Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 28-27 Stefán Árni Pálsson í Safamýri skrifar 11. desember 2011 13:20 Framarar unnu gríðarlega mikilvægan sigur, 28-27, gegn Val í Safamýrinni í dag, en leikurinn var nokkuð jafn allan tímann. Framarar eru því komnir með 14 stig í deildinni og því í öðru sæti. Einar Rafn Eiðsson skoraði sjö mörk fyrir Fram í leiknum sem og Anton Rúnarsson í Val. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og mikil harka var í leiknum. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 9-7 fyrir Framara. Valsmenn voru samt aldrei langt frá og var Hlynur Morthens, markvörður liðsins, að verja eins og skepna í hálfleiknum. Gestirnir í Val köstuðu boltanum oft á tíðum bara í hendurnar á leikmönnum Fram og fengu þá mark strax í bakið, en þetta var þeim dýrkeypt. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan orðin 13-10 fyrir heimamenn. Valsmenn settu þá í fimmta gírinn og náðu að jafna 14-14. Ingimundur Ingimundarson, leikmaður Fram, skoraði síðan síðasta mark hálfleiksins nokkrum sekúndum fyrir lok hans og því var staðan 15-14 í hálfleik. Fram var með ákveðið frumkvæði í síðari hálfleiknum og leiddu stóran hluta hálfleiksins. Valsmenn gáfust aldrei upp og voru alltaf við hælana á þeim. Þegar tvær mínútu voru eftir af leiknum var staðan 27-25 og þá skoruðu Framarar mikilvægt mark sem eiginlega kláraði leikinn. Valsmenn héldu samt áfram og náðu að minnka muninn í eitt mark, en lengra komust þeir ekki og því stóðu Framarar uppi sem sigurvegarar.Einar: Sýndum mikinn aga í sókninni, en það vantaði varnarlega„Þetta var geysilega mikilvægur sigur og frábært fyrir okkur að taka tvö stig,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir sigurinn í dag. „Mér fannst við fínir sóknarlega svona stóran hluta af leiknum en varnarleikurinn hjá okkur var alls ekki nægilega góður. Ég er bara virkilega ósáttur með varnarleikinn hjá okkur“. „Við erum ekki nægilega góðir maður á mann í vörninni, menn voru að rjúka út úr stöðum og ekki nægilega gott skipulag á varnarleiknum hjá okkur í dag“. „Við vorum verulega agalausir varnarlega í dag á meðan mikill agi einkenndi sóknarleik okkar, en það er kannski öfugt við leik okkar venjulega“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Óskar: Við ætlum okkur í úrslitakeppnina„Við vorum að elta þá nánast allan síðari hálfleikinn og það var okkur erfitt,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir tapið í dag. „Þeir voru svona skrefinu á undan en ég hefði viljað fá boltann þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum en þeir fengu heldur ódýrt fríkast“. „Þeir voru bara klókari í leiknum og við þurftum að hafa meira fyrir hlutunum en þeir í leiknum. Við erum með 16 tæknifeila í þessum leik sem er auðvita allt of mikið“. „Mér fannst aftur á móti halla vel á okkur í dómgæslunni og boltinn oft dæmdur ranglega af okkur. Það er mikil stígandi í spilamennsku okkar og menn að koma til baka úr meiðslum. Við ætlum okkur í þessa úrslitakeppni og erum með liðið til þess“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Óskar með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjá meira
Framarar unnu gríðarlega mikilvægan sigur, 28-27, gegn Val í Safamýrinni í dag, en leikurinn var nokkuð jafn allan tímann. Framarar eru því komnir með 14 stig í deildinni og því í öðru sæti. Einar Rafn Eiðsson skoraði sjö mörk fyrir Fram í leiknum sem og Anton Rúnarsson í Val. Jafnræði var á með liðunum til að byrja með og mikil harka var í leiknum. Þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 9-7 fyrir Framara. Valsmenn voru samt aldrei langt frá og var Hlynur Morthens, markvörður liðsins, að verja eins og skepna í hálfleiknum. Gestirnir í Val köstuðu boltanum oft á tíðum bara í hendurnar á leikmönnum Fram og fengu þá mark strax í bakið, en þetta var þeim dýrkeypt. Þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan orðin 13-10 fyrir heimamenn. Valsmenn settu þá í fimmta gírinn og náðu að jafna 14-14. Ingimundur Ingimundarson, leikmaður Fram, skoraði síðan síðasta mark hálfleiksins nokkrum sekúndum fyrir lok hans og því var staðan 15-14 í hálfleik. Fram var með ákveðið frumkvæði í síðari hálfleiknum og leiddu stóran hluta hálfleiksins. Valsmenn gáfust aldrei upp og voru alltaf við hælana á þeim. Þegar tvær mínútu voru eftir af leiknum var staðan 27-25 og þá skoruðu Framarar mikilvægt mark sem eiginlega kláraði leikinn. Valsmenn héldu samt áfram og náðu að minnka muninn í eitt mark, en lengra komust þeir ekki og því stóðu Framarar uppi sem sigurvegarar.Einar: Sýndum mikinn aga í sókninni, en það vantaði varnarlega„Þetta var geysilega mikilvægur sigur og frábært fyrir okkur að taka tvö stig,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir sigurinn í dag. „Mér fannst við fínir sóknarlega svona stóran hluta af leiknum en varnarleikurinn hjá okkur var alls ekki nægilega góður. Ég er bara virkilega ósáttur með varnarleikinn hjá okkur“. „Við erum ekki nægilega góðir maður á mann í vörninni, menn voru að rjúka út úr stöðum og ekki nægilega gott skipulag á varnarleiknum hjá okkur í dag“. „Við vorum verulega agalausir varnarlega í dag á meðan mikill agi einkenndi sóknarleik okkar, en það er kannski öfugt við leik okkar venjulega“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Óskar: Við ætlum okkur í úrslitakeppnina„Við vorum að elta þá nánast allan síðari hálfleikinn og það var okkur erfitt,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir tapið í dag. „Þeir voru svona skrefinu á undan en ég hefði viljað fá boltann þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum en þeir fengu heldur ódýrt fríkast“. „Þeir voru bara klókari í leiknum og við þurftum að hafa meira fyrir hlutunum en þeir í leiknum. Við erum með 16 tæknifeila í þessum leik sem er auðvita allt of mikið“. „Mér fannst aftur á móti halla vel á okkur í dómgæslunni og boltinn oft dæmdur ranglega af okkur. Það er mikil stígandi í spilamennsku okkar og menn að koma til baka úr meiðslum. Við ætlum okkur í þessa úrslitakeppni og erum með liðið til þess“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Óskar með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjá meira