Tiger tapaði stórt í fyrsta leiknum í Forsetabikarnum 17. nóvember 2011 09:58 Steve Williams og Tiger Woods takast hér í hendur eftir leikinn í nótt. Getty Images / Nordic Photos Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi í Forsetabikarnum sem hófst í nótt í Ástralíu. Þar eigast við Bandaríkin og alþjóðalegt úrvalslið kylfinga utan Evrópu. Woods og Steve Stricker töpuðu 7/6 í fjórmenning gegn Ástralanum Adam Scott og KJ Choi frá Suður-Kóreu. Bandaríska úrvalsliðið er með 4 vinninga gegn 2 að loknum fyrsta keppnisdegi. Keppnisfyrirkomulagið er með sama hætti og Ryderkeppnin á milli Bandaríkjana og Evrópu. Allra augu beindust að Tiger Woods þar sem hann var í ráshóp með fyrrum aðstoðarmanni sínum, Steve Williams. Þeir hafa ekki verið perluvinir frá því að slitnaði upp úr samstarfi þeirra og í aðdraganda keppninnar gerði Williams grín að Woods í ræðu sem hann hélt á samkomu kylfusveina. Það mál var síðan leyst með „sáttafundi" þeirra Woods og Williams. Þeir tókust í hendur fyrir leikinn í nótt og ekkert benti til þess að þeir væru ósáttir að vera í nærveru hvors annars. Woods og Stricker náðu sér ekki á strik en þeir fengu ekki fugl og unnu enga holu gegn þeim Adams og Choi. Leikurinn kláraðist á 12 holu og hefur það ekki gerst í Forsetabikarnum frá árinu 1996.Bubba Watson / Webb Simpson sigruðu Ernie Els (Suður-Afríka) / Ryo Ishikawa (Japan) 4/2 Bill Haas / Nick Watney gerðu jafntefli gegn Geoff Ogilvy (Ástralíu) Charl Schwartzel (Suður-Afríku) Dustin Johnson / Matt Kuchar gerðu jafntefli gegn Aaron Baddeley (Ástralíu) / Jason Day (Ástralíu).Phil Mickelson / Jim Furyk sigruðu Retief Goosen (Suður-Afríku) / Robert Allenby (Ástralíu) 4/3Hunter Mahan / David Toms sigruðu Kyung-tae Kim (S-Kóreu) / Y.E. Yang (S-Kóreu) 6/5 Tiger Woods / Steve Stricker töpuðu gegn Adam Scott (Ástralíu) / KJChoi (Suður-Kóreu) 7/6. Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods náði sér ekki á strik á fyrsta keppnisdegi í Forsetabikarnum sem hófst í nótt í Ástralíu. Þar eigast við Bandaríkin og alþjóðalegt úrvalslið kylfinga utan Evrópu. Woods og Steve Stricker töpuðu 7/6 í fjórmenning gegn Ástralanum Adam Scott og KJ Choi frá Suður-Kóreu. Bandaríska úrvalsliðið er með 4 vinninga gegn 2 að loknum fyrsta keppnisdegi. Keppnisfyrirkomulagið er með sama hætti og Ryderkeppnin á milli Bandaríkjana og Evrópu. Allra augu beindust að Tiger Woods þar sem hann var í ráshóp með fyrrum aðstoðarmanni sínum, Steve Williams. Þeir hafa ekki verið perluvinir frá því að slitnaði upp úr samstarfi þeirra og í aðdraganda keppninnar gerði Williams grín að Woods í ræðu sem hann hélt á samkomu kylfusveina. Það mál var síðan leyst með „sáttafundi" þeirra Woods og Williams. Þeir tókust í hendur fyrir leikinn í nótt og ekkert benti til þess að þeir væru ósáttir að vera í nærveru hvors annars. Woods og Stricker náðu sér ekki á strik en þeir fengu ekki fugl og unnu enga holu gegn þeim Adams og Choi. Leikurinn kláraðist á 12 holu og hefur það ekki gerst í Forsetabikarnum frá árinu 1996.Bubba Watson / Webb Simpson sigruðu Ernie Els (Suður-Afríka) / Ryo Ishikawa (Japan) 4/2 Bill Haas / Nick Watney gerðu jafntefli gegn Geoff Ogilvy (Ástralíu) Charl Schwartzel (Suður-Afríku) Dustin Johnson / Matt Kuchar gerðu jafntefli gegn Aaron Baddeley (Ástralíu) / Jason Day (Ástralíu).Phil Mickelson / Jim Furyk sigruðu Retief Goosen (Suður-Afríku) / Robert Allenby (Ástralíu) 4/3Hunter Mahan / David Toms sigruðu Kyung-tae Kim (S-Kóreu) / Y.E. Yang (S-Kóreu) 6/5 Tiger Woods / Steve Stricker töpuðu gegn Adam Scott (Ástralíu) / KJChoi (Suður-Kóreu) 7/6.
Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira