Leikmaður Selfoss ætlar að kæra Eyjamanninn Hans Steinar Bjarnason skrifar 7. desember 2011 12:15 Mikil reiði kurrar í herbúðum karlaliðs Selfoss í handbolta eftir að aganefnd HSÍ vísaði frá máli sem stjórn sambandsins sendi vegna fólskulegs brots í leik ÍBV og Selfoss á dögunum. Á myndbandsupptöku frá leiknum sést þegar leikmaður ÍBV slær mótherja sinn í andlitið eftir að að Selfyssingurinn hafði losað sig við boltann. Dómarapar leiksins missti af atvikinu og var leikmanninum ekki refsað. Í úrskurði aganefndar segir meðal annars að um sé að ræða leikbrot en ekki agabrot. Erfitt sé að gera sér grein fyrir hve alvarlegt brotið var á umræddu myndbandi þó það virki mjög alvarlegt. Ljóst er þó að leikmaðurinn sem varð fyrir högginu lék það sem eftir var leiksins eins og ekkert hafi í skorist. Umræddur leikmaður Selfoss, Atli Kristinsson sagði í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 í morgun að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með vinnubrögð aganefndar HSÍ í þessu máli. Hann sjái sig því tilneyddan að leggja fram líkamsárásarkæru á hendur Davíð Þór Óskarssyni leikmanni ÍBV sem veitti honum umrætt högg í andlitið.Úrskurður aganefndar HSÍ 4. Mál nr. 8 frá síðasta fundi aganefndar. Erindi sem barst aganefnd frá stjórn HSÍ vegna atviks í leik ÍBV og Selfoss. Borist hefur greinargerð frá ÍBV. Í 5.gr. „Reglugerðar HSÍ um agamál" segir: „Það grundvallarregla að myndbandsupptökur skulu ekki notaðar við ákvörðun viðurlaga vegna agabrota. Ef það er hins vegar mat nefndarinnar að fyrirliggjandi gögn séu ófullnægjandi eða misvísandi sem grundvöllur er nefndinni heimilt að styðjast við myndbandsupptökur". Í 18.gr. sömu reglugerðar segir: „Stjórn eða framkvæmdastjóra HSÍ er heimilt að vísa til úrskurðar aganefndar atvikum sem skaðað geta ímynd handknattleiksíþróttarinnar eða þeirra sem taka þátt í leiknum. Slík atvik hafa þá ekki komið fram í atvkaskýrslu dómara eða eftirlitsmanns á kappleikjum en geta verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega." Það atvik sem stjórn HSÍ vísaði til aganefndar er leikbrot en ekki agabrot. Erfitt er að gera sér grein fyrir hve alvarlegt það var á myndbandi því er birtist á netinu þó það virki mjög alvarlegt. Ljóst er þó að leikmaðurinn sem varð fyrir því lék það sem eftir var leiksins eins og ekkert hafi í skorist. Jafnframt styðst aganefnd ekki við myndbandsupptökur í úrskurðum sínum nema í undantekningartilfellum og þá aðeins við myndbönd frá sjónvarpsstöðvum. Aganefnd telur hæpið að 18.gr. reglugerðarinnar eigi við um leikbrot því þar er fyrst og fremst átt við atvik á leikstað utan leiks eða annarsstaðar opinberlega. Það er grundvallarregla í handknattleik að ekki er refsað fyrir leikbrot eftir að leikur hefur verið flautaður af. Aganefnd tekur ekki afstöðu að svo komnu máli um hvort hún er vanhæf í þessu máli en það álit kemur fram í greinargerð frá ÍBV. Niðurstaða aganefndar er að málinu er vísað frá. Olís-deild karla Tengdar fréttir Fólskulegt brot í handboltaleik í Eyjum - fékk einn á lúðurinn Dómaranefnd HSÍ ætlar að endurskoða áherslur í dómgæslu eftir fólskulegt brot í leik á dögunum. Dómarar misstu af atvikinu. 23. nóvember 2011 21:27 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur Sjá meira
Mikil reiði kurrar í herbúðum karlaliðs Selfoss í handbolta eftir að aganefnd HSÍ vísaði frá máli sem stjórn sambandsins sendi vegna fólskulegs brots í leik ÍBV og Selfoss á dögunum. Á myndbandsupptöku frá leiknum sést þegar leikmaður ÍBV slær mótherja sinn í andlitið eftir að að Selfyssingurinn hafði losað sig við boltann. Dómarapar leiksins missti af atvikinu og var leikmanninum ekki refsað. Í úrskurði aganefndar segir meðal annars að um sé að ræða leikbrot en ekki agabrot. Erfitt sé að gera sér grein fyrir hve alvarlegt brotið var á umræddu myndbandi þó það virki mjög alvarlegt. Ljóst er þó að leikmaðurinn sem varð fyrir högginu lék það sem eftir var leiksins eins og ekkert hafi í skorist. Umræddur leikmaður Selfoss, Atli Kristinsson sagði í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 í morgun að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með vinnubrögð aganefndar HSÍ í þessu máli. Hann sjái sig því tilneyddan að leggja fram líkamsárásarkæru á hendur Davíð Þór Óskarssyni leikmanni ÍBV sem veitti honum umrætt högg í andlitið.Úrskurður aganefndar HSÍ 4. Mál nr. 8 frá síðasta fundi aganefndar. Erindi sem barst aganefnd frá stjórn HSÍ vegna atviks í leik ÍBV og Selfoss. Borist hefur greinargerð frá ÍBV. Í 5.gr. „Reglugerðar HSÍ um agamál" segir: „Það grundvallarregla að myndbandsupptökur skulu ekki notaðar við ákvörðun viðurlaga vegna agabrota. Ef það er hins vegar mat nefndarinnar að fyrirliggjandi gögn séu ófullnægjandi eða misvísandi sem grundvöllur er nefndinni heimilt að styðjast við myndbandsupptökur". Í 18.gr. sömu reglugerðar segir: „Stjórn eða framkvæmdastjóra HSÍ er heimilt að vísa til úrskurðar aganefndar atvikum sem skaðað geta ímynd handknattleiksíþróttarinnar eða þeirra sem taka þátt í leiknum. Slík atvik hafa þá ekki komið fram í atvkaskýrslu dómara eða eftirlitsmanns á kappleikjum en geta verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega." Það atvik sem stjórn HSÍ vísaði til aganefndar er leikbrot en ekki agabrot. Erfitt er að gera sér grein fyrir hve alvarlegt það var á myndbandi því er birtist á netinu þó það virki mjög alvarlegt. Ljóst er þó að leikmaðurinn sem varð fyrir því lék það sem eftir var leiksins eins og ekkert hafi í skorist. Jafnframt styðst aganefnd ekki við myndbandsupptökur í úrskurðum sínum nema í undantekningartilfellum og þá aðeins við myndbönd frá sjónvarpsstöðvum. Aganefnd telur hæpið að 18.gr. reglugerðarinnar eigi við um leikbrot því þar er fyrst og fremst átt við atvik á leikstað utan leiks eða annarsstaðar opinberlega. Það er grundvallarregla í handknattleik að ekki er refsað fyrir leikbrot eftir að leikur hefur verið flautaður af. Aganefnd tekur ekki afstöðu að svo komnu máli um hvort hún er vanhæf í þessu máli en það álit kemur fram í greinargerð frá ÍBV. Niðurstaða aganefndar er að málinu er vísað frá.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Fólskulegt brot í handboltaleik í Eyjum - fékk einn á lúðurinn Dómaranefnd HSÍ ætlar að endurskoða áherslur í dómgæslu eftir fólskulegt brot í leik á dögunum. Dómarar misstu af atvikinu. 23. nóvember 2011 21:27 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Fulham - Manchester City | Sækja að toppsætinu Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur Sjá meira
Fólskulegt brot í handboltaleik í Eyjum - fékk einn á lúðurinn Dómaranefnd HSÍ ætlar að endurskoða áherslur í dómgæslu eftir fólskulegt brot í leik á dögunum. Dómarar misstu af atvikinu. 23. nóvember 2011 21:27