Blanda uppgjör 2011 Karl Lúðvíksson skrifar 1. nóvember 2011 12:28 Flottur stórlax af svæði 1 í Blöndu Mynd af www.lax-a.is Blanda gamla hefur verið í fantaformi undanfarin tímabil, þrjú ár í röð hefur hún rofið 2000 laxa múrinn og sem fyrr er lunginn af veiðinni á svæði 1. Sumarið var um margt óvenjulegt fyrir norðan, Blanda rann mjög hrein fram að yfirfalli, nánast eins og bergvatnsá, og var óvenju lítið lituð eftir yfirfall – enda var ágústveiðin 340 laxar á svæði 1. Eins var minna um sveiflur á vatnsmagni í sumar en oft áður, en slíkt hefur mikil áhrif á hegðun laxins – sérstaklega á miðsvæðunum. Yfirfallið var með fyrra móti þetta árið, 6 ágúst, en eins og áður sagði var áin tiltölulega hrein þrátt fyrir það – þó vissulega væri dagamunur á henni. Snema í september fór áin svo af yfirfalli og viku seinna var mikið líf á svæði 4, eins og verður gjarnan við slíkar aðstæður. Meira á https://www.lax-a.is/islenska/frettir/helstu-frettir/nr/10537 Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði
Blanda gamla hefur verið í fantaformi undanfarin tímabil, þrjú ár í röð hefur hún rofið 2000 laxa múrinn og sem fyrr er lunginn af veiðinni á svæði 1. Sumarið var um margt óvenjulegt fyrir norðan, Blanda rann mjög hrein fram að yfirfalli, nánast eins og bergvatnsá, og var óvenju lítið lituð eftir yfirfall – enda var ágústveiðin 340 laxar á svæði 1. Eins var minna um sveiflur á vatnsmagni í sumar en oft áður, en slíkt hefur mikil áhrif á hegðun laxins – sérstaklega á miðsvæðunum. Yfirfallið var með fyrra móti þetta árið, 6 ágúst, en eins og áður sagði var áin tiltölulega hrein þrátt fyrir það – þó vissulega væri dagamunur á henni. Snema í september fór áin svo af yfirfalli og viku seinna var mikið líf á svæði 4, eins og verður gjarnan við slíkar aðstæður. Meira á https://www.lax-a.is/islenska/frettir/helstu-frettir/nr/10537 Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á
Stangveiði Mest lesið Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Fyrsta Opna hús vetrarins hjá SVFR Veiði Veiðivötn búin að rjúfa 10.000 fiska múrinn Veiði 144 laxar komnir úr Svalbarðsá Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Fengu væna sjóbirtinga á Pheasant Tail Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði 314 laxar komnir úr Stóru Laxá Veiði Skýrsla Veiðimála- stofnunar um Laxá í Dölum er komin út. Veiði