Fengu verðlaun fyrir tölvuleikinn Relocator 15. nóvember 2011 10:56 Sigurvegarar keppninnar. Nýverið lauk leikjahönnunarkeppninni Game Creator á vegum Icelandic Gaming Industry. Keppnin hófst formlega í byrjun september, að því er fram kemur í tilkynningu, „þar sem keppendur áttu kost á því að mæta á vinnustofur á vegum IGI til að fá aðstoð og álit á sinni vinnu. Vinnustofurnar voru fjórar í heild sinni þar sem fjallað var um leikjahönnun, forritun, frumgerðarsmíði og lokavinnustofa tileinkuð ahliða aðstoð og álitagjöf. Umsjón vinnustofanna var í höndum reyndra aðila úr iðnaðinum, m.a. frá fyrirtækjunum CCP Games og Gogogic.“ Þá segir að sex metnaðarfullum verkefnum hafi verið skilað inn til dómnefndar, sem samanstóð af dósentum við tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands, starfsmönnum CCP Games og Plain Vanilla og fulltrúa úr sigurliði síðustu keppni. Verkefnin fólu í sér virkar leikjafrumgerðir ásamt lýsingum og hugmyndum á frekari úrbótum og vinnslu fyrir leikinn. Úrslitin voru kunngerð síðastliðinn fimmtudag við hátíðlega athöfn í Háskóla Reykjavíkur. Sigurvegari keppninnar var liðið Orthus Games með leikinn „Relocator". Meðlimir liðsins eru þeir Tyrfingur Sigurðsson (til vinstri á myndinni), Burkni Óskarsson (fyrir miðju) og Ingþór Hjálmarsson (til hægri). „Í verðlaun hlutu þeir 4 mánaða veru hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, tölvu frá Samsung setrinu og 100 þúsund króna peningastyrk frá Landsbankanum. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir listræna hönnun og hlaut liðið Forever Alone þann heiður fyrir leikinn Deadguy. Liðið skipar einn keppandi, Einar Kristján Bridde, og fékk hann Kinect hreyfiskynjara frá Microsoft að launum.“ Leikjavísir Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Nýverið lauk leikjahönnunarkeppninni Game Creator á vegum Icelandic Gaming Industry. Keppnin hófst formlega í byrjun september, að því er fram kemur í tilkynningu, „þar sem keppendur áttu kost á því að mæta á vinnustofur á vegum IGI til að fá aðstoð og álit á sinni vinnu. Vinnustofurnar voru fjórar í heild sinni þar sem fjallað var um leikjahönnun, forritun, frumgerðarsmíði og lokavinnustofa tileinkuð ahliða aðstoð og álitagjöf. Umsjón vinnustofanna var í höndum reyndra aðila úr iðnaðinum, m.a. frá fyrirtækjunum CCP Games og Gogogic.“ Þá segir að sex metnaðarfullum verkefnum hafi verið skilað inn til dómnefndar, sem samanstóð af dósentum við tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands, starfsmönnum CCP Games og Plain Vanilla og fulltrúa úr sigurliði síðustu keppni. Verkefnin fólu í sér virkar leikjafrumgerðir ásamt lýsingum og hugmyndum á frekari úrbótum og vinnslu fyrir leikinn. Úrslitin voru kunngerð síðastliðinn fimmtudag við hátíðlega athöfn í Háskóla Reykjavíkur. Sigurvegari keppninnar var liðið Orthus Games með leikinn „Relocator". Meðlimir liðsins eru þeir Tyrfingur Sigurðsson (til vinstri á myndinni), Burkni Óskarsson (fyrir miðju) og Ingþór Hjálmarsson (til hægri). „Í verðlaun hlutu þeir 4 mánaða veru hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, tölvu frá Samsung setrinu og 100 þúsund króna peningastyrk frá Landsbankanum. Sérstök verðlaun voru veitt fyrir listræna hönnun og hlaut liðið Forever Alone þann heiður fyrir leikinn Deadguy. Liðið skipar einn keppandi, Einar Kristján Bridde, og fékk hann Kinect hreyfiskynjara frá Microsoft að launum.“
Leikjavísir Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira