Norðmenn fyrirmynd í laxeldi? Karl Lúðvíksson skrifar 18. nóvember 2011 13:17 Merkilegur fréttaflutningur átti sér stað í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkveldi. Þar var fjallað um laxeldi hérlendis en því miður með mjög einhliða hætti. Í fréttinni var rætt við Matthías Garðarsson sem hefur stundað fiskeldi í Noregi undanfarin ár. Þar gangrýnir hann það harðlega að regluverkið í kringum laxeldi á Íslandi sé ekki frjálsara og hliðhollara laxeldisfyrirtækjum. Í fréttinni segist Matthías ekki skilja það lagaumhverfi sem byggt er í kringum leyfisveitinar á laxeldi hérlendis. Þar segir Mattías meðal annars " ...þeir sem skrifuðu þessar reglur hafa alla vega ekki spurt okkur í Noregi hvernig ætti að gera það.." Jafnframt segir hann að ef reglurnar væru eins og í Noregi þá væri lítið mál að byggja upp iðnað í fiskeldi en þess í stað þá séu reglurnar hérlendis eins og menn hreinlega vilji ekki laxeldi. Svo mekilega sem það hljómar þá lokar fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson fréttinni á þess að kynna sér allar hliðar málsins. Því skal haldið til haga að norskur laxeldisiðnaður er talinn einn sá vafasamasti á heimsvísu. Á milli Noregs og nágrannalandanna eru stöðugar deilur um regluverk norskra laxeldisstövða sem hreinlega þverbrjóta á rétti annara landa. Laxar sem sleppa úr norskum laxeldiskvíum eru stöðug ógn við laxastofna annara þjóða, svo og er laxalús við strendur landsins slík plága að hætta stafar af. Sem dæmi má nefna að hálfgerð milliríkjadeila er í gangi á milli Rússlands og Noregs þar sem þeir fyrrnefndu saka Norðmenn um sóðaskap í málefnum villtra laxastofna - og þarf væntanlega nokkuð til. Norskar lax- og silungsveiðiár eru mjög illa farnar vegna laxeldis í fjörðum landsins. Mýmörg dæmi eru um að hella hafi þurft eitri í árnar til að eyða pestum sem fylgja laxeldi, og hefur gríðarlegum fjárhæðum verið ausið í það að reyna að rétta við náttúrulega laxastofna þar í landi. Fjárhæðir, sem gera hagnaðartölur íslenskra laxeldismanna að smáaurum. Villtir íslenskir laxa- og silungastofnar eru taldir með þeim öflugustu á heimsvísu, einmitt vegna þess að þeir hafa að stórum hluta verið lausir við mengun tengda laxeldi. Stangaveiði á laxi og silungi við íslenskar vötn og ár er iðnaður sem skilar á annan tug milljarða inn í þjóðarbúið ár hvert. Vart þarf að fara mörgum orðum um það hve mikilvæg sú iðngrein er í sveitum landsins. Það að fórna þeirri auðlind fyrir enn eitt laxeldisævintýrið er í meira lagi glæfralegt, sér í lagi í ljósi þess að flest öll hafa þau endað með ósköpum. Það er staðreynd sem bæði Matthías Garðarsson og fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson ættu að kynna sér nánar. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Merkilegur fréttaflutningur átti sér stað í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkveldi. Þar var fjallað um laxeldi hérlendis en því miður með mjög einhliða hætti. Í fréttinni var rætt við Matthías Garðarsson sem hefur stundað fiskeldi í Noregi undanfarin ár. Þar gangrýnir hann það harðlega að regluverkið í kringum laxeldi á Íslandi sé ekki frjálsara og hliðhollara laxeldisfyrirtækjum. Í fréttinni segist Matthías ekki skilja það lagaumhverfi sem byggt er í kringum leyfisveitinar á laxeldi hérlendis. Þar segir Mattías meðal annars " ...þeir sem skrifuðu þessar reglur hafa alla vega ekki spurt okkur í Noregi hvernig ætti að gera það.." Jafnframt segir hann að ef reglurnar væru eins og í Noregi þá væri lítið mál að byggja upp iðnað í fiskeldi en þess í stað þá séu reglurnar hérlendis eins og menn hreinlega vilji ekki laxeldi. Svo mekilega sem það hljómar þá lokar fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson fréttinni á þess að kynna sér allar hliðar málsins. Því skal haldið til haga að norskur laxeldisiðnaður er talinn einn sá vafasamasti á heimsvísu. Á milli Noregs og nágrannalandanna eru stöðugar deilur um regluverk norskra laxeldisstövða sem hreinlega þverbrjóta á rétti annara landa. Laxar sem sleppa úr norskum laxeldiskvíum eru stöðug ógn við laxastofna annara þjóða, svo og er laxalús við strendur landsins slík plága að hætta stafar af. Sem dæmi má nefna að hálfgerð milliríkjadeila er í gangi á milli Rússlands og Noregs þar sem þeir fyrrnefndu saka Norðmenn um sóðaskap í málefnum villtra laxastofna - og þarf væntanlega nokkuð til. Norskar lax- og silungsveiðiár eru mjög illa farnar vegna laxeldis í fjörðum landsins. Mýmörg dæmi eru um að hella hafi þurft eitri í árnar til að eyða pestum sem fylgja laxeldi, og hefur gríðarlegum fjárhæðum verið ausið í það að reyna að rétta við náttúrulega laxastofna þar í landi. Fjárhæðir, sem gera hagnaðartölur íslenskra laxeldismanna að smáaurum. Villtir íslenskir laxa- og silungastofnar eru taldir með þeim öflugustu á heimsvísu, einmitt vegna þess að þeir hafa að stórum hluta verið lausir við mengun tengda laxeldi. Stangaveiði á laxi og silungi við íslenskar vötn og ár er iðnaður sem skilar á annan tug milljarða inn í þjóðarbúið ár hvert. Vart þarf að fara mörgum orðum um það hve mikilvæg sú iðngrein er í sveitum landsins. Það að fórna þeirri auðlind fyrir enn eitt laxeldisævintýrið er í meira lagi glæfralegt, sér í lagi í ljósi þess að flest öll hafa þau endað með ósköpum. Það er staðreynd sem bæði Matthías Garðarsson og fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson ættu að kynna sér nánar. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði