Nám í Mótun er tveggja ára tilraunastofa í samstarfi Myndlistaskólans í Reykjavík og Tækniskólans. Unnið er með leir og önnur efni, tengd honum. Námið er leið til BA-gráðu við evrópska samstarfsskóla.
Á föstudag opnar í Norræna húsinu samsýning 26 nemanda sem stunda námið. Verk nemenda spanna allt frá upphafi efnis til enda en á sýningunni má sjá verk tveggja hópa, annar hópurinn vinnur verk sem eru tengd minningum og eru unnin úr jarðleir. Hinn hópurinn vinnur verk sem tengd eru endalokum og eru í formi duftkerja. Þá stundaði hluti nemenda stundaði rannsóknarvinnu með íslensk jarðefni.
Í náminu öðlast nemendur skilning á möguleikum leirsins og starfsumhverfi hans, læra framleiðsluaðferðir, kynnast nýjum efnum og aðferðum við vinnslu. Nánari upplýsingar um námið má finna hér á síðu Myndlistarskólans.
Sýningin opnar í Norræna húsinu klukkan 17 á föstudag og stendur til 2. janúar 2012.
Hvernig vilt þú fara ofan í jörðina?
