Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Grótta 29-17 Stefán Hirst í DB Schenkerhöllinni skrifar 1. desember 2011 14:42 Haukar héldu toppsæti sínu í N1-deildinni með auðveldum tólf marka sigri á slöku liði Gróttu í kvöld. Leikurinn fór hægt af stað og var nokkuð jafnræði með liðunum á upphafsmínútunum. Yfirburðir Hauka komu þó fljótt í ljós og voru þeir með þægilega sjö marka forystu eftir fyrri hálfleikinn sem einkenndist af varnarleik. Síðari hálfleikurinn var eign Hauka og áttu Gróttumenn engin svör við leik þeirra, hvorki í vörn né sókn. Hjá Haukum stóð Gylfi Gylfason upp úr í sóknarleiknum en hann skoraði ellefu mörk í leiknum. Haukar spiluðu einnig sterka vörn í leiknum og áttu Gróttumenn í stökustu vandræðum gegn henni. Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi, Birkir Ívar Guðmundsson var einnig mjög öflugur í markinu en hann varði tuttugu bolta í leiknum. Ljósu punktarnir hjá Gróttu voru fáir en liðið spilaði þó ágætis vörn á köflum ásamt því að markvarslan var ágæt. Sóknarleikur liðsins var þó í molum og væri best hægt að lýsa honum sem tilviljanakenndum. Grótta mætir Aftureldingu í næstu umferð í leik sem þeir verða að vinna ef þeir ætla sér að halda sæti sínu í deildinni.Héldum haus allan leikinn Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld sem reyndist á endanum auðveldur ,,Við þurftum að halda einbeitingu í kvöld og gerðum það. Birkir Ívar var góður í markinu og vörnin hélt vel. Maður þarf alltaf að varast vanmat gegn þessum liðum sem eiga að teljast slakari en við héldum haus í kvöld og kláruðum þetta með einbeitingu.” sagði Aron. Aron var einnig ánægður með gengi sinna manna að undanförnu og sagði hann liðið taka einn leik fyrir í einu ,,Við erum búnir að vera að spila nokkuð vel að undanförnu og erum búnir að vinna nokkra mikilvæga leiki sem er gott fyrir framhaldið. Við reynum þó að taka einn leik fyrir í einu og sjáum svo hvert það skilar okkur.” sagði Aron að lokum. Hræðilegur sóknarleikur í kvöld Guðfinnur Kristmannsson, þjálfari Gróttu var svekktur í leikslok en kallaði þó eftir þolinmæði. ,,Við áttum aldrei séns í kvöld og vorum alltof langt frá þeim í leiknum. Hræðilegur sóknarleikur okkar gerir það að verkum að við erum ekki með í þessum leik. Ég var þó nokkuð ánægður með vörnina, sérstaklega í fyrri hálfleik enda erum við búnir að vera að fara vel í hana í vikunni” sagði Guðfinnur. Guðfinnur kallaði eftir þolinmæði og sagði að Gróttu liðið væri að mótast ,,Við þurftum að búa til breidd fyrir tímabilið sem var ekki til staðar og það tekur allt tíma. Við erum að leyfa ungum uppöldum leikmönnum að spila sem er jákvætt.” sagði Guðfinnur að lokum.Auðveldur sigur í kvöld Gylfi Gylfason, leikmaður Hauka átti mjög góðan leik í kvöld og var ánægður með leik liðsins ,,Þetta var nokkuð létt í kvöld. Maður verður að halda haus gegn svona liðum og við gerðum það í dag. Það komst ekkert vanmat að hjá okkur í kvöld og við kláruðum þetta eins og menn” sagði Gylfi. Gylfi var virkilega öruggur í skotum sínum í leiknum og skoraði hann ellefu mörk. "Sóknarleikurinn var góður og liðið var að opna vel fyrir mig. Þetta var fínt í kvöld.” sagði Gylfi að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Haukar héldu toppsæti sínu í N1-deildinni með auðveldum tólf marka sigri á slöku liði Gróttu í kvöld. Leikurinn fór hægt af stað og var nokkuð jafnræði með liðunum á upphafsmínútunum. Yfirburðir Hauka komu þó fljótt í ljós og voru þeir með þægilega sjö marka forystu eftir fyrri hálfleikinn sem einkenndist af varnarleik. Síðari hálfleikurinn var eign Hauka og áttu Gróttumenn engin svör við leik þeirra, hvorki í vörn né sókn. Hjá Haukum stóð Gylfi Gylfason upp úr í sóknarleiknum en hann skoraði ellefu mörk í leiknum. Haukar spiluðu einnig sterka vörn í leiknum og áttu Gróttumenn í stökustu vandræðum gegn henni. Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi, Birkir Ívar Guðmundsson var einnig mjög öflugur í markinu en hann varði tuttugu bolta í leiknum. Ljósu punktarnir hjá Gróttu voru fáir en liðið spilaði þó ágætis vörn á köflum ásamt því að markvarslan var ágæt. Sóknarleikur liðsins var þó í molum og væri best hægt að lýsa honum sem tilviljanakenndum. Grótta mætir Aftureldingu í næstu umferð í leik sem þeir verða að vinna ef þeir ætla sér að halda sæti sínu í deildinni.Héldum haus allan leikinn Aron Kristjánsson þjálfari Hauka var að vonum ánægður með sigurinn í kvöld sem reyndist á endanum auðveldur ,,Við þurftum að halda einbeitingu í kvöld og gerðum það. Birkir Ívar var góður í markinu og vörnin hélt vel. Maður þarf alltaf að varast vanmat gegn þessum liðum sem eiga að teljast slakari en við héldum haus í kvöld og kláruðum þetta með einbeitingu.” sagði Aron. Aron var einnig ánægður með gengi sinna manna að undanförnu og sagði hann liðið taka einn leik fyrir í einu ,,Við erum búnir að vera að spila nokkuð vel að undanförnu og erum búnir að vinna nokkra mikilvæga leiki sem er gott fyrir framhaldið. Við reynum þó að taka einn leik fyrir í einu og sjáum svo hvert það skilar okkur.” sagði Aron að lokum. Hræðilegur sóknarleikur í kvöld Guðfinnur Kristmannsson, þjálfari Gróttu var svekktur í leikslok en kallaði þó eftir þolinmæði. ,,Við áttum aldrei séns í kvöld og vorum alltof langt frá þeim í leiknum. Hræðilegur sóknarleikur okkar gerir það að verkum að við erum ekki með í þessum leik. Ég var þó nokkuð ánægður með vörnina, sérstaklega í fyrri hálfleik enda erum við búnir að vera að fara vel í hana í vikunni” sagði Guðfinnur. Guðfinnur kallaði eftir þolinmæði og sagði að Gróttu liðið væri að mótast ,,Við þurftum að búa til breidd fyrir tímabilið sem var ekki til staðar og það tekur allt tíma. Við erum að leyfa ungum uppöldum leikmönnum að spila sem er jákvætt.” sagði Guðfinnur að lokum.Auðveldur sigur í kvöld Gylfi Gylfason, leikmaður Hauka átti mjög góðan leik í kvöld og var ánægður með leik liðsins ,,Þetta var nokkuð létt í kvöld. Maður verður að halda haus gegn svona liðum og við gerðum það í dag. Það komst ekkert vanmat að hjá okkur í kvöld og við kláruðum þetta eins og menn” sagði Gylfi. Gylfi var virkilega öruggur í skotum sínum í leiknum og skoraði hann ellefu mörk. "Sóknarleikurinn var góður og liðið var að opna vel fyrir mig. Þetta var fínt í kvöld.” sagði Gylfi að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira