Bókin Stórlaxar komin út Karl Lúðvíksson skrifar 16. nóvember 2011 09:22 Gunnar Bender og Þór Jónsson voru nýlega að gefa út bókina Stórlaxar. Þar er að finna viðtöl við þekkta veiðimenn sem og frásagnir þeirra af skemmtilegum veiðitúrum. Hér er fréttatilkynning frá þeim félögum: „Margir viðmælenda eru þekktir fyrir allt annað en laxveiði og kemur það mörgum vafalaust á óvart að stangveiði sé þeirra aðaláhugamál utan vinnu. Aðrir lifa og hrærast í stangveiði. Stórlaxarnir eru: Kristinn Sigmundsson, óperusöngvari, Ragnheiður Thorsteinsson, dagskrárgerðarmaður RÚV, Björn Kristinn Rúnarsson, verslunar- og leiðsögumaður, Njörður P. Njarðvík, prófessor og rithöfundur, Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri, Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari, og Árni Baldursson, framkvæmdastjóri. Inngang skrifar Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Í bókinni eru 48 litsíður þar sem gefur að líta myndir af öllum stórlöxunum í sínu náttúrulega umhverfi, ef svo má að orði komast. Þar má einnig sjá ýmsa aðra góða menn og konur við veiðar. Kunnastir eru vafalaust Haraldur Noregskonungur og Eric Clapton tónlistarmaður. Höfundar bókarinnar eru þekktir blaðamenn og forfallnir veiðiáhugamenn, Gunnar Bender og Þór Jónsson, sem hafa báðir skrifað veiðibækur áður en leiða nú í fyrsta sinn saman hesta sína. Afraksturinn er forvitnileg, stórskemmtileg og vel stíluð bók fyrir alla veiðimenn – og hina líka. Til dæmis hafa sumir viðmælenda í bókinni ekki fyrr veitt viðtöl um veiðiáhuga sinn. Hér er sagt frá veiði og veiðiskap sem vera ber en einnig hvað tafði Ólaf frá því að fara á fæðingardeildina, hugljómun Ragnheiðar í drullupytti, heimsókn Guðmundar á slysadeild, áliti Kristins á því hvort fiskar hafi fögur hljóð, siðaboðskap Njarðar, leiðsögn Björns með auðkýfingi sem vildi veiða þar sem ekki var fisk að fá, hvers vegna Árni fleygði sér yfir peningahrúgu á gólfinu o.fl. o.fl. Magnar litmyndir, sumar úr einkasöfnum, aðrar teknar sérstaklega fyrir bókina, gera hann enn glæsilegri og eigulegri en ella. Hér ber vel í veiði. Tindur bókaútgáfa gefur bókina út. Hún er 139 blaðsíður að lengd. Þrándur í Götu annaðist kápuhönnun og umbrot og Prentmiðlun prentun.“ Við óskum þeim til hamingju með bókina. Stangveiði Mest lesið Hugleiðingar um netaveiði á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár Veiði 8 laxar á land í úrhellis rigningu við Ytri Rangá Veiði Veiðitorg að toppa úrvalið Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Þar sem 50 punda laxar rífa í flugurnar Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Stöðug sjóbleikjuveiði í Hvalvatnsfirði Veiði Veiddu vel á léttklæddar flugur Veiði Lúsugur lax 82 km frá sjó Veiði Veiðimenn vilja elda sjálfir Veiði
Gunnar Bender og Þór Jónsson voru nýlega að gefa út bókina Stórlaxar. Þar er að finna viðtöl við þekkta veiðimenn sem og frásagnir þeirra af skemmtilegum veiðitúrum. Hér er fréttatilkynning frá þeim félögum: „Margir viðmælenda eru þekktir fyrir allt annað en laxveiði og kemur það mörgum vafalaust á óvart að stangveiði sé þeirra aðaláhugamál utan vinnu. Aðrir lifa og hrærast í stangveiði. Stórlaxarnir eru: Kristinn Sigmundsson, óperusöngvari, Ragnheiður Thorsteinsson, dagskrárgerðarmaður RÚV, Björn Kristinn Rúnarsson, verslunar- og leiðsögumaður, Njörður P. Njarðvík, prófessor og rithöfundur, Ólafur Rögnvaldsson, framkvæmdastjóri, Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari, og Árni Baldursson, framkvæmdastjóri. Inngang skrifar Bjarni Júlíusson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Í bókinni eru 48 litsíður þar sem gefur að líta myndir af öllum stórlöxunum í sínu náttúrulega umhverfi, ef svo má að orði komast. Þar má einnig sjá ýmsa aðra góða menn og konur við veiðar. Kunnastir eru vafalaust Haraldur Noregskonungur og Eric Clapton tónlistarmaður. Höfundar bókarinnar eru þekktir blaðamenn og forfallnir veiðiáhugamenn, Gunnar Bender og Þór Jónsson, sem hafa báðir skrifað veiðibækur áður en leiða nú í fyrsta sinn saman hesta sína. Afraksturinn er forvitnileg, stórskemmtileg og vel stíluð bók fyrir alla veiðimenn – og hina líka. Til dæmis hafa sumir viðmælenda í bókinni ekki fyrr veitt viðtöl um veiðiáhuga sinn. Hér er sagt frá veiði og veiðiskap sem vera ber en einnig hvað tafði Ólaf frá því að fara á fæðingardeildina, hugljómun Ragnheiðar í drullupytti, heimsókn Guðmundar á slysadeild, áliti Kristins á því hvort fiskar hafi fögur hljóð, siðaboðskap Njarðar, leiðsögn Björns með auðkýfingi sem vildi veiða þar sem ekki var fisk að fá, hvers vegna Árni fleygði sér yfir peningahrúgu á gólfinu o.fl. o.fl. Magnar litmyndir, sumar úr einkasöfnum, aðrar teknar sérstaklega fyrir bókina, gera hann enn glæsilegri og eigulegri en ella. Hér ber vel í veiði. Tindur bókaútgáfa gefur bókina út. Hún er 139 blaðsíður að lengd. Þrándur í Götu annaðist kápuhönnun og umbrot og Prentmiðlun prentun.“ Við óskum þeim til hamingju með bókina.
Stangveiði Mest lesið Hugleiðingar um netaveiði á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár Veiði 8 laxar á land í úrhellis rigningu við Ytri Rangá Veiði Veiðitorg að toppa úrvalið Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Þar sem 50 punda laxar rífa í flugurnar Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Stöðug sjóbleikjuveiði í Hvalvatnsfirði Veiði Veiddu vel á léttklæddar flugur Veiði Lúsugur lax 82 km frá sjó Veiði Veiðimenn vilja elda sjálfir Veiði