Finnum meiri peninga! 1. apríl 2011 00:01 Venjulegum borgarbúum hlýtur að þykja upp til hópa afskaplega einkennilegt hvernig batterí eins og Orkuveita Reykjavíkur getur nánast farið á hliðina. Hlutverk hennar hljómar svo einfalt og eins og ekki sé hægt að klúðra því, jafnvel þó að heilt bankahrun hafi haft sitt að segja. Þessir sömu borgarbúar hafa þó líklega lært fyrir einhverju síðan að þegar kemur að borgarmálunum er allt mögulegt. Og þá á ég ekki við síðustu kosningar og það sem þeim hefur fylgt heldur það sem á undan gekk. Fjórir meirihlutar og jafn margir borgarstjórar á einu ári með öllu því rugli sem tilheyrði verður vonandi ekki leikið eftir á næstunni. Ætli það sé ekki meðal annars vandræðastaða Orkuveitunnar sem nú bitnar á okkur öllum á ýmsum öðrum vígstöðum. Ó ætli það ekki. Niðurskurður í grunnskólum er eitt þessara atriða og nú er að koma í ljós hvernig niðurskurðurinn hefur áhrif á skólastarfið. Þroskaþjálfum og öðru fólki sem ætlað er að aðstoða þá nemendur sem þurfa hvað mest á því að halda verður til dæmis sagt upp. Ekki öllum, en einhverjum. Þessar ráðstafanir koma niður á öllum börnunum og kennurum þeirra. Fleiri börn verða afskipt, það verður ekki mögulegt að sinna þeim sem skyldi. Þetta gerist á sama tíma og mikil umræða fer fram um skóla án aðgreiningar hér á landi. Bekkir verða sameinaðir, vegna þess að kennurum verður líka sagt upp. Það þýðir að fleiri nemendur verða í bekkjunum, og af því að ekki er aukin aðstoð við þau börn sem á þurfa að halda verður álagið á börnum og kennurum enn meira. Svo þegar kennarar og starfsfólk, sem verður þreyttara af því að börnin eru fleiri og aðstoðin minni, kemur á kennarastofur í frímínútur getur það ekki einu sinni fengið sér kaffi til að hressa sig við lengur – kaffivélar eru nefnilega of mikill lúxus í niðurskornum grunnskólum. Undarlegt nokk þá fundust peningar í sjóðum til að bjarga Orkuveitunni frá falli. Það hljóta þá að finnast í leiðinni peningar til að bjarga leikskólum, grunnskólum og tónlistarskólum, er það ekki alveg örugglega? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Venjulegum borgarbúum hlýtur að þykja upp til hópa afskaplega einkennilegt hvernig batterí eins og Orkuveita Reykjavíkur getur nánast farið á hliðina. Hlutverk hennar hljómar svo einfalt og eins og ekki sé hægt að klúðra því, jafnvel þó að heilt bankahrun hafi haft sitt að segja. Þessir sömu borgarbúar hafa þó líklega lært fyrir einhverju síðan að þegar kemur að borgarmálunum er allt mögulegt. Og þá á ég ekki við síðustu kosningar og það sem þeim hefur fylgt heldur það sem á undan gekk. Fjórir meirihlutar og jafn margir borgarstjórar á einu ári með öllu því rugli sem tilheyrði verður vonandi ekki leikið eftir á næstunni. Ætli það sé ekki meðal annars vandræðastaða Orkuveitunnar sem nú bitnar á okkur öllum á ýmsum öðrum vígstöðum. Ó ætli það ekki. Niðurskurður í grunnskólum er eitt þessara atriða og nú er að koma í ljós hvernig niðurskurðurinn hefur áhrif á skólastarfið. Þroskaþjálfum og öðru fólki sem ætlað er að aðstoða þá nemendur sem þurfa hvað mest á því að halda verður til dæmis sagt upp. Ekki öllum, en einhverjum. Þessar ráðstafanir koma niður á öllum börnunum og kennurum þeirra. Fleiri börn verða afskipt, það verður ekki mögulegt að sinna þeim sem skyldi. Þetta gerist á sama tíma og mikil umræða fer fram um skóla án aðgreiningar hér á landi. Bekkir verða sameinaðir, vegna þess að kennurum verður líka sagt upp. Það þýðir að fleiri nemendur verða í bekkjunum, og af því að ekki er aukin aðstoð við þau börn sem á þurfa að halda verður álagið á börnum og kennurum enn meira. Svo þegar kennarar og starfsfólk, sem verður þreyttara af því að börnin eru fleiri og aðstoðin minni, kemur á kennarastofur í frímínútur getur það ekki einu sinni fengið sér kaffi til að hressa sig við lengur – kaffivélar eru nefnilega of mikill lúxus í niðurskornum grunnskólum. Undarlegt nokk þá fundust peningar í sjóðum til að bjarga Orkuveitunni frá falli. Það hljóta þá að finnast í leiðinni peningar til að bjarga leikskólum, grunnskólum og tónlistarskólum, er það ekki alveg örugglega?
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun