FH og Akureyri gerðu 29-29 jafntefli í N1 deild karla í handbolta í Kaplakrika í gærkvöldi en fyrir aðeins tíu dögum hafði FH unnið þrettán marka sigur, 34-21, í bikarleik liðanna á sama stað.
FH er í 3. sæti deildarinnar eftir þennan leik, tveimur stigum á eftir toppliðum Fram og Hauka sem mætast í Safamýrinni í kvöld. Akureyri er í 5. sætinu tveimur stigum á eftir FH.
Stefán Guðnason, varamarkvörður Akureyrar, var herja norðanmanna þegar hann varði víti FH-ingsins Þorkells Magnússonar þegar aðeins átta sekúndur voru eftir af leiknum.
Lokamínúturnar voru dramatískar þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft. Akureyri var 29-27 yfir þegar þrjár mínútur voru eftir en FH-ingar skoruðu tvö síðustu mörkin og tryggðu sér jafntefli.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í Kaplakrika í gærkvöldi og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
