Segir Selfossvirkjun hafa mikil áhrif á göngufisk Karl Lúðvíksson skrifar 5. desember 2011 11:01 Veitt á stöng í Ölfusá Mynd af www.svfr.is Út er komin skýrsla Veiðimálastofnunar um áhrif virkjunar við Selfoss á fiskistofna á vatnasvæði Hvítár- og Ölfusár. Nákvæm útfærsla virkjunar liggur ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdaraðila, Selfossveitum, yrði vatni Ölfusár veitt með stíflu tengt brúarmannvirki við Efri-Laugardælaeyju og leitt þaðan um göng eða skurð til virkjunar á vesturbakka árinnar og með útfalli til farvegs Ölfusár neðan við byggðina á Selfossi.Líkur eru til að virkjun þessi geti haft umtalsverð áhrif á umhverfið og vega þar áhrif á fisk og annað vatnalíf þungt. Áhrif á fisk eru tvenns konar. Búsvæði geta raskast og göngur fiska geta raskast. Skert rennsli á kafla í gegnum Selfoss getur haft áhrif á búsvæði þar og einnig fer ákveðin hluti árinnar undir lón, en búsvæði laxaseiða sem lenda í lónstæðinu eyðileggjast. Fyrstu niðurstöður á kortlagningu búsvæða í sumar og haust benda til að þessi svæði séu þýðingarmikil í framleiðslu laxfiska í Ölfusá en ekki er þekkt hver vægi þeirra er í heildarframleiðslu svæðisins.Ennfremur sýna þær niðurstöður að mest af fiskframleiðslu vatnasvæðisins á sér stað ofan lónstæðis virkjunarinnar. Það þýðir að það er afar mikilvægt að fiskgöngur raskist ekki. Án virkra mótvægisaðgerða yrði lokað fyrir gönguleið fiska upp ána. Það þýddi endalok þeirra göngufisstofna sem eru ofan stíflu. Hindrun yrði einnig á gönguleið fiska til sjávar. Slíkt gæti tafið gönguseiði og fullorðinn fisk á leið til sjávar. Slík töf getur valdið auknum afföllum og skert getu til að ganga til sjávar og lifa af í sjó. Einnig gæti fiskur á niðurleið lent í hverflum virkjunar sem getur valdið afföllum.Afföll í vélum virkjana eru háð fallhæð, gerð hverfla og stærð fisksins. Unnt er að áætla afföll í hverflum með reiknilíkani sem byggt er á reynslutölum. Virkjunin getur og valdið umtalsverðum neikvæðum áhrifum á veiðinýtingu ef fiskur tefst á ferð sinni upp ána framhjá kafla með skertu rennsli, upp fyrir stíflu og í gegnum inntakslón. Virkjunin veldur því miklu tjóni ef mótvægisaðgerðir eru ekki gerðar eða að þær virka ekki eins og til er ætlast.Lesa má skýrsluna í heild sinni Hér. Birt með góðfúslegu leyfi SVFRNákvæm útfærsla virkjunar liggur ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdaraðila, Selfossveitum, yrði vatni Ölfusár veitt með stíflu tengt brúarmannvirki við Efri-Laugardælaeyju og leitt þaðan um göng eða skurð til virkjunar á vesturbakka árinnar og með útfalli til farvegs Ölfusár neðan við byggðina á Selfossi.Nákvæm útfærsla virkjunar liggur ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdaraðila, Selfossveitum, yrði vatni Ölfusár veitt með stíflu tengt brúarmannvirki við Efri-Laugardælaeyju og leitt þaðan um göng eða skurð til virkjunar á vesturbakka árinnar og með útfalli til farvegs Ölfusár neðan við byggðina á Selfossi. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði
Út er komin skýrsla Veiðimálastofnunar um áhrif virkjunar við Selfoss á fiskistofna á vatnasvæði Hvítár- og Ölfusár. Nákvæm útfærsla virkjunar liggur ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdaraðila, Selfossveitum, yrði vatni Ölfusár veitt með stíflu tengt brúarmannvirki við Efri-Laugardælaeyju og leitt þaðan um göng eða skurð til virkjunar á vesturbakka árinnar og með útfalli til farvegs Ölfusár neðan við byggðina á Selfossi.Líkur eru til að virkjun þessi geti haft umtalsverð áhrif á umhverfið og vega þar áhrif á fisk og annað vatnalíf þungt. Áhrif á fisk eru tvenns konar. Búsvæði geta raskast og göngur fiska geta raskast. Skert rennsli á kafla í gegnum Selfoss getur haft áhrif á búsvæði þar og einnig fer ákveðin hluti árinnar undir lón, en búsvæði laxaseiða sem lenda í lónstæðinu eyðileggjast. Fyrstu niðurstöður á kortlagningu búsvæða í sumar og haust benda til að þessi svæði séu þýðingarmikil í framleiðslu laxfiska í Ölfusá en ekki er þekkt hver vægi þeirra er í heildarframleiðslu svæðisins.Ennfremur sýna þær niðurstöður að mest af fiskframleiðslu vatnasvæðisins á sér stað ofan lónstæðis virkjunarinnar. Það þýðir að það er afar mikilvægt að fiskgöngur raskist ekki. Án virkra mótvægisaðgerða yrði lokað fyrir gönguleið fiska upp ána. Það þýddi endalok þeirra göngufisstofna sem eru ofan stíflu. Hindrun yrði einnig á gönguleið fiska til sjávar. Slíkt gæti tafið gönguseiði og fullorðinn fisk á leið til sjávar. Slík töf getur valdið auknum afföllum og skert getu til að ganga til sjávar og lifa af í sjó. Einnig gæti fiskur á niðurleið lent í hverflum virkjunar sem getur valdið afföllum.Afföll í vélum virkjana eru háð fallhæð, gerð hverfla og stærð fisksins. Unnt er að áætla afföll í hverflum með reiknilíkani sem byggt er á reynslutölum. Virkjunin getur og valdið umtalsverðum neikvæðum áhrifum á veiðinýtingu ef fiskur tefst á ferð sinni upp ána framhjá kafla með skertu rennsli, upp fyrir stíflu og í gegnum inntakslón. Virkjunin veldur því miklu tjóni ef mótvægisaðgerðir eru ekki gerðar eða að þær virka ekki eins og til er ætlast.Lesa má skýrsluna í heild sinni Hér. Birt með góðfúslegu leyfi SVFRNákvæm útfærsla virkjunar liggur ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdaraðila, Selfossveitum, yrði vatni Ölfusár veitt með stíflu tengt brúarmannvirki við Efri-Laugardælaeyju og leitt þaðan um göng eða skurð til virkjunar á vesturbakka árinnar og með útfalli til farvegs Ölfusár neðan við byggðina á Selfossi.Nákvæm útfærsla virkjunar liggur ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdaraðila, Selfossveitum, yrði vatni Ölfusár veitt með stíflu tengt brúarmannvirki við Efri-Laugardælaeyju og leitt þaðan um göng eða skurð til virkjunar á vesturbakka árinnar og með útfalli til farvegs Ölfusár neðan við byggðina á Selfossi.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði