Tiger segir gamla kylfusveininn sinn ekki vera kynþáttahatara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2011 14:45 Tiger Woods og Steve Williams. Mynd/AFP Tiger Woods viðurkennir að ljót orð gamla kylfusveins hans, Steve Williams, hafi sært hann en að hann sé samt tilbúinn að bæði fyrirgefa og verja orðspor Williams. Tiger Woods lét Steve Williams fara í júlí en Williams hafði verið kylfusveinn Tigers í tólf ár og notið góðs af fjölmörgum sigrum Woods í gegnum tíðina. Williams drullaði yfir Woods þegar hann fór upp á svið í matarboði í tengslum við HSBC-mótið í Sjanghæ. Williams var þá beðinn um að útskýra viðbrögð sín eftir að hann aðstoðaði Adam Scott við að vinna Bridgestone-mótið í ágúst. Það var fyrsta mót þeirra saman en Williams sagði það hafa verið sætasta sigurinn á ferlinum. Williams virðist eiga erfitt með að sætta sig við að Tiger hafi rekið hann síðpasta sumar og ummæli hans í umræddri veislu voru það vafasöm að menn litu á þau sem kynþáttaníð. „Það var rangt af honum að segja þetta en við horfum fram á veginn. Þetta var sárt en lífið heldur áfram," sagði Tiger Woods. „Hann átti aldrei að láta þetta út úr sér og hann óskar þess líka sjálfur að hafa aldrei sagt þetta. Við ræddum þetta auglitis til auglitis á mánudaginn og hann baðst afsökunnar," sagði Woods og segist vera þess fullviss um að Steve Williams sé ekki kynþáttahatari. Stöð 2 sport sýnir frá mótinu. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um útsendingarnar hér. Golf Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods viðurkennir að ljót orð gamla kylfusveins hans, Steve Williams, hafi sært hann en að hann sé samt tilbúinn að bæði fyrirgefa og verja orðspor Williams. Tiger Woods lét Steve Williams fara í júlí en Williams hafði verið kylfusveinn Tigers í tólf ár og notið góðs af fjölmörgum sigrum Woods í gegnum tíðina. Williams drullaði yfir Woods þegar hann fór upp á svið í matarboði í tengslum við HSBC-mótið í Sjanghæ. Williams var þá beðinn um að útskýra viðbrögð sín eftir að hann aðstoðaði Adam Scott við að vinna Bridgestone-mótið í ágúst. Það var fyrsta mót þeirra saman en Williams sagði það hafa verið sætasta sigurinn á ferlinum. Williams virðist eiga erfitt með að sætta sig við að Tiger hafi rekið hann síðpasta sumar og ummæli hans í umræddri veislu voru það vafasöm að menn litu á þau sem kynþáttaníð. „Það var rangt af honum að segja þetta en við horfum fram á veginn. Þetta var sárt en lífið heldur áfram," sagði Tiger Woods. „Hann átti aldrei að láta þetta út úr sér og hann óskar þess líka sjálfur að hafa aldrei sagt þetta. Við ræddum þetta auglitis til auglitis á mánudaginn og hann baðst afsökunnar," sagði Woods og segist vera þess fullviss um að Steve Williams sé ekki kynþáttahatari. Stöð 2 sport sýnir frá mótinu. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um útsendingarnar hér.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira