Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 28-27 Stefán Árni Pálsson í Safamýri skrifar 11. desember 2011 13:20 Framarar unnu gríðarlega mikilvægan sigur, 28-27, gegn Val í Safamýrinni í dag, en leikurinn var nokkuð jafn allan tímann. Framarar eru því komnir með 14 stig í deildinni og því í öðru sæti. Einar Rafn Eiðsson skoraði sjö mörk fyrir Fram í leiknum sem og Anton Rúnarsson í Val. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og mikil harka var í leiknum. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 9-7 fyrir Framara. Valsmenn voru samt aldrei langt frá og var Hlynur Morthens, markvörður liðsins, að verja eins og skepna í hálfleiknum. Gestirnir í Val köstuðu boltanum oft á tíðum bara í hendurnar á leikmönnum Fram og fengu þá mark strax í bakið, en þetta var þeim dýrkeypt. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan orðin 13-10 fyrir heimamenn. Valsmenn settu þá í fimmta gírinn og náðu að jafna 14-14. Ingimundur Ingimundarson, leikmaður Fram, skoraði síðan síðasta mark hálfleiksins nokkrum sekúndum fyrir lok hans og því var staðan 15-14 í hálfleik. Fram var með ákveðið frumkvæði í síðari hálfleiknum og leiddu stóran hluta hálfleiksins. Valsmenn gáfust aldrei upp og voru alltaf við hælana á þeim. Þegar tvær mínútu voru eftir af leiknum var staðan 27-25 og þá skoruðu Framarar mikilvægt mark sem eiginlega kláraði leikinn. Valsmenn héldu samt áfram og náðu að minnka muninn í eitt mark, en lengra komust þeir ekki og því stóðu Framarar uppi sem sigurvegarar.Einar: Sýndum mikinn aga í sókninni, en það vantaði varnarlega„Þetta var geysilega mikilvægur sigur og frábært fyrir okkur að taka tvö stig,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir sigurinn í dag. „Mér fannst við fínir sóknarlega svona stóran hluta af leiknum en varnarleikurinn hjá okkur var alls ekki nægilega góður. Ég er bara virkilega ósáttur með varnarleikinn hjá okkur“. „Við erum ekki nægilega góðir maður á mann í vörninni, menn voru að rjúka út úr stöðum og ekki nægilega gott skipulag á varnarleiknum hjá okkur í dag“. „Við vorum verulega agalausir varnarlega í dag á meðan mikill agi einkenndi sóknarleik okkar, en það er kannski öfugt við leik okkar venjulega“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Óskar: Við ætlum okkur í úrslitakeppnina„Við vorum að elta þá nánast allan síðari hálfleikinn og það var okkur erfitt,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir tapið í dag. „Þeir voru svona skrefinu á undan en ég hefði viljað fá boltann þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum en þeir fengu heldur ódýrt fríkast“. „Þeir voru bara klókari í leiknum og við þurftum að hafa meira fyrir hlutunum en þeir í leiknum. Við erum með 16 tæknifeila í þessum leik sem er auðvita allt of mikið“. „Mér fannst aftur á móti halla vel á okkur í dómgæslunni og boltinn oft dæmdur ranglega af okkur. Það er mikil stígandi í spilamennsku okkar og menn að koma til baka úr meiðslum. Við ætlum okkur í þessa úrslitakeppni og erum með liðið til þess“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Óskar með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Sjá meira
Framarar unnu gríðarlega mikilvægan sigur, 28-27, gegn Val í Safamýrinni í dag, en leikurinn var nokkuð jafn allan tímann. Framarar eru því komnir með 14 stig í deildinni og því í öðru sæti. Einar Rafn Eiðsson skoraði sjö mörk fyrir Fram í leiknum sem og Anton Rúnarsson í Val. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og mikil harka var í leiknum. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 9-7 fyrir Framara. Valsmenn voru samt aldrei langt frá og var Hlynur Morthens, markvörður liðsins, að verja eins og skepna í hálfleiknum. Gestirnir í Val köstuðu boltanum oft á tíðum bara í hendurnar á leikmönnum Fram og fengu þá mark strax í bakið, en þetta var þeim dýrkeypt. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan orðin 13-10 fyrir heimamenn. Valsmenn settu þá í fimmta gírinn og náðu að jafna 14-14. Ingimundur Ingimundarson, leikmaður Fram, skoraði síðan síðasta mark hálfleiksins nokkrum sekúndum fyrir lok hans og því var staðan 15-14 í hálfleik. Fram var með ákveðið frumkvæði í síðari hálfleiknum og leiddu stóran hluta hálfleiksins. Valsmenn gáfust aldrei upp og voru alltaf við hælana á þeim. Þegar tvær mínútu voru eftir af leiknum var staðan 27-25 og þá skoruðu Framarar mikilvægt mark sem eiginlega kláraði leikinn. Valsmenn héldu samt áfram og náðu að minnka muninn í eitt mark, en lengra komust þeir ekki og því stóðu Framarar uppi sem sigurvegarar.Einar: Sýndum mikinn aga í sókninni, en það vantaði varnarlega„Þetta var geysilega mikilvægur sigur og frábært fyrir okkur að taka tvö stig,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir sigurinn í dag. „Mér fannst við fínir sóknarlega svona stóran hluta af leiknum en varnarleikurinn hjá okkur var alls ekki nægilega góður. Ég er bara virkilega ósáttur með varnarleikinn hjá okkur“. „Við erum ekki nægilega góðir maður á mann í vörninni, menn voru að rjúka út úr stöðum og ekki nægilega gott skipulag á varnarleiknum hjá okkur í dag“. „Við vorum verulega agalausir varnarlega í dag á meðan mikill agi einkenndi sóknarleik okkar, en það er kannski öfugt við leik okkar venjulega“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Óskar: Við ætlum okkur í úrslitakeppnina„Við vorum að elta þá nánast allan síðari hálfleikinn og það var okkur erfitt,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir tapið í dag. „Þeir voru svona skrefinu á undan en ég hefði viljað fá boltann þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum en þeir fengu heldur ódýrt fríkast“. „Þeir voru bara klókari í leiknum og við þurftum að hafa meira fyrir hlutunum en þeir í leiknum. Við erum með 16 tæknifeila í þessum leik sem er auðvita allt of mikið“. „Mér fannst aftur á móti halla vel á okkur í dómgæslunni og boltinn oft dæmdur ranglega af okkur. Það er mikil stígandi í spilamennsku okkar og menn að koma til baka úr meiðslum. Við ætlum okkur í þessa úrslitakeppni og erum með liðið til þess“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Óskar með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Sjá meira