Guðmundur: Dómararnir tóku af okkur sjö víti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2011 20:08 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari var ekki sáttur með serbnesku dómarana eftir 24-27 tap á móti Þjóðverjum í fyrsta leik liðsins í milliriðli á HM í handbolta í kvöld. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann Stöðvar 2 Sport, eftir leikinn. „Varnarleikurinn var ekki næginlega sannfærandi og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við það bætist að þeir skoruðu alltof mikið úr hröðum upphlaupum," sagði Guðmundur. „Við komum til baka í síðari hálfleik og lögðuðum varnarleikinn en það dugði ekki til. Við vorum komnir ansi nálægt þeim en það vantaði upp á að við næðum að fylgja því eftir," sagði Guðmundur. „Þjóðverjar spiluðu mjög vel og við náðum okkur ekki næginlega á strik í sókninni í síðari hálfleik. Við erum að skora einhver ellefu mörk á þá í síðari hálfleik og það er bara of lítið," sagði Guðmundur. „Við getum sjálfum okkur um kennt en við erum hundsvekktir með dómara leiksins og skiljum ekki þessa dómgæslu. Okkur finnst að það hafi verið tekin af okkur einhver sjö víti og það eru líka tekin af okkur mörk þegar þeir flauta á óskiljanlegan hátt þegar við erum að koma boltanum í netið. Það var líka dæmdur ruðningur á Alexander Petersson sem var algjört rugl," sagði Guðmundur og bætti við: „Þeir geta skoðað þetta á myndbandi og þá sjá þeir hvað var í gangi hérna," sagði Guðmundur. „Við erum mjög svekktir með dómgæsluna en við þurfum fyrst og síðast að kíkja á varnarleikinn okkar því það tók okkur of langan tíma að fá hann í gang. Nú er bara að halda áfram og taka næsta leik. Við förum ekki í gegnum þessa heimsmeistarakeppni taplausir þannig að við erum því búnir að taka það út," sagði Guðmundur en íslenska liðið mætir Spánverjum í næsta leik á mánudaginn. „Spænska liðið er ógnarsterkt og þeir unnu Norðmenn hérna áðan. Þegar þú ert kominn þetta langt þá þarftu að spila frábærlega í hverjum leik. Þetta eru frábær lið sem við erum að mæta núna og með betri handboltaliðum í heiminum í dag. Þegar þú ert kominn í milliriðill þá mætir þú góðum liðum því það eru ekkert eftir nema góð lið þar," sagði Guðmundur að lokum. Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari var ekki sáttur með serbnesku dómarana eftir 24-27 tap á móti Þjóðverjum í fyrsta leik liðsins í milliriðli á HM í handbolta í kvöld. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann Stöðvar 2 Sport, eftir leikinn. „Varnarleikurinn var ekki næginlega sannfærandi og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Við það bætist að þeir skoruðu alltof mikið úr hröðum upphlaupum," sagði Guðmundur. „Við komum til baka í síðari hálfleik og lögðuðum varnarleikinn en það dugði ekki til. Við vorum komnir ansi nálægt þeim en það vantaði upp á að við næðum að fylgja því eftir," sagði Guðmundur. „Þjóðverjar spiluðu mjög vel og við náðum okkur ekki næginlega á strik í sókninni í síðari hálfleik. Við erum að skora einhver ellefu mörk á þá í síðari hálfleik og það er bara of lítið," sagði Guðmundur. „Við getum sjálfum okkur um kennt en við erum hundsvekktir með dómara leiksins og skiljum ekki þessa dómgæslu. Okkur finnst að það hafi verið tekin af okkur einhver sjö víti og það eru líka tekin af okkur mörk þegar þeir flauta á óskiljanlegan hátt þegar við erum að koma boltanum í netið. Það var líka dæmdur ruðningur á Alexander Petersson sem var algjört rugl," sagði Guðmundur og bætti við: „Þeir geta skoðað þetta á myndbandi og þá sjá þeir hvað var í gangi hérna," sagði Guðmundur. „Við erum mjög svekktir með dómgæsluna en við þurfum fyrst og síðast að kíkja á varnarleikinn okkar því það tók okkur of langan tíma að fá hann í gang. Nú er bara að halda áfram og taka næsta leik. Við förum ekki í gegnum þessa heimsmeistarakeppni taplausir þannig að við erum því búnir að taka það út," sagði Guðmundur en íslenska liðið mætir Spánverjum í næsta leik á mánudaginn. „Spænska liðið er ógnarsterkt og þeir unnu Norðmenn hérna áðan. Þegar þú ert kominn þetta langt þá þarftu að spila frábærlega í hverjum leik. Þetta eru frábær lið sem við erum að mæta núna og með betri handboltaliðum í heiminum í dag. Þegar þú ert kominn í milliriðill þá mætir þú góðum liðum því það eru ekkert eftir nema góð lið þar," sagði Guðmundur að lokum.
Scroll-HM2011 Skroll-Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira