Litasprengja vorsins Sara McMahon skrifar 19. apríl 2011 21:00 Vor- og sumarlína Prada hefur vakið mikla athygli. Nordicphotos/Getty Það styttist í vorkomuna og því vert að skoða vor- og sumartískuna svolítið. Litagleðin er mikil og nóg er um alls kyns munstur og prentaðar myndir sem blandað er saman á skemmtilegan máta. Vorlína ítalska tískuhússins Prada er líklega sú sem hefur fengið hvað mest umtal og orðið mörgum tískukeðjum innblástur. Þar voru stórgerðar rendur og sterkir litir allsráðandi líkt og hjá hinni þýsku Jil Sander. Sander vakti mikla athygli með gólfsíðum, hólkvíðum kjólum og pilsum og hafa Hollywood-stjörnurnar kollfallið fyrir hönnun Sander. Vorlína Versace þótti jafnframt nokkuð vel heppnuð og einkenndist einnig af miklum og sterkum litum. Línan var kvenleg og fallega sniðin og átti svo sannarlega athyglina skilið. Chloé sendi frá sér einfalda og klassíska línu og það gerði Michael Kors einnig. Marc Jacobs og Sonia Rykiel léku sér með dempaðri liti líkt og fölbleikan og ljósbrúnan í bland við aðra eilítið líflegri.Gólfsíð pils í allskyns litum voru allsráðandi hjá Jil Sander.Litagleði Jil Sander er engu lík.Hönnun ítalska tískuhússins var kvenleg og fallega sniðin.Fallegur og flæðandi kjóll frá meistara Marc Jacobs.Fölbleikir og brúnir litir voru gegnumgangandi í vorlínu Rykiel.Látlaus en svolítið framúrstefnuleg hönnun frá Chloé.Einfalt og sumarlegt frá hinum bandaríska Michael Kors. Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Fleiri fréttir „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Það styttist í vorkomuna og því vert að skoða vor- og sumartískuna svolítið. Litagleðin er mikil og nóg er um alls kyns munstur og prentaðar myndir sem blandað er saman á skemmtilegan máta. Vorlína ítalska tískuhússins Prada er líklega sú sem hefur fengið hvað mest umtal og orðið mörgum tískukeðjum innblástur. Þar voru stórgerðar rendur og sterkir litir allsráðandi líkt og hjá hinni þýsku Jil Sander. Sander vakti mikla athygli með gólfsíðum, hólkvíðum kjólum og pilsum og hafa Hollywood-stjörnurnar kollfallið fyrir hönnun Sander. Vorlína Versace þótti jafnframt nokkuð vel heppnuð og einkenndist einnig af miklum og sterkum litum. Línan var kvenleg og fallega sniðin og átti svo sannarlega athyglina skilið. Chloé sendi frá sér einfalda og klassíska línu og það gerði Michael Kors einnig. Marc Jacobs og Sonia Rykiel léku sér með dempaðri liti líkt og fölbleikan og ljósbrúnan í bland við aðra eilítið líflegri.Gólfsíð pils í allskyns litum voru allsráðandi hjá Jil Sander.Litagleði Jil Sander er engu lík.Hönnun ítalska tískuhússins var kvenleg og fallega sniðin.Fallegur og flæðandi kjóll frá meistara Marc Jacobs.Fölbleikir og brúnir litir voru gegnumgangandi í vorlínu Rykiel.Látlaus en svolítið framúrstefnuleg hönnun frá Chloé.Einfalt og sumarlegt frá hinum bandaríska Michael Kors.
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Fleiri fréttir „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira