Mótmælaþjóðin Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 7. janúar 2011 06:00 Þegar þetta er skrifað hafa tæplega þrjátíu og fimm þúsund Íslendingar skráð nafn sitt á undirskriftalista gegn fyrirhuguðum vegtollum á Suðurlandi. Til samanburðar eru það rúmlega tíu þúsund fleiri en hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um þjóðaratkvæðagreiðslu um orkuauðlindir Íslands. Sannast þar með enn og aftur að Íslendingar taka aðeins þátt í mótmælum þegar þeirra eigin hagsmunum er ógnað með þráðbeinum hætti. Nú sér fólk fram á að þurfa að borga meira fyrir að keyra bílinn sinn - og þá verður allt vitlaust. Við erum ekki þjóðin sem mótmælir ranglátum eftirlaunafrumvörpum, sölu á auðlindum okkar eða niðurskurði í mennta- og heilbrigðiskerfinu í stórum stíl, þó litlir hópar reyni sem betur fer. En ráðist á einkabílinn og peningana, þá nennir fólk að gera eitthvað. Eða er fólk búið að gleyma því hvernig mótmælaárið 2008 byrjaði? Nefnilega með mótmælum vegna bensínhækkana. Einmitt. Ef það hefði nú verið það eina sem við hefðum þurft að hafa áhyggjur af... Ekki svo að skilja að ég hafi ekki alveg samúð með fólkinu sem þessir vegtollar munu koma hvað harðast niður á. Það er auðvitað fáránlega ósanngjarnt að hægt sé að valsa í gegnum margra milljarða króna göng úti á landi ókeypis en um leið og við nálgumst höfuðborgina á að skella á tollum á einfalda (eða tvöfalda) vegi. Enda eru samgöngumál málaflokkur sem virðist í hugum þónokkurra stjórnmálamanna eingöngu vera tæki til að ota sínum tota í kjördæminu. Og þá er alveg bannað að vera of hliðhollur höfuðborgarsvæðinu. Það sem er samt einna umhugsunarverðast í þessu öllu saman er hvers vegna við urðum samfélagið þar sem það er sjálfsagt mál að allir eigi bíl. Að það sé sjálfsagt mál að unglingar skuldsetji sig til að eignast fyrsta bílinn, að allir komi saman í pirringi yfir skorti á bílastæðum hér og þar. Að fólki þyki það algjörlega ómögulegt að notast við almenningssamgöngur, hvort sem er innan borgar eða utan. Af hverju teljum við sem ódýrasta notkun á einkabílnum til einhverra grundvallarmannréttinda? Og það er bannað að segja veðrið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðanir Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun
Þegar þetta er skrifað hafa tæplega þrjátíu og fimm þúsund Íslendingar skráð nafn sitt á undirskriftalista gegn fyrirhuguðum vegtollum á Suðurlandi. Til samanburðar eru það rúmlega tíu þúsund fleiri en hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um þjóðaratkvæðagreiðslu um orkuauðlindir Íslands. Sannast þar með enn og aftur að Íslendingar taka aðeins þátt í mótmælum þegar þeirra eigin hagsmunum er ógnað með þráðbeinum hætti. Nú sér fólk fram á að þurfa að borga meira fyrir að keyra bílinn sinn - og þá verður allt vitlaust. Við erum ekki þjóðin sem mótmælir ranglátum eftirlaunafrumvörpum, sölu á auðlindum okkar eða niðurskurði í mennta- og heilbrigðiskerfinu í stórum stíl, þó litlir hópar reyni sem betur fer. En ráðist á einkabílinn og peningana, þá nennir fólk að gera eitthvað. Eða er fólk búið að gleyma því hvernig mótmælaárið 2008 byrjaði? Nefnilega með mótmælum vegna bensínhækkana. Einmitt. Ef það hefði nú verið það eina sem við hefðum þurft að hafa áhyggjur af... Ekki svo að skilja að ég hafi ekki alveg samúð með fólkinu sem þessir vegtollar munu koma hvað harðast niður á. Það er auðvitað fáránlega ósanngjarnt að hægt sé að valsa í gegnum margra milljarða króna göng úti á landi ókeypis en um leið og við nálgumst höfuðborgina á að skella á tollum á einfalda (eða tvöfalda) vegi. Enda eru samgöngumál málaflokkur sem virðist í hugum þónokkurra stjórnmálamanna eingöngu vera tæki til að ota sínum tota í kjördæminu. Og þá er alveg bannað að vera of hliðhollur höfuðborgarsvæðinu. Það sem er samt einna umhugsunarverðast í þessu öllu saman er hvers vegna við urðum samfélagið þar sem það er sjálfsagt mál að allir eigi bíl. Að það sé sjálfsagt mál að unglingar skuldsetji sig til að eignast fyrsta bílinn, að allir komi saman í pirringi yfir skorti á bílastæðum hér og þar. Að fólki þyki það algjörlega ómögulegt að notast við almenningssamgöngur, hvort sem er innan borgar eða utan. Af hverju teljum við sem ódýrasta notkun á einkabílnum til einhverra grundvallarmannréttinda? Og það er bannað að segja veðrið.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun