Handbolti

HK-stelpurnar hituðu upp fyrir Frakklandsför með sigri á Nesinu - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán
HK-liðið hefur byrjað veturinn vel í kvennahandboltanum og vann nú síðast sjö marka sigur á Gróttu, 33-26, á Seltjarnarnesinu á miðvikudagskvöldið en leikurinn var í N1 deild kvenna.

HK hefur unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum tímabilsins og er eins og er með jafnmörg stig og Íslandsmeistarar Vals. Liðin mætast síðan í næstu umferð um þar næstu helgi.

Fyrst er það samt Evrópukeppnin. HK-stelpurnar flugu til Frakklands í morgun þar sem þær mæta franska liðinu Fleury Loiret Handball á laugardag og sunnudag.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Gróttu og HK á Seltjarnarnesinu á miðvikudagskvöldið og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×