„Spánverjarnir eru með rosalegan línumann sem þeir leita mikið að og þeir vinna mikið tveir og tveir með þessum línumanni. Það verður svakaleg barátta - kannski svipað og á móti Norðmönnum," segir Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í viðtali við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport.
Íslendingar mæta Spánverjum á mánudag í næst síðasta leiknum í milliriðli 1 en tvö efstu liðin komast í undanúrslit. Frakkar og Spánverjar eru með 5 stig en Íslendignar 4 og það er því mikið í húfi.
„Fyrst og fremst snýst þetta um að skoða okkur sjálfa og gíra okkur upp - við eigum nóg inni," segir Óskar m.a. í viðtalinu sem hægt er að skoða í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.
Bein útsending frá leik Íslands og Spánar hefst á Stöð 2 sport kl. 14.50 en HM þátturinn Þorsteinn J & gestir hefst kl. 14 og strax að loknum leik verður haldið áfram með umfjöllun um leikinn.
Þrír leikir verða sýndir á Stöð 2 sport á mánudag -
14.50 - Ísland - Spánn
17.30 Ungverjaland - Þýskaland (sýnt með seinkunn)
19.20 Noregur - Frakkland