Síðasta rjúpnahelgin framundan Karl Lúðvíksson skrifar 24. nóvember 2011 13:19 Mynd af www.lax-a.is Nú er síðasta rjúpnahelgin framundan og einhverjir veiðimenn sem eiga ennþá eftir að ná sér í jólamatinn, en flestir af þeim sem við höfum heyrt í eru komnir með sitt. Það sem hefur vakið sérstaka ánægju í samtölum við þessa veiðimenn er að nokkrir af þeim eru menn sem hafa í gegnum árin verið að skjóta 200-300 rjúpur en núna í ár látið sér nægja það sem þeir þurfa í matinn. Það er ánægjuefni að hófsemi sé loksins farin að verða "trendið" í veiðunum þar sem menn veiða sér til ánægju en ekki í keppni að magni. Þá hefur líka heyrst að ansi fáir veiðimenn stundi ennþá að selja bráð sína, og þess vegna hefur það verið erfitt fyrir þá sem veiða ekki rjúpur að fá einhverjar í jólamatinn. Eftirspurn eftir villibráð er þó síst minni en síðustu ár en margir eru farnir að snúa sér að gæs, hreindýri, önd og innfluttri villibráð sem má fá í nokkru útvali víða. Annars var misjafnt eftir landssvæðum hvar flestir gengu til rjúpna síðust helgi. Mikið var af mönnum í Hítardal eins og alltaf og menn að kroppa 1-4 rjúpur eftir daginn. Eitthvað var af mönnum á Holtavörðuheiði, eins í Dölunum, Húnaþingi og Skagafirði. En á austurlandi voru fáir á ferli á þeim svæðum sem við höfum haft fregnir af. ætli menn séu ekki bara komnir með kvótann þar og hættir? Stangveiði Mest lesið Skógá að vakna aftur til lífsins Veiði 25 punda stórlax af Nessvæðinu Veiði 98 sm lax úr Blöndu Veiði 79 laxa lokadagur í Eystri Rangá Veiði Sjóbirtingurinn byrjaður að ganga af krafti Veiði Steinsmýrarvötn komin til SVFR Veiði Lax komst ekki upp ána vegna öskuburðar Veiði 15 dagar eftir af veiðitímanum í Þingvallavatni Veiði 24 laxar á land við opnun Þjórsár Veiði Veiðin með Gunnari Bender - Grímsá Veiði
Nú er síðasta rjúpnahelgin framundan og einhverjir veiðimenn sem eiga ennþá eftir að ná sér í jólamatinn, en flestir af þeim sem við höfum heyrt í eru komnir með sitt. Það sem hefur vakið sérstaka ánægju í samtölum við þessa veiðimenn er að nokkrir af þeim eru menn sem hafa í gegnum árin verið að skjóta 200-300 rjúpur en núna í ár látið sér nægja það sem þeir þurfa í matinn. Það er ánægjuefni að hófsemi sé loksins farin að verða "trendið" í veiðunum þar sem menn veiða sér til ánægju en ekki í keppni að magni. Þá hefur líka heyrst að ansi fáir veiðimenn stundi ennþá að selja bráð sína, og þess vegna hefur það verið erfitt fyrir þá sem veiða ekki rjúpur að fá einhverjar í jólamatinn. Eftirspurn eftir villibráð er þó síst minni en síðustu ár en margir eru farnir að snúa sér að gæs, hreindýri, önd og innfluttri villibráð sem má fá í nokkru útvali víða. Annars var misjafnt eftir landssvæðum hvar flestir gengu til rjúpna síðust helgi. Mikið var af mönnum í Hítardal eins og alltaf og menn að kroppa 1-4 rjúpur eftir daginn. Eitthvað var af mönnum á Holtavörðuheiði, eins í Dölunum, Húnaþingi og Skagafirði. En á austurlandi voru fáir á ferli á þeim svæðum sem við höfum haft fregnir af. ætli menn séu ekki bara komnir með kvótann þar og hættir?
Stangveiði Mest lesið Skógá að vakna aftur til lífsins Veiði 25 punda stórlax af Nessvæðinu Veiði 98 sm lax úr Blöndu Veiði 79 laxa lokadagur í Eystri Rangá Veiði Sjóbirtingurinn byrjaður að ganga af krafti Veiði Steinsmýrarvötn komin til SVFR Veiði Lax komst ekki upp ána vegna öskuburðar Veiði 15 dagar eftir af veiðitímanum í Þingvallavatni Veiði 24 laxar á land við opnun Þjórsár Veiði Veiðin með Gunnari Bender - Grímsá Veiði