Laxveiðisumarið 2011: Haffjarðará og Selá gáfu mest Trausti Hafliðason skrifar 4. nóvember 2011 18:00 Norðvesturland. Þróun í veiði frá 2005-2011 og fjöldi laxa á hverja stöng árið 2011. Veiðisumrinu lauk formlega á mánudaginn þegar veiði í Ytri-Rangá var hætt. Þar komu flestir laxar á land eða alls 4.961. Næst flestir laxar veiddust í Eystri-Rangá. Í Haffjarðará og Selá veiddust hins vegar flestir laxar á stöng. Veiðin í Elliðaánum var líka mjög góð. Þrátt fyrir töluverða svartsýni meðal veiðimanna í byrjun laxveiðisumarsins rættist vel úr því þegar á leið. Landssamband veiðifélaga tekur árlega saman veiðitölur og gáfu þær 25 laxveiðiár sem félagið notar til viðmiðunar um laxveiði hvers árs alls 35.848 lax í ár. Er þetta betri veiði en árið 2006 en lakari en árin 2007 til 2010. Þorsteinn Þorsteinsson, frá Skálpastöðum í Lundarreykjadal, heldur utan um veiðitölur fyrir Landssambandið. Hann bendir á að þróunin í laxveiði sé alltaf mjög sveiflukennd.Vesturland I. Þróun í veiði frá 2005-2011 og fjöldi laxa á hverja stöng árið 2011.„Laxveiðin síðustu ár hefur verið alveg ótrúlega góð og það skekkir mat manna á því hvað er gott laxveiðiár. Veiðimenn eru orðnir mjög góðu vanir," segir Þorsteinn. „Það verður hins vegar að játast að þetta byrjaði nú frekar dauflega. Laxinn kom seinna en hann hefur gert en miðhluti sumarsins var þó þokkalega góður víðast hvar."Vesturland II. Þróun í veiði frá 2005-2011 og fjöldi laxa á hverja stöng árið 2011.Afar slakt í Laxá í Dölum Þorsteinn segir haustveiðina hafa verið heldur minni en hann hafi vonast eftir. „Þar kann að spila inn í að veiðin í hafbeitaránum, eins og til dæmis Rangánum, var minni. Svo virðist sem sleppiseiði hafi ekki skilað sér eins vel úr sjó og undanfarin ár. Reyndar á þetta ekki bara við um sleppiseiðin heldur líka villta laxinn. Málið er hins vegar að endurheimtur sleppiseiða hafa mikið að segja þegar horft er á heildarveiði í stórum ám eins og Rangánum. Síðan er auðvitað undantekning í þessu eins og öllu og það er Breiðdalsáin sem setur nýtt met en þar veiddust 1.430 laxar samanborið við 1.178 í fyrra."Vesturland III. Þróun í veiði frá 2005-2011 og fjöldi laxa á hverja stöng árið 2011.Þorsteinn segir ástandið í sjónum ráða miklu um endurheimtur laxa í ár. „Ef endurheimtur sjógönguseiða hækka úr tveimur prósentum í þrjú þá gefur augaleið að það þýðir gríðarlega mikla aukningu í göngum. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að endurheimtur séu lakar. Það þarf ekki annað en að átugöngur í sjó og ganga seiðanna falli ekki saman." Þorsteinn segir að víðast hvar á landinu hafi laxveiði verið alveg þokkaleg. Helst virðist sem ár á Vesturlandi hafi átt erfitt uppdráttar og þá vegna lélegs vatnsbúskapar. Ágætt dæmi um það sé Laxá í Dölum en þar veiddust 568 laxar samanborið við 1.762 í fyrra.Austurland. Þróun í veiði frá 2005-2011 og fjöldi laxa á hverja stöng árið 2011.Veiðin í Borgarfirðinum var hins vegar með ágætum. Þorsteinn segir að þó veiðin í Norðurá hafi ekki verið jafngóð og síðustu þrjú ár verði að hafa það í huga að fyrir svona eins og átta árum hefði hún þótt alveg frábær. Þá beri að geta þess að veiði í Straumunum og Brennunni í Hvítá hafi verið mjög góð.Vestfirðir. Þróun í veiði frá 2005-2011 og fjöldi laxa á hverja stöng árið 2011.Góð veiði í Stóru-Laxá og Soginu Þorsteinn segir að besti mælikvarðinn á veiði sé hversu margir laxar séu veiddir á hverja stöng. Í þeim efnum hafi Veiðimálastofnun talið að 100 laxar á stöng væri þokkalegt viðmið. Á gröfunum hér fyrir ofan má sjá að fjöldi áa er með yfir 100 laxa á stöng en einnig eru nokkrar undir því viðmiði. Hafa verður í huga að þetta viðmið á þó ekki við allar ár enda löngum ljóst að til dæmis veiðimenn sem fara í Laxá í Aðaldal eru ekki að sækjast eftir því að veiða marga laxa heldur að ná þeim stóra. Á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal var hlutfall stórlaxa 86 prósent og í júlí var meðalþyngdin í kringum 17 pund.Suðurland. Þróun í veiði frá 2005-2011 og fjöldi laxa á hverja stöng árið 2011.Á Suðurlandi var veiði í Stóru-Laxá mjög góð en þar veiddust 795 laxar sem er met. Erfitt er að fá heildartölur úr Soginu þar sem það skiptist í mörg svæði. Á svæðum Stangaveiðifélags Reykjavíkur í Soginu veiddust ríflega 750 laxar og hefur veiðin þar einungis einu sinni áður verið betri. Skógá, Affallið og Kerlingardalsá fóru heldur halloka og segir Þorsteinn að þó það hafi ekkert verið rannsakað sé freistandi að halda því fram að þar hafi vikur vegna eldgosa haft þónokkur áhrif á lífríki ánna.Norðausturland. Þróun í veiði frá 2005-2011 og fjöldi laxa á hverja stöng árið 2011.Á Norðausturlandi var veiði með miklum ágætum. Met var sett í Svalbarðsá en þar veiddust 563 laxar og var hlutfall stórlaxa mjög hátt. Þó Fnjóskáin hafi dalað frá því í fyrra var veiðin í sumar sú næstbesta síðan árið 2005. trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Norðvesturland. Þróun í veiði frá 2005-2011 og fjöldi laxa á hverja stöng árið 2011. Veiðisumrinu lauk formlega á mánudaginn þegar veiði í Ytri-Rangá var hætt. Þar komu flestir laxar á land eða alls 4.961. Næst flestir laxar veiddust í Eystri-Rangá. Í Haffjarðará og Selá veiddust hins vegar flestir laxar á stöng. Veiðin í Elliðaánum var líka mjög góð. Þrátt fyrir töluverða svartsýni meðal veiðimanna í byrjun laxveiðisumarsins rættist vel úr því þegar á leið. Landssamband veiðifélaga tekur árlega saman veiðitölur og gáfu þær 25 laxveiðiár sem félagið notar til viðmiðunar um laxveiði hvers árs alls 35.848 lax í ár. Er þetta betri veiði en árið 2006 en lakari en árin 2007 til 2010. Þorsteinn Þorsteinsson, frá Skálpastöðum í Lundarreykjadal, heldur utan um veiðitölur fyrir Landssambandið. Hann bendir á að þróunin í laxveiði sé alltaf mjög sveiflukennd.Vesturland I. Þróun í veiði frá 2005-2011 og fjöldi laxa á hverja stöng árið 2011.„Laxveiðin síðustu ár hefur verið alveg ótrúlega góð og það skekkir mat manna á því hvað er gott laxveiðiár. Veiðimenn eru orðnir mjög góðu vanir," segir Þorsteinn. „Það verður hins vegar að játast að þetta byrjaði nú frekar dauflega. Laxinn kom seinna en hann hefur gert en miðhluti sumarsins var þó þokkalega góður víðast hvar."Vesturland II. Þróun í veiði frá 2005-2011 og fjöldi laxa á hverja stöng árið 2011.Afar slakt í Laxá í Dölum Þorsteinn segir haustveiðina hafa verið heldur minni en hann hafi vonast eftir. „Þar kann að spila inn í að veiðin í hafbeitaránum, eins og til dæmis Rangánum, var minni. Svo virðist sem sleppiseiði hafi ekki skilað sér eins vel úr sjó og undanfarin ár. Reyndar á þetta ekki bara við um sleppiseiðin heldur líka villta laxinn. Málið er hins vegar að endurheimtur sleppiseiða hafa mikið að segja þegar horft er á heildarveiði í stórum ám eins og Rangánum. Síðan er auðvitað undantekning í þessu eins og öllu og það er Breiðdalsáin sem setur nýtt met en þar veiddust 1.430 laxar samanborið við 1.178 í fyrra."Vesturland III. Þróun í veiði frá 2005-2011 og fjöldi laxa á hverja stöng árið 2011.Þorsteinn segir ástandið í sjónum ráða miklu um endurheimtur laxa í ár. „Ef endurheimtur sjógönguseiða hækka úr tveimur prósentum í þrjú þá gefur augaleið að það þýðir gríðarlega mikla aukningu í göngum. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að endurheimtur séu lakar. Það þarf ekki annað en að átugöngur í sjó og ganga seiðanna falli ekki saman." Þorsteinn segir að víðast hvar á landinu hafi laxveiði verið alveg þokkaleg. Helst virðist sem ár á Vesturlandi hafi átt erfitt uppdráttar og þá vegna lélegs vatnsbúskapar. Ágætt dæmi um það sé Laxá í Dölum en þar veiddust 568 laxar samanborið við 1.762 í fyrra.Austurland. Þróun í veiði frá 2005-2011 og fjöldi laxa á hverja stöng árið 2011.Veiðin í Borgarfirðinum var hins vegar með ágætum. Þorsteinn segir að þó veiðin í Norðurá hafi ekki verið jafngóð og síðustu þrjú ár verði að hafa það í huga að fyrir svona eins og átta árum hefði hún þótt alveg frábær. Þá beri að geta þess að veiði í Straumunum og Brennunni í Hvítá hafi verið mjög góð.Vestfirðir. Þróun í veiði frá 2005-2011 og fjöldi laxa á hverja stöng árið 2011.Góð veiði í Stóru-Laxá og Soginu Þorsteinn segir að besti mælikvarðinn á veiði sé hversu margir laxar séu veiddir á hverja stöng. Í þeim efnum hafi Veiðimálastofnun talið að 100 laxar á stöng væri þokkalegt viðmið. Á gröfunum hér fyrir ofan má sjá að fjöldi áa er með yfir 100 laxa á stöng en einnig eru nokkrar undir því viðmiði. Hafa verður í huga að þetta viðmið á þó ekki við allar ár enda löngum ljóst að til dæmis veiðimenn sem fara í Laxá í Aðaldal eru ekki að sækjast eftir því að veiða marga laxa heldur að ná þeim stóra. Á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal var hlutfall stórlaxa 86 prósent og í júlí var meðalþyngdin í kringum 17 pund.Suðurland. Þróun í veiði frá 2005-2011 og fjöldi laxa á hverja stöng árið 2011.Á Suðurlandi var veiði í Stóru-Laxá mjög góð en þar veiddust 795 laxar sem er met. Erfitt er að fá heildartölur úr Soginu þar sem það skiptist í mörg svæði. Á svæðum Stangaveiðifélags Reykjavíkur í Soginu veiddust ríflega 750 laxar og hefur veiðin þar einungis einu sinni áður verið betri. Skógá, Affallið og Kerlingardalsá fóru heldur halloka og segir Þorsteinn að þó það hafi ekkert verið rannsakað sé freistandi að halda því fram að þar hafi vikur vegna eldgosa haft þónokkur áhrif á lífríki ánna.Norðausturland. Þróun í veiði frá 2005-2011 og fjöldi laxa á hverja stöng árið 2011.Á Norðausturlandi var veiði með miklum ágætum. Met var sett í Svalbarðsá en þar veiddust 563 laxar og var hlutfall stórlaxa mjög hátt. Þó Fnjóskáin hafi dalað frá því í fyrra var veiðin í sumar sú næstbesta síðan árið 2005. trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði