Bíllinn í stofunni Pawel Bartoszek skrifar 7. janúar 2011 06:00 “Tíu ára drengur lést af völdum skotárasar í Kringlunni í dag. Hann var ekki í skotheldu vesti. Lögreglan vill brýna við foreldra og forráðamenn að senda börn sín aldrei ein út úr húsi og láta þau ávalt klæðast herhjálmi og hlífðarvesti þegar þau eru utandyra. Sérstaklega er bent á svokölluð tvöföld vesti sem samanstanda bæði af gróft og fínt ofnu lagi sílíkonþráða og geta, séu þau notuð rétt, varið börn jafnt fyrir byssukúlum, hnífsstungum sem og árásum með sýktum sprautunálum.Passið ykkur! Fíllinn í stofunni þegar kemur að umferðaröryggismálum er bíllinn. Þeir gangandi og hjólandi vegfarendur sem sem deyja eða slasast í umferðinn deyja vegna þess að bíll keyrir á þá. Það deyr enginn vegna þess að hann klæðist dökkri úlpu. Samt er alltaf reynt að snúa þessu á hvolf. Ef menn kjósa að klæðast ekki skærum trúðsfötum í skammdeginu til að ökumenn sjái þá þá eru þeir að biðja um að á þá sé ekið. Ef menn hjóla hjálmlausir þá gera þeir sjálfir sér um kennt ef þeir slasast. Ef barn hleypur út á götu og verður fyrir bíl þá er við barnið að sakast. Hér er ekki beðið um að gangandi fái undanþágu frá lögum og almennri skynsemi, en aðstöðumunur milli bíla og manna er samt auðvitað gríðarlegur. Bíll er tuttugufalt þyngri en maður. Hann fer tuttugu sinnum hraðar. Bílar eru hættulegir, gangandi vegfarendur eru það ekki. Það deyr enginn eða lamast þegar maður með göngustaf rekst utan í hann. Engu að síður er áherslan í umferðaröryggismálum helst á að hindra för gangandi vegfarenda. Reisa grindverk, lengja biðtíma á gatnamótum og skikka þá til að klæðast hallærislegum öryggibúnaði. Það þurfa allir alltaf að passa sig á fílnum í stofunni. Börn mega ekki fara í stofuna ein í því fíllinn gæti trampað á þeim. Allir þurfa að tala lágt til að styggja ekki fílinn. Ekki má taka fína stellið úr skápnum því fíllinn gæti brotið það. Hvernig væri að einhver spurði frekar: “Hvað í ósköpunum er þessi fíll að gera í stofunni hjá mér?”Meðvirkar stofnanir Því miður eru flestar stofnanir samfélagsins meðvirkar í þeim hugsunarhætti að miða allt út frá fílnum. Gangandi bíða lengi eftir græna kallinum svo fílahjörðin þurfi ekki að nema staðar að óþörfu. Græna ljósið logar það stutt að ungir og gamlir komast ekki yfir. Til að geta athafnað í umferðinni sem gangandi þurfa menn raunar að vera í frábæru formi og með skörp skilningarvit. Það sést best á því að yfir helmingur þeirra gangandi sem slasast alvarlega í umferðinni eru eldra fólk. Við lestur á lögregluskýrslum og skýrslum Rannsóknarnefndar umferðarslysa kemur oft þessi bílmiðaði, eða fílmiðaði, bjagi. Tökum nokkur dæmi. Keyrt í veg fyrir hjólreiðamann. Niðurstaða: Hjólreiðamaðurinn var ekki með hjálm. Keyrt á gangandi vegfaranda úr innkeyrslu í götu með 30 km hámarkshraða. Niðurstaða: Gangandi vegfarandinn hefði mátt passa sig betur. Ekið á konu á gangbraut. Niðurstaða: Konan var dökkklædd og með iPod. Hjólreiðamaður keyrður niður á þjóðvegi. Niðurstaða: Hjólreiðamaðurinn var ekki í nógu ljósum fötum. Dópisti keyrir á barn og stingur af. Niðurstaða: Foreldrar þurfa að passa að börn leiki sér ekki nálægt vegum. Gangandi vegfarandi nær ekki að komast yfir á grænu ljósi og verður fyrir bíl sem fer af stað. Niðurstaða: Gangandi vegfarandinn hefði mátt sýna meiri aðgát. Til að gæta sanngirni þá er ekki í öllum þessum tilfellum allri skuld skellt á mjúka vegfarendur. En tilhneygingin til að kenna hinum óakandi um eigin ófarir vera til staðar. Þeir fara út á akbraut geta sjálfir sér um kennt. Öll áherslan í umferðaröryggismálum ætti að vera á það að minnka þá hættu sem bílar valda fólki, og hvetja fólk til að spara óþarfar bílferðir og fara um eftir öðrum leiðum. Þess í stað dynur á okkur áróður um hve hættulegt sé að vera labbandi. Þeir klikkhausar sem það kjósa þurfa að merkja sig í bak og fyrir og klæðast hlífðarbúnaði. En umfram allt þurfa menn að passa sig. Á fílunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun
“Tíu ára drengur lést af völdum skotárasar í Kringlunni í dag. Hann var ekki í skotheldu vesti. Lögreglan vill brýna við foreldra og forráðamenn að senda börn sín aldrei ein út úr húsi og láta þau ávalt klæðast herhjálmi og hlífðarvesti þegar þau eru utandyra. Sérstaklega er bent á svokölluð tvöföld vesti sem samanstanda bæði af gróft og fínt ofnu lagi sílíkonþráða og geta, séu þau notuð rétt, varið börn jafnt fyrir byssukúlum, hnífsstungum sem og árásum með sýktum sprautunálum.Passið ykkur! Fíllinn í stofunni þegar kemur að umferðaröryggismálum er bíllinn. Þeir gangandi og hjólandi vegfarendur sem sem deyja eða slasast í umferðinn deyja vegna þess að bíll keyrir á þá. Það deyr enginn vegna þess að hann klæðist dökkri úlpu. Samt er alltaf reynt að snúa þessu á hvolf. Ef menn kjósa að klæðast ekki skærum trúðsfötum í skammdeginu til að ökumenn sjái þá þá eru þeir að biðja um að á þá sé ekið. Ef menn hjóla hjálmlausir þá gera þeir sjálfir sér um kennt ef þeir slasast. Ef barn hleypur út á götu og verður fyrir bíl þá er við barnið að sakast. Hér er ekki beðið um að gangandi fái undanþágu frá lögum og almennri skynsemi, en aðstöðumunur milli bíla og manna er samt auðvitað gríðarlegur. Bíll er tuttugufalt þyngri en maður. Hann fer tuttugu sinnum hraðar. Bílar eru hættulegir, gangandi vegfarendur eru það ekki. Það deyr enginn eða lamast þegar maður með göngustaf rekst utan í hann. Engu að síður er áherslan í umferðaröryggismálum helst á að hindra för gangandi vegfarenda. Reisa grindverk, lengja biðtíma á gatnamótum og skikka þá til að klæðast hallærislegum öryggibúnaði. Það þurfa allir alltaf að passa sig á fílnum í stofunni. Börn mega ekki fara í stofuna ein í því fíllinn gæti trampað á þeim. Allir þurfa að tala lágt til að styggja ekki fílinn. Ekki má taka fína stellið úr skápnum því fíllinn gæti brotið það. Hvernig væri að einhver spurði frekar: “Hvað í ósköpunum er þessi fíll að gera í stofunni hjá mér?”Meðvirkar stofnanir Því miður eru flestar stofnanir samfélagsins meðvirkar í þeim hugsunarhætti að miða allt út frá fílnum. Gangandi bíða lengi eftir græna kallinum svo fílahjörðin þurfi ekki að nema staðar að óþörfu. Græna ljósið logar það stutt að ungir og gamlir komast ekki yfir. Til að geta athafnað í umferðinni sem gangandi þurfa menn raunar að vera í frábæru formi og með skörp skilningarvit. Það sést best á því að yfir helmingur þeirra gangandi sem slasast alvarlega í umferðinni eru eldra fólk. Við lestur á lögregluskýrslum og skýrslum Rannsóknarnefndar umferðarslysa kemur oft þessi bílmiðaði, eða fílmiðaði, bjagi. Tökum nokkur dæmi. Keyrt í veg fyrir hjólreiðamann. Niðurstaða: Hjólreiðamaðurinn var ekki með hjálm. Keyrt á gangandi vegfaranda úr innkeyrslu í götu með 30 km hámarkshraða. Niðurstaða: Gangandi vegfarandinn hefði mátt passa sig betur. Ekið á konu á gangbraut. Niðurstaða: Konan var dökkklædd og með iPod. Hjólreiðamaður keyrður niður á þjóðvegi. Niðurstaða: Hjólreiðamaðurinn var ekki í nógu ljósum fötum. Dópisti keyrir á barn og stingur af. Niðurstaða: Foreldrar þurfa að passa að börn leiki sér ekki nálægt vegum. Gangandi vegfarandi nær ekki að komast yfir á grænu ljósi og verður fyrir bíl sem fer af stað. Niðurstaða: Gangandi vegfarandinn hefði mátt sýna meiri aðgát. Til að gæta sanngirni þá er ekki í öllum þessum tilfellum allri skuld skellt á mjúka vegfarendur. En tilhneygingin til að kenna hinum óakandi um eigin ófarir vera til staðar. Þeir fara út á akbraut geta sjálfir sér um kennt. Öll áherslan í umferðaröryggismálum ætti að vera á það að minnka þá hættu sem bílar valda fólki, og hvetja fólk til að spara óþarfar bílferðir og fara um eftir öðrum leiðum. Þess í stað dynur á okkur áróður um hve hættulegt sé að vera labbandi. Þeir klikkhausar sem það kjósa þurfa að merkja sig í bak og fyrir og klæðast hlífðarbúnaði. En umfram allt þurfa menn að passa sig. Á fílunum.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun