Já fyrir atvinnu og uppbyggingu Ólafur Stephensen skrifar 9. apríl 2011 06:00 Hverjir ættu að setja krossinn við já á kjörseðlinum í Icesave-kosningunni í dag? Það ættu þeir klárlega að gera sem vilja ljúka stjórnmáladeilum og lögfræðiþrefi við nágranna- og vinaríki okkar og tryggja Íslandi þann stuðning og samstarf sem við þurfum á að halda til að vinna okkur út úr efnahagskreppunni. Þeir ættu sömuleiðis að kjósa já sem vilja ljúka Icesave-málinu með samningi og hafa þar með stjórn á niðurstöðunni og hversu dýr hún verður okkur. Ef höfðað verður dómsmál á hendur Íslandi, sem er nokkurn veginn öruggt kjósi meirihluti nei í dag, getur svo farið að niðurstaðan verði miklu dýrari en Icesave-samningurinn sem nú liggur fyrir. Það er vel skiljanlegt að fólki þyki súrt að þurfa að borga fyrir vondar ákvarðanir útrásarvíkinga og vanhæfra stjórnmála- og embættismanna, en annars vegar erum við nú þegar búin að borga miklu meira en nemur Icesave-samningnum og hins vegar viljum við ekki taka þá áhættu að enda með að borga meira en við þurfum. Þeir sem vilja snúa vörn í sókn gegn atvinnuleysinu og koma atvinnuuppbyggingu aftur á skrið ættu að segja já. Annars er hætta á að lánshæfiseinkunn Íslands falli og erlendar lántökur ríkissjóðs komist í uppnám. Þá verður áfram erfitt að fá peninga inn í landið, hvort heldur er erlent lánsfé eða beina fjárfestingu. Dragist málið á langinn fjölgar störfum því ekki eins og þarf og ekki verður heldur hægt að tryggja þá kaupmáttaraukningu almennings sem vonir standa til. Þar á ofan yrðu auknar byrðar lagðar á ríkissjóð, sem þýðir að minna yrði afgangs til að standa undir velferðarkerfinu og margvíslegri annarri opinberri þjónustu. Atkvæðagreiðslan í dag snýst um hvort Ísland hyggist standa skil á innistæðutryggingum Icesave-reikninganna, ekki eitthvað allt annað. Hún snýst til dæmis ekki um Evrópusambandið. Þeir sem vilja hindra að Ísland gangi í þann félagsskap fá tækifæri til að segja hug sinn í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan snýst ekki heldur um ríkisstjórnina. Þeir sem vilja losna við hana eiga alls ekki víst að kross við nei beri þann árangur. Stjórnarandstöðuna skortir afl á þingi til að bera fram vantraust á stjórnina. Hún hefur sjálf alls ekki gefið til kynna að nei í Icesave-kosningunni þýði að hún fari frá, ekki fremur en önnur tilefni sem stjórnin hefur fengið til að pakka saman og boða til kosninga. Þvert á móti er líklegast að stjórnin sitji sem fastast. Tilhugsunin um tvö ár enn af atvinnustefnu núverandi ríkisstjórnar og afleiðingar af höfnun Icesave-samkomulagsins þar ofan á er raunar lítt bærileg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Hverjir ættu að setja krossinn við já á kjörseðlinum í Icesave-kosningunni í dag? Það ættu þeir klárlega að gera sem vilja ljúka stjórnmáladeilum og lögfræðiþrefi við nágranna- og vinaríki okkar og tryggja Íslandi þann stuðning og samstarf sem við þurfum á að halda til að vinna okkur út úr efnahagskreppunni. Þeir ættu sömuleiðis að kjósa já sem vilja ljúka Icesave-málinu með samningi og hafa þar með stjórn á niðurstöðunni og hversu dýr hún verður okkur. Ef höfðað verður dómsmál á hendur Íslandi, sem er nokkurn veginn öruggt kjósi meirihluti nei í dag, getur svo farið að niðurstaðan verði miklu dýrari en Icesave-samningurinn sem nú liggur fyrir. Það er vel skiljanlegt að fólki þyki súrt að þurfa að borga fyrir vondar ákvarðanir útrásarvíkinga og vanhæfra stjórnmála- og embættismanna, en annars vegar erum við nú þegar búin að borga miklu meira en nemur Icesave-samningnum og hins vegar viljum við ekki taka þá áhættu að enda með að borga meira en við þurfum. Þeir sem vilja snúa vörn í sókn gegn atvinnuleysinu og koma atvinnuuppbyggingu aftur á skrið ættu að segja já. Annars er hætta á að lánshæfiseinkunn Íslands falli og erlendar lántökur ríkissjóðs komist í uppnám. Þá verður áfram erfitt að fá peninga inn í landið, hvort heldur er erlent lánsfé eða beina fjárfestingu. Dragist málið á langinn fjölgar störfum því ekki eins og þarf og ekki verður heldur hægt að tryggja þá kaupmáttaraukningu almennings sem vonir standa til. Þar á ofan yrðu auknar byrðar lagðar á ríkissjóð, sem þýðir að minna yrði afgangs til að standa undir velferðarkerfinu og margvíslegri annarri opinberri þjónustu. Atkvæðagreiðslan í dag snýst um hvort Ísland hyggist standa skil á innistæðutryggingum Icesave-reikninganna, ekki eitthvað allt annað. Hún snýst til dæmis ekki um Evrópusambandið. Þeir sem vilja hindra að Ísland gangi í þann félagsskap fá tækifæri til að segja hug sinn í annarri þjóðaratkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan snýst ekki heldur um ríkisstjórnina. Þeir sem vilja losna við hana eiga alls ekki víst að kross við nei beri þann árangur. Stjórnarandstöðuna skortir afl á þingi til að bera fram vantraust á stjórnina. Hún hefur sjálf alls ekki gefið til kynna að nei í Icesave-kosningunni þýði að hún fari frá, ekki fremur en önnur tilefni sem stjórnin hefur fengið til að pakka saman og boða til kosninga. Þvert á móti er líklegast að stjórnin sitji sem fastast. Tilhugsunin um tvö ár enn af atvinnustefnu núverandi ríkisstjórnar og afleiðingar af höfnun Icesave-samkomulagsins þar ofan á er raunar lítt bærileg.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun