Með píslarvottorð í leikfimi Atli Fannar Bjarkason skrifar 3. desember 2011 12:02 Skólabörn í Reykjavík mega ekki fara með Faðir vorið í árlegum heimsóknum sínum í kirkjur borgarinnar. Þau mega raunar ekki taka þátt í neinum helgiathöfnum á skólatíma. Sóknarprestum finnst það hvorki gott né blessað. Í kristinni trú er m.a. að finna góðan boðskap sem er öllum hollur. Náungakærleikur og umburðarlyndi er á meðal þess sem kirkjunnarmenn predika, en þetta eru mannkostir sem börn eiga undir öllum kringumstæðum að tileinka sér heima fyrir og iðka í skólum (og annars staðar). Það er því algjör óþarfi að hleypa trúfélögum inn í skólana til þess að predika það sem börnin eiga að kunna. Boð og bönn Reykjavíkurborgar fóru fyrir brjóstið á biskupi Íslands og prestum. Séra Þórhallur Heimisson var sérstaklega sár og skrifaði bloggfærslu sem var veruleikafirrtari en túlkun Fyrstu Mósebókar á sköpun heimsins (og meðfylgjandi teikningar sem sýna Adam og Evu með nafla. Hvernig meikar það sens?). Kokhraustur sagði séra Þórhallur að nú væri sjálf fyrirgefningin bönnuð í skólum Reykjavíkur og að börnum væri hreinlega meinað að forðast hið illa og freistingar sem geta farið illa með þau í lífinu. Allt vegna þess að þau fara ekki með Faðir vorið í skólanum. Þórhallur var greinilega einn af þeim sem fengu píslarvottorð í leikfimi á grunnskólaárum sínum. Ekki veit ég hvers börn múslima, búddista, hindúa, konfúsíista, ásatrúarmanna, sjintóa og trúleysingja eiga að gjalda. Faðir vor er álíka viðeigandi vísa í eyrum þeirra og slagorðið „I'm loving it“ er fyrir grænmetisætur. Samkvæmt Þórhalli Heimissyni fara þessi guðsvoluðu börn út í lífið blinduð á freistingar og berskjölduð gagnvart hinu illa. Almáttugur! Samstarf skóla og þjóðkirkjunnar er tímaskekkja og Reykjavík er eina sveitarfélagið sem vill leiðrétta hana. Til upplýsingar eru sérstakar messur haldnar vikulega í krossmerktum glæsihýsum víða um land, einmitt svo fólk sem aðhyllist þessa trú geti iðkað hana. Fyrir hina er boðskapur Simpson-fjölskyldunnar alveg jafn vel til þess fallinn og Faðir vorið að teikna siðferðislínu fyrir börnin. En það er samt enginn brjálaður yfir því barnið sitt fái ekki að horfa á nógu marga Simpson-þætti í skólanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun
Skólabörn í Reykjavík mega ekki fara með Faðir vorið í árlegum heimsóknum sínum í kirkjur borgarinnar. Þau mega raunar ekki taka þátt í neinum helgiathöfnum á skólatíma. Sóknarprestum finnst það hvorki gott né blessað. Í kristinni trú er m.a. að finna góðan boðskap sem er öllum hollur. Náungakærleikur og umburðarlyndi er á meðal þess sem kirkjunnarmenn predika, en þetta eru mannkostir sem börn eiga undir öllum kringumstæðum að tileinka sér heima fyrir og iðka í skólum (og annars staðar). Það er því algjör óþarfi að hleypa trúfélögum inn í skólana til þess að predika það sem börnin eiga að kunna. Boð og bönn Reykjavíkurborgar fóru fyrir brjóstið á biskupi Íslands og prestum. Séra Þórhallur Heimisson var sérstaklega sár og skrifaði bloggfærslu sem var veruleikafirrtari en túlkun Fyrstu Mósebókar á sköpun heimsins (og meðfylgjandi teikningar sem sýna Adam og Evu með nafla. Hvernig meikar það sens?). Kokhraustur sagði séra Þórhallur að nú væri sjálf fyrirgefningin bönnuð í skólum Reykjavíkur og að börnum væri hreinlega meinað að forðast hið illa og freistingar sem geta farið illa með þau í lífinu. Allt vegna þess að þau fara ekki með Faðir vorið í skólanum. Þórhallur var greinilega einn af þeim sem fengu píslarvottorð í leikfimi á grunnskólaárum sínum. Ekki veit ég hvers börn múslima, búddista, hindúa, konfúsíista, ásatrúarmanna, sjintóa og trúleysingja eiga að gjalda. Faðir vor er álíka viðeigandi vísa í eyrum þeirra og slagorðið „I'm loving it“ er fyrir grænmetisætur. Samkvæmt Þórhalli Heimissyni fara þessi guðsvoluðu börn út í lífið blinduð á freistingar og berskjölduð gagnvart hinu illa. Almáttugur! Samstarf skóla og þjóðkirkjunnar er tímaskekkja og Reykjavík er eina sveitarfélagið sem vill leiðrétta hana. Til upplýsingar eru sérstakar messur haldnar vikulega í krossmerktum glæsihýsum víða um land, einmitt svo fólk sem aðhyllist þessa trú geti iðkað hana. Fyrir hina er boðskapur Simpson-fjölskyldunnar alveg jafn vel til þess fallinn og Faðir vorið að teikna siðferðislínu fyrir börnin. En það er samt enginn brjálaður yfir því barnið sitt fái ekki að horfa á nógu marga Simpson-þætti í skólanum.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun