Englendingurinn Lee Westwood ætlar að spila bæði á Evrópumótaröðinni sem og á PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum á næsta golftímabili. Westwood var hættur að spila á PGA-mótaröðinni en honum finnst rétt að taka aftur þátt þar núna.
"Það er Ryder Cup ár og því fannst mér rétt að taka líka heilt tímabil í Bandaríkjunum," sagði Westwood sem stefnir á að komast í FedEx-bikarinn sem markar endalok PGA-tímabilsins og þar eru einnig miklir peningar í boði.
"FedEx-bikarinn var mjög spennandi í sjónvarpinu síðast og mig langar að vera með þar sem ég hef aldrei tekið þátt í mótinu."
Westwood er í þriðja sæti á heimslista kylfinga.
Westwood tekur aftur þátt á PGA-mótaröðinni

Mest lesið

Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn





„Við máttum ekki gefast upp“
Körfubolti



„Við elskum að spila hérna“
Fótbolti
