Já fyrir atvinnu og uppbyggingu Ólafur Stephensen skrifar 9. apríl 2011 06:00 Hverjir ættu að setja krossinn við já á kjörseðlinum í Icesave-kosningunni í dag? Það ættu þeir klárlega að gera sem vilja ljúka stjórnmáladeilum og lögfræðiþrefi við nágranna- og vinaríki okkar og tryggja Íslandi þann stuðning og samstarf sem við þurfum á að halda til að vinna okkur út úr efnahagskreppunni. Þeir ættu sömuleiðis að kjósa já sem vilja ljúka Icesave-málinu með samningi og hafa þar með stjórn á niðurstöðunni og hversu dýr hún verður okkur. Ef höfðað verður dómsmál á hendur Íslandi, sem er nokkurn veginn öruggt kjósi meirihluti nei í dag, getur svo farið að niðurstaðan verði miklu dýrari en Icesave-samningurinn sem nú liggur fyrir. Það er vel skiljanlegt að fólki þyki súrt að þurfa að borga fyrir vondar ákvarðanir útrásarvíkinga og vanhæfra stjórnmála- og embættismanna, en annars vegar erum við nú þegar búin að borga miklu meira en nemur Icesave-samningnum og hins vegar viljum við ekki taka þá áhættu að enda með að borga meira en við þurfum. Þeir sem vilja snúa vörn í sókn gegn atvinnuleysinu og koma atvinnuuppbyggingu aftur á skrið ættu að segja já. Annars er hætta á að lánshæfiseinkunn Íslands falli og erlendar lántökur ríkissjóðs komist í uppnám. Þá verður áfram erfitt að fá peninga inn í landið, hvort heldur er erlent lánsfé eða beina fjárfestingu. Dragist málið á langinn fjölgar störfum því ekki eins og þarf og ekki verður heldur hægt að tryggja þá kaupmáttaraukningu almennings sem vonir standa til. Þar á ofan yrðu auknar byrðar lagðar á ríkissjóð, sem þýðir að minna yrði afgangs til að standa undir velferðarkerfinu og margvíslegri annarri opinberri þjónustu. Atkvæðagreiðslan í dag snýst um hvort Ísland hyggist standa skil á innistæðutryggingum Icesave-reikninganna, ekki eitthvað allt annað. Hún snýst til dæmis ekki um Evrópusambandið. Þeir sem vilja hindra að Ísland gangi í þann félagsskap fá tækifæri til að segja hug sinn í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan snýst ekki heldur um ríkisstjórnina. Þeir sem vilja losna við hana eiga alls ekki víst að kross við nei beri þann árangur. Stjórnarandstöðuna skortir afl á þingi til að bera fram vantraust á stjórnina. Hún hefur sjálf alls ekki gefið til kynna að nei í Icesave-kosningunni þýði að hún fari frá, ekki fremur en önnur tilefni sem stjórnin hefur fengið til að pakka saman og boða til kosninga. Þvert á móti er líklegast að stjórnin sitji sem fastast. Tilhugsunin um tvö ár enn af atvinnustefnu núverandi ríkisstjórnar og afleiðingar af höfnun Icesave-samkomulagsins þar ofan á er raunar lítt bærileg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun
Hverjir ættu að setja krossinn við já á kjörseðlinum í Icesave-kosningunni í dag? Það ættu þeir klárlega að gera sem vilja ljúka stjórnmáladeilum og lögfræðiþrefi við nágranna- og vinaríki okkar og tryggja Íslandi þann stuðning og samstarf sem við þurfum á að halda til að vinna okkur út úr efnahagskreppunni. Þeir ættu sömuleiðis að kjósa já sem vilja ljúka Icesave-málinu með samningi og hafa þar með stjórn á niðurstöðunni og hversu dýr hún verður okkur. Ef höfðað verður dómsmál á hendur Íslandi, sem er nokkurn veginn öruggt kjósi meirihluti nei í dag, getur svo farið að niðurstaðan verði miklu dýrari en Icesave-samningurinn sem nú liggur fyrir. Það er vel skiljanlegt að fólki þyki súrt að þurfa að borga fyrir vondar ákvarðanir útrásarvíkinga og vanhæfra stjórnmála- og embættismanna, en annars vegar erum við nú þegar búin að borga miklu meira en nemur Icesave-samningnum og hins vegar viljum við ekki taka þá áhættu að enda með að borga meira en við þurfum. Þeir sem vilja snúa vörn í sókn gegn atvinnuleysinu og koma atvinnuuppbyggingu aftur á skrið ættu að segja já. Annars er hætta á að lánshæfiseinkunn Íslands falli og erlendar lántökur ríkissjóðs komist í uppnám. Þá verður áfram erfitt að fá peninga inn í landið, hvort heldur er erlent lánsfé eða beina fjárfestingu. Dragist málið á langinn fjölgar störfum því ekki eins og þarf og ekki verður heldur hægt að tryggja þá kaupmáttaraukningu almennings sem vonir standa til. Þar á ofan yrðu auknar byrðar lagðar á ríkissjóð, sem þýðir að minna yrði afgangs til að standa undir velferðarkerfinu og margvíslegri annarri opinberri þjónustu. Atkvæðagreiðslan í dag snýst um hvort Ísland hyggist standa skil á innistæðutryggingum Icesave-reikninganna, ekki eitthvað allt annað. Hún snýst til dæmis ekki um Evrópusambandið. Þeir sem vilja hindra að Ísland gangi í þann félagsskap fá tækifæri til að segja hug sinn í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan snýst ekki heldur um ríkisstjórnina. Þeir sem vilja losna við hana eiga alls ekki víst að kross við nei beri þann árangur. Stjórnarandstöðuna skortir afl á þingi til að bera fram vantraust á stjórnina. Hún hefur sjálf alls ekki gefið til kynna að nei í Icesave-kosningunni þýði að hún fari frá, ekki fremur en önnur tilefni sem stjórnin hefur fengið til að pakka saman og boða til kosninga. Þvert á móti er líklegast að stjórnin sitji sem fastast. Tilhugsunin um tvö ár enn af atvinnustefnu núverandi ríkisstjórnar og afleiðingar af höfnun Icesave-samkomulagsins þar ofan á er raunar lítt bærileg.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun