Valskonur halda sigurgöngu sinni áfram - unnu HK með sjö mörkum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2011 15:25 Dagný Skúladóttir. Íslandsmeistarar Vals héldu sigurgöngu sinni áfram í N1 deild kvenna þegar þær unnu sjö marka sigur á HK, 32-25, í toppslag í Digranesi. Valsliðið er búið að vinna alla fimm deildarleiki sína á tímabilinu en HK hefur ekki náð að fylgja eftir frábærum sigri á Fram í fyrstu umferðinni. Valsliðið lagði grunninn að sigrinum með því að ná átta marka forystu í hálfleik en HK-liðið gafst ekki upp og náði að minnka muninn í tvö mörk í seinni hálfleik. Valsliðið gerði síðan út um leikinn og vógu hraðaupphlaupsmörkin þungt enda urðu þau alls fimmtán í leiknum. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Dagný Skúladóttir skoruðu báðar 7 mörk fyrir Val í dag og Karólína Bæhrenz Gunnarsdóttir var með sex mörk. Elín Anna Baldursdóttir skoraði 7 mörk fyrir HK og þær Brynja Magnúsdóttir og Jóna Sigríður Halldórsdóttir voru með fimm mörk hvor. HK var yfir rétt í upphafi leiks en Valskonur komust síðan í 4-2 og 7-4 og virtust vera að stinga af. Þrjú mörk HK í röð jöfnuðu hinsvegar leikinn í 7-7 og Stefán Arnarson, þjálfari Vals ákvað að taka leikhlé. Stefán kveikti greinilega vel í sínum stelpum því þær svöruðu með því að skora sex mörk í röð og komast í 13-7. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fór á kostum í upphafi leiksins og skoraði sjö af fyrstu tíu mörkum Valsliðsins í leiknum. Valur var síðan komið með átta marka forystu í hálfleik, 17-9, þar sem HK-vörnin galopnaðist hvað eftir annað þegar HK-stelpurnar voru að reyna að loka á Önnu inn á línunni. Hrafnhildur Skúladóttir var líka að spila mjög vel í sókninni í fyrri hálfleiknum. HK skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum seinni hálfleiksins og náði að minnka muninn í 18-13. Valsliðið skoraði næstu tvö mörk en annar góður sprettur HK (8-3) kom muninum niður í þrjú mörk, 25-23. Valsliðið hélt áfram að nýta sér hraðaupphlaupin og komst aftur fimm mörkum yfir, 29-24 en átta af tólf mörkum liðsins í seinni hálfleik höfðu þarna komið úr hraðaupphlaupum. Valsliðið gerði síðan út um leikinn á lokakaflanum og unnu frekar öruggan sigur.HK - Valur 25-32 (9-17)Mörk HK: Elín Anna Baldursdóttir 7/3, Brynja Magnúsdóttir 5/4, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5, Elísa Ósk Viðarsdóttir 3, Heiðrún Björk Helgadóttir 2, Emma Havin Davoody 1, Elva Björg Arnarsdóttir 1, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1.Varin skot: Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir 16Mörk Vals: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 7, Dagný Skúladóttir 7, Karólína Bæhrenz Gunnarsdóttir 6, Hrafnhildur Skúladóttir 4/1, Þorgerður Anna Atladóttir 4, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 4/1.Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 15, Sunneva Einarsdóttir 4. Olís-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals héldu sigurgöngu sinni áfram í N1 deild kvenna þegar þær unnu sjö marka sigur á HK, 32-25, í toppslag í Digranesi. Valsliðið er búið að vinna alla fimm deildarleiki sína á tímabilinu en HK hefur ekki náð að fylgja eftir frábærum sigri á Fram í fyrstu umferðinni. Valsliðið lagði grunninn að sigrinum með því að ná átta marka forystu í hálfleik en HK-liðið gafst ekki upp og náði að minnka muninn í tvö mörk í seinni hálfleik. Valsliðið gerði síðan út um leikinn og vógu hraðaupphlaupsmörkin þungt enda urðu þau alls fimmtán í leiknum. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Dagný Skúladóttir skoruðu báðar 7 mörk fyrir Val í dag og Karólína Bæhrenz Gunnarsdóttir var með sex mörk. Elín Anna Baldursdóttir skoraði 7 mörk fyrir HK og þær Brynja Magnúsdóttir og Jóna Sigríður Halldórsdóttir voru með fimm mörk hvor. HK var yfir rétt í upphafi leiks en Valskonur komust síðan í 4-2 og 7-4 og virtust vera að stinga af. Þrjú mörk HK í röð jöfnuðu hinsvegar leikinn í 7-7 og Stefán Arnarson, þjálfari Vals ákvað að taka leikhlé. Stefán kveikti greinilega vel í sínum stelpum því þær svöruðu með því að skora sex mörk í röð og komast í 13-7. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fór á kostum í upphafi leiksins og skoraði sjö af fyrstu tíu mörkum Valsliðsins í leiknum. Valur var síðan komið með átta marka forystu í hálfleik, 17-9, þar sem HK-vörnin galopnaðist hvað eftir annað þegar HK-stelpurnar voru að reyna að loka á Önnu inn á línunni. Hrafnhildur Skúladóttir var líka að spila mjög vel í sókninni í fyrri hálfleiknum. HK skoraði fjögur af fyrstu fimm mörkum seinni hálfleiksins og náði að minnka muninn í 18-13. Valsliðið skoraði næstu tvö mörk en annar góður sprettur HK (8-3) kom muninum niður í þrjú mörk, 25-23. Valsliðið hélt áfram að nýta sér hraðaupphlaupin og komst aftur fimm mörkum yfir, 29-24 en átta af tólf mörkum liðsins í seinni hálfleik höfðu þarna komið úr hraðaupphlaupum. Valsliðið gerði síðan út um leikinn á lokakaflanum og unnu frekar öruggan sigur.HK - Valur 25-32 (9-17)Mörk HK: Elín Anna Baldursdóttir 7/3, Brynja Magnúsdóttir 5/4, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5, Elísa Ósk Viðarsdóttir 3, Heiðrún Björk Helgadóttir 2, Emma Havin Davoody 1, Elva Björg Arnarsdóttir 1, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1.Varin skot: Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir 16Mörk Vals: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 7, Dagný Skúladóttir 7, Karólína Bæhrenz Gunnarsdóttir 6, Hrafnhildur Skúladóttir 4/1, Þorgerður Anna Atladóttir 4, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 4/1.Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 15, Sunneva Einarsdóttir 4.
Olís-deild kvenna Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira