar voru settar niður útifyrir ströndum Skotlands hefur veiðin á villtum laxi í Dee hrunið með hræðilegum afleiðingum fyrir þá sem höfðu atvinnu af stangaveiðimönnum.Hótelin tæmdust, leiðsögumennirnir misstu vinnuna því veiðimennirnir hættu að koma, jarðaverð hrundi og veiðileyfin féllu í verði þannig að bændur urðu af miklum tekjum. Við þurfum ekki að taka dæmi frá Noregi því allir vita hvernig er umhorfs í ánum þar og frændur okkar Færeyingar hafa drepið náttúrulega laxastofnin sinn.Heldur einhver að þetta sé veruleiki sem er einangraður við þessi lönd? Nei, þetta er einmitt veruleikinn sem blasir við okkur Íslendingum ef við förum ekki að opna augun fyrir þeim staðreyndum að ef eldislax blandast náttúrulegum stofni þá er voðinn vís.Þurfum við endilega að feta slóð nágranna okkar og eyðileggja laxastofnana okkar eða eigum við að læra af reynslu þessara þjóða?Í stuttu máli þá sýna niðurstöður vísindamannanna í Oxford það að eldislax sem makast við villtan lax hefur miklu alvarlegri áhrif á lífríki ánna heldur en áður var talið. Eldislaxinn verður kynþroska fyrr og hann er líklegri til að frjóvga egg villtra hrygna en villtir kynbræður hans. Þetta raskar erfðamengi villtu stofnanna mun hraðar en áður var talið.Hvað ætla íslensk stjórnvöld að gera við þessa vitneskju? Ætlum við að skella skollaeyrum við þessu eða taka á þessu með ábyrgum hætti og stöðva sjókvíaeldið? Ef umhverfisráðherra tekur á þessu máli eins og brugðist hefur við með rjúpuna og landbúnaðarráðherrann ákveður vernda laxinn eins þegar hann verndaði íslenskt kúakyn frá erfðablöndun við norskar kýr þá þurfum við ekki að óttast það að laxastofnarnir hrynji. Það er samt skrýtið að konungur fiskanna virðist ekki eiga sér jafn öfluga málsvara og rjúpan og Búkolla. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði
Árið 1999 skrifaði Hilmar Hansson þáverandi formaður Landssambands Stangaveiðifélaga grein í Morgunblaðið um glórulaust laxeldi hérlendis. Greinina mætti nú birta aftur - og það óbreytta. Hana má í það minnsta lesa hér að neðan, og gæti hún allt eins verið rituð nú í morgun: MUN VILLTI LAXINN DEYJA ÚT VEGNA LAXELDIS? Það er hrollvekjandi fyrir okkur veiðimenn að lesa um nýjustu rannsóknir vísindamanna í við Oxford háskóla sem birtast í nýjasta hefti tímaritsins New Scientist Niðurstöðurnar eru skelfilegar fyrir villta laxastofna í Atlantshafi en vart er hægt að segja að þetta komi mér eða öðrum, sem fylgjast vel með laxeldi í heiminum, á óvart. Menn hefur lengi grunað það sem rannsóknirnar staðfesta.Það verður forvitnilegt að heyra hvað eldismenn og ráðamenn í eldismálum á Íslandi hafa að segja um þessar nýju upplýsingar en til þessa hefur öllum rökum verið beitt til að gera hættuna af laxeldi sem minnsta. Eldisiðnaðurinn hérlendis svífst einskis til að keyra áfram íslenska laxeldisævintýrið hið síðara. Laxeldismenn hafa t.d. sagt að svo lítið sleppi af fiski úr kvíunum að það skipti náttúrulega stofna engu máli. Skoðum það mál nánar. Norskar rannsóknir staðfesta að allt að sex fiskar sleppa af hverju tonni sem geymt er í kvíunum. Hér á landi hafa verið gefin leyfi fyrir allt að 16 þúsund tonna eldi í sjókvíum. Ef miðað er við norsku rannsóknina þá sleppa um 96,000 fiskar á ári úr íslenskum kvíum sem er um það bil tvöfaldur íslenski laxastofninn. Hérlendir eldismenn segja við þessu að kvíarnar séu svo öflugar að einungis tveir fiskar sleppi af hverju tonni sem geymt er í kvíunum. Það gerir 32,000 eldislaxa á ári, jafn mikið og íslenskir veiðimenn veiddu á síðasta ári. Tölurnar eru því hreint ótrúlegar. Nú hefur verið staðfest með rannsóknum að þessir fiskar sem sleppa út í lífríkið geta gert enn meiri skaða en haldið hefur verið fram. Lífríki ánna er því í stórkostlegri hættu og villtir laxastofnar við Íslandsstrendur eru hreinlega í útrýmingarhættu vegna eldisins. Það er óskiljanlegt hvers vegna íslenskir ráðamenn leggja íslenska laxastofna í hættu með sjókvíakvíaeldi þegar við eigum þessa stórkostlegu auðlind sem villti laxinn í ánum er. Auðlindin gefur af sér 2,4 milljarða á ári í tekjur (7-10 milljarðar í dag, innsk. ritstj) ,en um 1850 lögbýli hafa tekjur af laxveiðihlunnindum. Hvað gerist ef þessar tekjur hrynja vegna laxeldisins? Því er fljótsvarað vegna þess að hlunnindin eru einmitt það sem gerir mörgum bændum kleift að búa á jörðum sínum og lifa mannsæmandi lífi. Það er því ekki bara umhverfismál að hlúa að laxastofnunum í ánum heldur er það mikilvægt byggðamál líka. Þess í stað viljum við ganga norsku leiðina sem hafa fórnað sínum náttúrulegu laxastofnum á altari sjókvíaeldisins.Tökum dæmi frá Dee dalnum í Skotlandi þar sem ég þekki vel til. Þegar ég var að veiða lax í ánni Dee hafði ég leiðsögumann sem hafði fylgst vel með í dalnum í 50 ár. Umskiptin voru ótrúleg. Eftir að laxeldiskvíarnar voru settar niður útifyrir ströndum Skotlands hefur veiðin á villtum laxi í Dee hrunið með hræðilegum afleiðingum fyrir þá sem höfðu atvinnu af stangaveiðimönnum.Hótelin tæmdust, leiðsögumennirnir misstu vinnuna því veiðimennirnir hættu að koma, jarðaverð hrundi og veiðileyfin féllu í verði þannig að bændur urðu af miklum tekjum. Við þurfum ekki að taka dæmi frá Noregi því allir vita hvernig er umhorfs í ánum þar og frændur okkar Færeyingar hafa drepið náttúrulega laxastofnin sinn.Heldur einhver að þetta sé veruleiki sem er einangraður við þessi lönd? Nei, þetta er einmitt veruleikinn sem blasir við okkur Íslendingum ef við förum ekki að opna augun fyrir þeim staðreyndum að ef eldislax blandast náttúrulegum stofni þá er voðinn vís.Þurfum við endilega að feta slóð nágranna okkar og eyðileggja laxastofnana okkar eða eigum við að læra af reynslu þessara þjóða?Í stuttu máli þá sýna niðurstöður vísindamannanna í Oxford það að eldislax sem makast við villtan lax hefur miklu alvarlegri áhrif á lífríki ánna heldur en áður var talið. Eldislaxinn verður kynþroska fyrr og hann er líklegri til að frjóvga egg villtra hrygna en villtir kynbræður hans. Þetta raskar erfðamengi villtu stofnanna mun hraðar en áður var talið.Hvað ætla íslensk stjórnvöld að gera við þessa vitneskju? Ætlum við að skella skollaeyrum við þessu eða taka á þessu með ábyrgum hætti og stöðva sjókvíaeldið? Ef umhverfisráðherra tekur á þessu máli eins og brugðist hefur við með rjúpuna og landbúnaðarráðherrann ákveður vernda laxinn eins þegar hann verndaði íslenskt kúakyn frá erfðablöndun við norskar kýr þá þurfum við ekki að óttast það að laxastofnarnir hrynji. Það er samt skrýtið að konungur fiskanna virðist ekki eiga sér jafn öfluga málsvara og rjúpan og Búkolla.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði