Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Fram 25-24 Hjalti Þór Hreinsson á Akureyri skrifar 30. nóvember 2011 13:31 Akureyri vann mikilvægan heimasigur á Fram í N1-deild karla og komst þar með upp í tíu stig í deildinni. Leikurinn var ekki vel spilaður en Akureyri vann leikinn 25-24 eftir spennu undir lokin. Staðan í hálfleik var 12-10 fyrir Akureyri eftir slakan fyrri hálfleik. Markverðir Fram vörðu aðeins fimm skot en sóknarleikur liðsins var þó hvað slakastur. Alls fóru sex skot yfir markið, og nokkur skot beint á Sveinbjörn. Sóknarleikurinn var ótrúlega slakur á köflum, en samt náði Akureyri ekki að hrista Framara af sér. Ástæðan er slakur leikur Akureyrar, en liðið missti boltann oft klaufalega. Liðin spilaði aðeins betur en Fram, en mestu munaði um betri markvörslu. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi lengst af, en Akureyri var alltaf skrefinu á undan. Magnús varði vel í marki Fram og hélt þeim raunar inni í leiknum. Sóknin var litlu skárri hjá Fram en þeir refsuðu Akureyri fyrir mistök með nokkrum hraðaupphlaupum. Aftur gerðu Akureyringar sig sekir um kæruleysi. Heimamenn voru vel studdir af nálægt 900 áhorfendum en þeir innbyrtu að lokum mikilvægan sigur, 25-24 eftir að hafa verið sterkari allan leikinn. Þó munaði ekki miklu á liðunum, en gæði handboltans í kvöld voru lítil. Mikið um mistök og það var ótrúlegt að horfa upp á skot Framara sem voru mörg hver langt yfir eða framhjá. Eitt þeirra var úr víti. Magnús varði vel hjá Fram og þá spilaði Jóhann Karl vel. Aðrir eiga mikið inni, sér í lagi Róbert og Sigurður Eggertsson ásamt Arnari Birki. Hjá Akureyri var Oddur góður ásamt Sveinbirni í markinu. Þá skoraði Bjarni mikilvæg mörk og dró liðið áfram.Sveinbjörn: Besta afmælisgjöfin "Ég hef ekki fengið margar gjafir í dag en auðvitað er þetta besta afmælisgjöfin. Að fá að spila svona leik á þessum velli fyrir framan þessa áhorfendur, og taka tvö stig, er toppurinn," sagði markmaðurinn sem varði 21 skot, 47% markvarsla. "Þetta var ekki góður leikur en þetta þarf ekki alltaf að vera fallegt. Okkur er sama ef við vinnum. Fallegi handboltinn er lagður til hliðar en baráttan skilar sigrinum." "Þetta er gott skref fyrir sjálfstraustið, ekki síður en tvö góð stig." "Vörnin okkar var frábær í dag og ég hafði ótrúlega lítið að gera, þeir skutu mikið framhjá. Það er vörninni að þakka," sagði Sveinbjörn auðmjúkur. "Svona leikir féllu ekki með okkur í fyrra en vonandi er þetta það sem koma skal."Geir: Fer að minna á síðasta tímabil "Við vorum ekki að spila vel, ekki frekar en þeir. En það skiptir ekki öllu máli þegar maður vinnur. Þetta var ekki fallegur leikur, hann var mjög ójafn hjá mönnum. En við unnum fyrir rest og sýndum góðan karakter," sagði Geir. "Vonandi kemur þetta okkur á sama ról og í fyrra. Þessi leikur minnti á tímabilið í fyrra þegar við unnum alla leiki sem voru jafnir. Vonandi ger þetta að snúast okkur í hag núna." "Það er gríðarlega mikilvægt að vinna alla leiki fram að jólafríi núna, við ætlum okkur að taka Haukana hér heima næst líka," sagði hinn einhleypi Geir sem kvaðst þar með rokinn í ljós, enda árshátíð MA framundan.Ingimundur: Dýrt að tapa þessu "Það er dýrt að tapa þessum leik þar sem Akureyri var ekki að spila eins vel og þeir geta," sagði Ingimundur eftir leikinn. "Þetta var kaflaskiptur leikur en við vorum mjög óagaðir. Við náum ekki að spila vel nema í stuttum rispum. Við bökkuðum of mikið í vörninni og tókum ekki nógu vel á þeim sem gerði markmennina óörugga." "Sóknin var óörugg og agalaus. Það gekk vel þegar við stilltum upp en svo vorum við að taka óöguð skot. Það var margt sem féll ekki með okkur," sagði Ingimundur. Einar: Lögðum upp með að gera þetta ekki "Við nýtum færin okkar mjög illa, erum að skjóta illa og taka rangar ákvarðarnir," segir Einar Jónsson, þjálfari Fram. "Við töluðum um að gera þetta ekki en menn eru ekki nógu einbeittir eða ekki nógu klárir. Þá fer þetta svona. Það var ekki gæðastimpill á leiknum en þetta var hörku leikur sem hefði getað dottið hvoru megin sem var." "Þetta var stöngin út hjá okkur en stöngin inn hjá þeim. Akureyri var kannski með reynslumeiri menn undir lokin til að klára þetta og Bubbi varði mikilvæga bolta," sagði Einar. Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Akureyri vann mikilvægan heimasigur á Fram í N1-deild karla og komst þar með upp í tíu stig í deildinni. Leikurinn var ekki vel spilaður en Akureyri vann leikinn 25-24 eftir spennu undir lokin. Staðan í hálfleik var 12-10 fyrir Akureyri eftir slakan fyrri hálfleik. Markverðir Fram vörðu aðeins fimm skot en sóknarleikur liðsins var þó hvað slakastur. Alls fóru sex skot yfir markið, og nokkur skot beint á Sveinbjörn. Sóknarleikurinn var ótrúlega slakur á köflum, en samt náði Akureyri ekki að hrista Framara af sér. Ástæðan er slakur leikur Akureyrar, en liðið missti boltann oft klaufalega. Liðin spilaði aðeins betur en Fram, en mestu munaði um betri markvörslu. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi lengst af, en Akureyri var alltaf skrefinu á undan. Magnús varði vel í marki Fram og hélt þeim raunar inni í leiknum. Sóknin var litlu skárri hjá Fram en þeir refsuðu Akureyri fyrir mistök með nokkrum hraðaupphlaupum. Aftur gerðu Akureyringar sig sekir um kæruleysi. Heimamenn voru vel studdir af nálægt 900 áhorfendum en þeir innbyrtu að lokum mikilvægan sigur, 25-24 eftir að hafa verið sterkari allan leikinn. Þó munaði ekki miklu á liðunum, en gæði handboltans í kvöld voru lítil. Mikið um mistök og það var ótrúlegt að horfa upp á skot Framara sem voru mörg hver langt yfir eða framhjá. Eitt þeirra var úr víti. Magnús varði vel hjá Fram og þá spilaði Jóhann Karl vel. Aðrir eiga mikið inni, sér í lagi Róbert og Sigurður Eggertsson ásamt Arnari Birki. Hjá Akureyri var Oddur góður ásamt Sveinbirni í markinu. Þá skoraði Bjarni mikilvæg mörk og dró liðið áfram.Sveinbjörn: Besta afmælisgjöfin "Ég hef ekki fengið margar gjafir í dag en auðvitað er þetta besta afmælisgjöfin. Að fá að spila svona leik á þessum velli fyrir framan þessa áhorfendur, og taka tvö stig, er toppurinn," sagði markmaðurinn sem varði 21 skot, 47% markvarsla. "Þetta var ekki góður leikur en þetta þarf ekki alltaf að vera fallegt. Okkur er sama ef við vinnum. Fallegi handboltinn er lagður til hliðar en baráttan skilar sigrinum." "Þetta er gott skref fyrir sjálfstraustið, ekki síður en tvö góð stig." "Vörnin okkar var frábær í dag og ég hafði ótrúlega lítið að gera, þeir skutu mikið framhjá. Það er vörninni að þakka," sagði Sveinbjörn auðmjúkur. "Svona leikir féllu ekki með okkur í fyrra en vonandi er þetta það sem koma skal."Geir: Fer að minna á síðasta tímabil "Við vorum ekki að spila vel, ekki frekar en þeir. En það skiptir ekki öllu máli þegar maður vinnur. Þetta var ekki fallegur leikur, hann var mjög ójafn hjá mönnum. En við unnum fyrir rest og sýndum góðan karakter," sagði Geir. "Vonandi kemur þetta okkur á sama ról og í fyrra. Þessi leikur minnti á tímabilið í fyrra þegar við unnum alla leiki sem voru jafnir. Vonandi ger þetta að snúast okkur í hag núna." "Það er gríðarlega mikilvægt að vinna alla leiki fram að jólafríi núna, við ætlum okkur að taka Haukana hér heima næst líka," sagði hinn einhleypi Geir sem kvaðst þar með rokinn í ljós, enda árshátíð MA framundan.Ingimundur: Dýrt að tapa þessu "Það er dýrt að tapa þessum leik þar sem Akureyri var ekki að spila eins vel og þeir geta," sagði Ingimundur eftir leikinn. "Þetta var kaflaskiptur leikur en við vorum mjög óagaðir. Við náum ekki að spila vel nema í stuttum rispum. Við bökkuðum of mikið í vörninni og tókum ekki nógu vel á þeim sem gerði markmennina óörugga." "Sóknin var óörugg og agalaus. Það gekk vel þegar við stilltum upp en svo vorum við að taka óöguð skot. Það var margt sem féll ekki með okkur," sagði Ingimundur. Einar: Lögðum upp með að gera þetta ekki "Við nýtum færin okkar mjög illa, erum að skjóta illa og taka rangar ákvarðarnir," segir Einar Jónsson, þjálfari Fram. "Við töluðum um að gera þetta ekki en menn eru ekki nógu einbeittir eða ekki nógu klárir. Þá fer þetta svona. Það var ekki gæðastimpill á leiknum en þetta var hörku leikur sem hefði getað dottið hvoru megin sem var." "Þetta var stöngin út hjá okkur en stöngin inn hjá þeim. Akureyri var kannski með reynslumeiri menn undir lokin til að klára þetta og Bubbi varði mikilvæga bolta," sagði Einar.
Olís-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira