VSK á veiðileyfi? Karl Lúðvíksson skrifar 28. nóvember 2011 09:51 Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor skrifaði grein í fréttablaðið sl. föstudag sem vakið hefur mikla athygli. Víkur hann að skattlagningu á lax- og silungsveiðileyfi. Þar segir Þórólfur meðal annars:...Það sem vekur einna mesta athygli er undanþága vegna sölu veiðileyfa í ám og vötnum. Í framsögu um nefndarálit um frumvarpið sem varð að lögum 50/1988 sagði nefndarformaður fjárhags- og viðskiptanefndar m.a.: "Á fund nefndarinnar komu fulltrúar frá Landssambandi veiðifélaga og vöktu athygli á því að veiðihlunnindi eru mjög ríkur þáttur í tekjum bænda þeirra sem slík hlunnindi hafa? "Í framhaldinu hafa skattyfirvöld túlkað tekjur af veiðihlunnindum með sama hætti og um leigutekjur af fasteign væri að ræða þannig að sala laxveiðileyfa væri undanþegin virðisaukaskatti! Þess má geta að alþingismennirnir Jóhanna Sigurðardóttir og Rannveig Guðmundsdóttir lögðu fram tillögu um að veiðar í ám og vötnum væru virðisaukaskattsskyldar árið 1998.Sú tillaga náði ekki fram að ganga. Nú berast fregnir af mjög hækkandi verði á laxveiðileyfum. Þessi tekjuauki rennur að stórum hluta til eigenda veiðiréttarins. Sumir þeirra hafa kostað nokkru til að auka verðmæti eignar sinnar. Aðrir litlu. Hið opinbera kostar umfangsmikla rannsóknarstarfsemi og seiðauppeldi.Væri leiga á laxveiðihlunnindum virðisaukaskattsskyld kæmi innskattur vegna aðfanga og þjónustu sem veiðileyfasölunni fylgdi til frádráttar útskattinum með sama hætti og í annarri starfsemi. En álagning virðisaukaskatts myndi tæplega hafa í för með sér að umfang veiðileyfasölu breyttist. Að því leytinu er skárra að leggja virðisaukaskatt á laxveiðar en að leggja kolefnisskatt á framleiðslu kísiljárns, sé ætlunin að takmarka áhrif skattheimtunnar á atvinnulífsumsvif.Íslenskur landbúnaður tekur til sín umtalsverðar upphæðir úr ríkissjóði í formi beingreiðslna og styrkja af ýmsu tagi. Hagfræðistofnun tók saman upplýsingar um tekjur af sölu lax- og silungsveiðileyfa fyrir árið 2003 í skýrslu sem kom út 2004. Tekjur þá voru áætlaðar um 1 milljarður króna. Sé gert ráð fyrir að þessar tekjur fylgi gengi erlendra gjaldmiðla væru þær um 1,7 milljarðar króna á núverandi verðlagi. Undanþágan frá greiðslu virðisaukaskatts af sölu lax- og silungsveiðileyfa jafngildir þess vegna því að styrkir til íslensks landbúnaðar séu vantaldir um 300 til 400 milljónir króna í opinberum gögnum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði
Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor skrifaði grein í fréttablaðið sl. föstudag sem vakið hefur mikla athygli. Víkur hann að skattlagningu á lax- og silungsveiðileyfi. Þar segir Þórólfur meðal annars:...Það sem vekur einna mesta athygli er undanþága vegna sölu veiðileyfa í ám og vötnum. Í framsögu um nefndarálit um frumvarpið sem varð að lögum 50/1988 sagði nefndarformaður fjárhags- og viðskiptanefndar m.a.: "Á fund nefndarinnar komu fulltrúar frá Landssambandi veiðifélaga og vöktu athygli á því að veiðihlunnindi eru mjög ríkur þáttur í tekjum bænda þeirra sem slík hlunnindi hafa? "Í framhaldinu hafa skattyfirvöld túlkað tekjur af veiðihlunnindum með sama hætti og um leigutekjur af fasteign væri að ræða þannig að sala laxveiðileyfa væri undanþegin virðisaukaskatti! Þess má geta að alþingismennirnir Jóhanna Sigurðardóttir og Rannveig Guðmundsdóttir lögðu fram tillögu um að veiðar í ám og vötnum væru virðisaukaskattsskyldar árið 1998.Sú tillaga náði ekki fram að ganga. Nú berast fregnir af mjög hækkandi verði á laxveiðileyfum. Þessi tekjuauki rennur að stórum hluta til eigenda veiðiréttarins. Sumir þeirra hafa kostað nokkru til að auka verðmæti eignar sinnar. Aðrir litlu. Hið opinbera kostar umfangsmikla rannsóknarstarfsemi og seiðauppeldi.Væri leiga á laxveiðihlunnindum virðisaukaskattsskyld kæmi innskattur vegna aðfanga og þjónustu sem veiðileyfasölunni fylgdi til frádráttar útskattinum með sama hætti og í annarri starfsemi. En álagning virðisaukaskatts myndi tæplega hafa í för með sér að umfang veiðileyfasölu breyttist. Að því leytinu er skárra að leggja virðisaukaskatt á laxveiðar en að leggja kolefnisskatt á framleiðslu kísiljárns, sé ætlunin að takmarka áhrif skattheimtunnar á atvinnulífsumsvif.Íslenskur landbúnaður tekur til sín umtalsverðar upphæðir úr ríkissjóði í formi beingreiðslna og styrkja af ýmsu tagi. Hagfræðistofnun tók saman upplýsingar um tekjur af sölu lax- og silungsveiðileyfa fyrir árið 2003 í skýrslu sem kom út 2004. Tekjur þá voru áætlaðar um 1 milljarður króna. Sé gert ráð fyrir að þessar tekjur fylgi gengi erlendra gjaldmiðla væru þær um 1,7 milljarðar króna á núverandi verðlagi. Undanþágan frá greiðslu virðisaukaskatts af sölu lax- og silungsveiðileyfa jafngildir þess vegna því að styrkir til íslensks landbúnaðar séu vantaldir um 300 til 400 milljónir króna í opinberum gögnum. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði