Tískubloggari hannar fyrir H&M 20. janúar 2011 06:00 Sænski tískubloggarinn Elin Kling, til vinstri, hefur hannað fatalínu í samstarfi við tískurisann H&M. Nordicphotos/Getty Sænski tískurisinn H&M hefur hannað sérstaka fatalínu í samstarfi við sænska tískubloggarann Elinu Kling og verður línan aðeins fáanleg í verslunum H&M í Svíþjóð. Þetta er í fyrsta sinn sem verslunin fær tískubloggara í lið með sér, en Kling er einn vinsælasti bloggari Svía. Línan inniheldur níu flíkur og er nútímaleg, einföld og látlaus og undir áhrifum frá hinum gamla bóhemastíl. Orðtækið „minna er meira“ á vel við línuna, sem tók rúmt ár að hanna. „Það er mikill heiður að vera fyrsti tískubloggarinn sem tekur að sér slíkt verkefni. Ég er mjög ánægð með útkomuna og línan endurspeglar vel minn persónulega stíl,“ skrifaði Kling á bloggsíðu sinni. Línan kemur í verslanir í Svíþjóð hinn 3. febrúar næstkomandi og er fullvíst að hennar verði beðið með mikilli eftirvæntingu.- sm Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Sænski tískurisinn H&M hefur hannað sérstaka fatalínu í samstarfi við sænska tískubloggarann Elinu Kling og verður línan aðeins fáanleg í verslunum H&M í Svíþjóð. Þetta er í fyrsta sinn sem verslunin fær tískubloggara í lið með sér, en Kling er einn vinsælasti bloggari Svía. Línan inniheldur níu flíkur og er nútímaleg, einföld og látlaus og undir áhrifum frá hinum gamla bóhemastíl. Orðtækið „minna er meira“ á vel við línuna, sem tók rúmt ár að hanna. „Það er mikill heiður að vera fyrsti tískubloggarinn sem tekur að sér slíkt verkefni. Ég er mjög ánægð með útkomuna og línan endurspeglar vel minn persónulega stíl,“ skrifaði Kling á bloggsíðu sinni. Línan kemur í verslanir í Svíþjóð hinn 3. febrúar næstkomandi og er fullvíst að hennar verði beðið með mikilli eftirvæntingu.- sm
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira