Eldum saman hlýtur hin eftirsóttu Gourmand-verðlaun 15. desember 2011 12:00 Eldum saman eftir Guðmund Finnbogason. Matreiðslubókin Eldum saman eftir Guðmund Finnbogason var á dögunum valin besta barna- og fjölskyldumatreiðslubókin á Íslandi 2011. „Mikill heiður þykir að vinna til Gourmand-verðlauna enda gríðarlegur fjöldi matreiðslubóka frá öllum heimshornum sem keppa um verðlaunin ár hvert. Sigurvegarar hvers lands keppa svo áfram í sínum flokki og eiga möguleika á að verða valdar bestu matreiðslubækur í heimi það árið en úrslitin verða tilkynnt á matreiðslubókamessunni í París snemma á næsta ári,“ segir í fréttatilkynningu. Bókin er eftir Guðmund Finnbogason heimilisfræðikennara í Laugarnesskóla, sem hefur á undanförnum árum haldið vinsæl matreiðslunámskeið fyrir börn og kennara. „Eldum saman er skemmtileg matreiðslubók með fjölbreyttum og girnilegum uppskriftum sem börn og foreldrar geta spreytt sig á. Í bókinni er mikill fróðleikur um mat og uppruna hans, skýringarmyndir og ítarefni um borðsiði og matreiðslu. Börn eru yfirleitt flinkari í eldhúsinu en fullorðna fólkið gerir sér grein fyrir og þau geta eldað alvöru mat, ekki síst ef foreldrarnir eru þeim innan handar. Eldamennska er frábært tækifæri fyrir fjölskylduna til að vera saman – og elda saman!.“ Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Matreiðslubókin Eldum saman eftir Guðmund Finnbogason var á dögunum valin besta barna- og fjölskyldumatreiðslubókin á Íslandi 2011. „Mikill heiður þykir að vinna til Gourmand-verðlauna enda gríðarlegur fjöldi matreiðslubóka frá öllum heimshornum sem keppa um verðlaunin ár hvert. Sigurvegarar hvers lands keppa svo áfram í sínum flokki og eiga möguleika á að verða valdar bestu matreiðslubækur í heimi það árið en úrslitin verða tilkynnt á matreiðslubókamessunni í París snemma á næsta ári,“ segir í fréttatilkynningu. Bókin er eftir Guðmund Finnbogason heimilisfræðikennara í Laugarnesskóla, sem hefur á undanförnum árum haldið vinsæl matreiðslunámskeið fyrir börn og kennara. „Eldum saman er skemmtileg matreiðslubók með fjölbreyttum og girnilegum uppskriftum sem börn og foreldrar geta spreytt sig á. Í bókinni er mikill fróðleikur um mat og uppruna hans, skýringarmyndir og ítarefni um borðsiði og matreiðslu. Börn eru yfirleitt flinkari í eldhúsinu en fullorðna fólkið gerir sér grein fyrir og þau geta eldað alvöru mat, ekki síst ef foreldrarnir eru þeim innan handar. Eldamennska er frábært tækifæri fyrir fjölskylduna til að vera saman – og elda saman!.“
Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira