Keppendur úr Bocuse d'Or á Food and Fun 9. mars 2011 00:01 Þráinn Freyr Vigfússon varð í 7. sæti í Bocuse d'Or árið 2011. Þeir keppendur á Food and Fun í ár sem hafa tekið þátt í hinni frægu Bocuse d‘Or keppni eru Matti Jämsen frá Finnlandi og Chris Parsons frá Bandaríkjunum sem verið hefur einn af tólf útvöldum sem keppa í amerísku undankeppninni. Tveir dómaranna í ár hafa unnið gullverðlaunin í Bocuse d‘Or, þeir Sven Erik Renaa, sem vann gullið bæði 2000 og 2006, og Geir Skeie sem fékk gullið árið 2009. Michael Ginor hefur verið dómari í amerísku undankeppninni. Bocuse d’Or, virtasta matreiðslukeppni sem haldin er í heiminum, hefur verið haldin annað hvert ár síðan 1987 og komast færri þjóðir að en vilja. Þjóðir fá keppnisrétt eftir að hafa unnið forkeppni úr sinni heimsálfu, en fimm efstu sætin í sjálfri Bocuse d’Or-keppninni tryggja þeim þjóðum sjálfkrafa keppnisrétt í næstu keppni. Bocuse d’Or er oft kölluð hin eina sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu. Íslendingar hafa verið með í síðustu fimm skipti eða frá 1999 og er árangur þeirra vægast sagt glæsilegur og sýnir tölfræðin að Íslendingar eru í hópi sex bestu þjóða í heiminum í matreiðslu. Árið 1999 fór Sturla Birgisson sem frumkvöðull fyrir Íslands hönd og náði fimmta sætinu og ruddi þar með brautina fyrir næstu keppendur. Úrslit úr Bocuse d"Or 2011: 1. sæti - Danmörk, Rasmus Kofoed 2. sæti - Svíþjóð, Tommy Myllymaki 3. sæti - Noregur, Gunnar Hvarnes Þess má geta að Þráinn Freyr Vigfússon hafnaði í sjöunda sæti í síðustu keppni. Food and Fun Veitingastaðir Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Þeir keppendur á Food and Fun í ár sem hafa tekið þátt í hinni frægu Bocuse d‘Or keppni eru Matti Jämsen frá Finnlandi og Chris Parsons frá Bandaríkjunum sem verið hefur einn af tólf útvöldum sem keppa í amerísku undankeppninni. Tveir dómaranna í ár hafa unnið gullverðlaunin í Bocuse d‘Or, þeir Sven Erik Renaa, sem vann gullið bæði 2000 og 2006, og Geir Skeie sem fékk gullið árið 2009. Michael Ginor hefur verið dómari í amerísku undankeppninni. Bocuse d’Or, virtasta matreiðslukeppni sem haldin er í heiminum, hefur verið haldin annað hvert ár síðan 1987 og komast færri þjóðir að en vilja. Þjóðir fá keppnisrétt eftir að hafa unnið forkeppni úr sinni heimsálfu, en fimm efstu sætin í sjálfri Bocuse d’Or-keppninni tryggja þeim þjóðum sjálfkrafa keppnisrétt í næstu keppni. Bocuse d’Or er oft kölluð hin eina sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu. Íslendingar hafa verið með í síðustu fimm skipti eða frá 1999 og er árangur þeirra vægast sagt glæsilegur og sýnir tölfræðin að Íslendingar eru í hópi sex bestu þjóða í heiminum í matreiðslu. Árið 1999 fór Sturla Birgisson sem frumkvöðull fyrir Íslands hönd og náði fimmta sætinu og ruddi þar með brautina fyrir næstu keppendur. Úrslit úr Bocuse d"Or 2011: 1. sæti - Danmörk, Rasmus Kofoed 2. sæti - Svíþjóð, Tommy Myllymaki 3. sæti - Noregur, Gunnar Hvarnes Þess má geta að Þráinn Freyr Vigfússon hafnaði í sjöunda sæti í síðustu keppni.
Food and Fun Veitingastaðir Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira