Með píslarvottorð í leikfimi Atli Fannar Bjarkason skrifar 3. desember 2011 12:02 Skólabörn í Reykjavík mega ekki fara með Faðir vorið í árlegum heimsóknum sínum í kirkjur borgarinnar. Þau mega raunar ekki taka þátt í neinum helgiathöfnum á skólatíma. Sóknarprestum finnst það hvorki gott né blessað. Í kristinni trú er m.a. að finna góðan boðskap sem er öllum hollur. Náungakærleikur og umburðarlyndi er á meðal þess sem kirkjunnarmenn predika, en þetta eru mannkostir sem börn eiga undir öllum kringumstæðum að tileinka sér heima fyrir og iðka í skólum (og annars staðar). Það er því algjör óþarfi að hleypa trúfélögum inn í skólana til þess að predika það sem börnin eiga að kunna. Boð og bönn Reykjavíkurborgar fóru fyrir brjóstið á biskupi Íslands og prestum. Séra Þórhallur Heimisson var sérstaklega sár og skrifaði bloggfærslu sem var veruleikafirrtari en túlkun Fyrstu Mósebókar á sköpun heimsins (og meðfylgjandi teikningar sem sýna Adam og Evu með nafla. Hvernig meikar það sens?). Kokhraustur sagði séra Þórhallur að nú væri sjálf fyrirgefningin bönnuð í skólum Reykjavíkur og að börnum væri hreinlega meinað að forðast hið illa og freistingar sem geta farið illa með þau í lífinu. Allt vegna þess að þau fara ekki með Faðir vorið í skólanum. Þórhallur var greinilega einn af þeim sem fengu píslarvottorð í leikfimi á grunnskólaárum sínum. Ekki veit ég hvers börn múslima, búddista, hindúa, konfúsíista, ásatrúarmanna, sjintóa og trúleysingja eiga að gjalda. Faðir vor er álíka viðeigandi vísa í eyrum þeirra og slagorðið „I'm loving it“ er fyrir grænmetisætur. Samkvæmt Þórhalli Heimissyni fara þessi guðsvoluðu börn út í lífið blinduð á freistingar og berskjölduð gagnvart hinu illa. Almáttugur! Samstarf skóla og þjóðkirkjunnar er tímaskekkja og Reykjavík er eina sveitarfélagið sem vill leiðrétta hana. Til upplýsingar eru sérstakar messur haldnar vikulega í krossmerktum glæsihýsum víða um land, einmitt svo fólk sem aðhyllist þessa trú geti iðkað hana. Fyrir hina er boðskapur Simpson-fjölskyldunnar alveg jafn vel til þess fallinn og Faðir vorið að teikna siðferðislínu fyrir börnin. En það er samt enginn brjálaður yfir því barnið sitt fái ekki að horfa á nógu marga Simpson-þætti í skólanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun
Skólabörn í Reykjavík mega ekki fara með Faðir vorið í árlegum heimsóknum sínum í kirkjur borgarinnar. Þau mega raunar ekki taka þátt í neinum helgiathöfnum á skólatíma. Sóknarprestum finnst það hvorki gott né blessað. Í kristinni trú er m.a. að finna góðan boðskap sem er öllum hollur. Náungakærleikur og umburðarlyndi er á meðal þess sem kirkjunnarmenn predika, en þetta eru mannkostir sem börn eiga undir öllum kringumstæðum að tileinka sér heima fyrir og iðka í skólum (og annars staðar). Það er því algjör óþarfi að hleypa trúfélögum inn í skólana til þess að predika það sem börnin eiga að kunna. Boð og bönn Reykjavíkurborgar fóru fyrir brjóstið á biskupi Íslands og prestum. Séra Þórhallur Heimisson var sérstaklega sár og skrifaði bloggfærslu sem var veruleikafirrtari en túlkun Fyrstu Mósebókar á sköpun heimsins (og meðfylgjandi teikningar sem sýna Adam og Evu með nafla. Hvernig meikar það sens?). Kokhraustur sagði séra Þórhallur að nú væri sjálf fyrirgefningin bönnuð í skólum Reykjavíkur og að börnum væri hreinlega meinað að forðast hið illa og freistingar sem geta farið illa með þau í lífinu. Allt vegna þess að þau fara ekki með Faðir vorið í skólanum. Þórhallur var greinilega einn af þeim sem fengu píslarvottorð í leikfimi á grunnskólaárum sínum. Ekki veit ég hvers börn múslima, búddista, hindúa, konfúsíista, ásatrúarmanna, sjintóa og trúleysingja eiga að gjalda. Faðir vor er álíka viðeigandi vísa í eyrum þeirra og slagorðið „I'm loving it“ er fyrir grænmetisætur. Samkvæmt Þórhalli Heimissyni fara þessi guðsvoluðu börn út í lífið blinduð á freistingar og berskjölduð gagnvart hinu illa. Almáttugur! Samstarf skóla og þjóðkirkjunnar er tímaskekkja og Reykjavík er eina sveitarfélagið sem vill leiðrétta hana. Til upplýsingar eru sérstakar messur haldnar vikulega í krossmerktum glæsihýsum víða um land, einmitt svo fólk sem aðhyllist þessa trú geti iðkað hana. Fyrir hina er boðskapur Simpson-fjölskyldunnar alveg jafn vel til þess fallinn og Faðir vorið að teikna siðferðislínu fyrir börnin. En það er samt enginn brjálaður yfir því barnið sitt fái ekki að horfa á nógu marga Simpson-þætti í skólanum.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun