Malbik Jónína Michaelsdóttir skrifar 26. apríl 2011 06:00 Bifreiðaeign hér á landi er nú orðið talin sjálfsagður þáttur í heimilishaldi, rétt eins og ískápur og eldavél. Ekki er óalgengt að hjón eigi hvort sína bifreið, og þar sem afkomendur búa gjarnan hjá foreldrum sínum fram á fullorðinsár, má jafnvel sjá þrjár eða fjórar bifreiðar á hlaðinu. Úr þessu hefur dregið eftir að kreppan tók völdin. Sést þó enn. En eftir að bensínverð fór fram úr réttlætiskennd almennings og peningabuddan fór að kenna til, heyrir maður um vinahópa og fjölskyldur saman í bifreið þar sem áður var bara setið í bílstjórasætinu, á leið í skóla og á vinnustaði. Þetta er ekki aðeins hagkvæmt, þetta er beinlínis félagslegur ávinningur. En kannski heyrir þetta til undantekninga. Umferðin er ekki aðeins mikil á þeim tímum sem fólk er á leið í vinnu og heim. Það er oft undarlega mikil umferð í borginni um miðjan dag, þegar maður myndi halda flestir bifreiðaeigendur væru á vinnustað eða í skóla. Eins gott að það er allt malbikað. Það er eitt af því sem við tökum fyrir sjálfsagðan hlut í dag. Menn sem munar umÉg bjó í þrettán ár á Snæfellsnesi áður en leiðin þangað var malbikuð, aðeins nokkrir vegarbútar hér og þar. Ferðir til Reykjavíkur og heim aftur í Volksvagen með börnin aftur í voru ekkert í líkingu við það að skreppa á nesið í dag: Ósléttur malarvegur og ryk sem þyrlaðist um allt í fjóra til sex tíma, allt eftir veðri og árstíð. Þetta var áður en Hvalfjarðargöngin komu til sögunnar, sem styttu þessa leið umtalsvert. Í dag finnst manni akstur um landið vera eins og að sitja í þotu. Algjör veisla. Ingólfur á Hellu sætti á sínum tíma mikilli gagnrýni fyrir það bruðl að malbika veginn fyrir austan fjall. Ég hugsa hlýlega til hans hvert skipti sem ég ek þessa leið sem og til annarra sem beittu sér fyrir þessari lífsgæðabót víða um landið. Geir Hallgrímsson, sem var borgarstjóri í Reykjavík 1959 til 1972, lét setja varanlegt slitlag á allar götur borgarinnar á tíu árum, fékk samþykkt vandað aðalskipulag, reisti íþróttamannvirki og lét leiða hitaveitu í hvert hús, en fram að því var aðeins hitaveita í takmörkuðum hluta bæjarins. Ég tel að enginn borgarstjóri í Reykjavík, fyrr eða síðar, hafi verið þarfari borgarbúum en Geir Hallgrímson, og á það ekki síst við um þá sem minnst máttu sín. Nú erum við vöknuðÞað er með kreppuna okkar eins og segir í málshættinum: Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Við höfum fengið til baka margt sem fór fyrir borð í sveiflunni. Dómgreindin var ekki alltaf upp á sitt besta þegar allt virtist vera hægt. Ekkert ómögulegt. Eftir hrun víkur frá manni sá beygur að fáeinir menn séu að eignast Ísland, og að stjórnmálamenn og embættismenn séu í klappliðinu. Líka fólkið á götunni, upp að vissu marki. Þetta var að verða eins og sjálfsköpuð dáleiðsla. En nú erum við vöknuð. Að vísu eftir vondan draum, en reynslunni ríkari. Verkefni dagsins er að virkja málefnalega umræðu. Reiðin er ekki lengur móðins. Hún skilar engu. Auðfundið er að vilji til þess að fullorðnast í þessu efni er að breiðast út. Traust er hvorki keypt né selt. Við verðum að sætta okkur við það að þetta verður eins og hver önnur meðganga, sem er ekki endilega auðveld. En hún er þess virði. Traust myndast smám saman og samstaða í kjölfarið, ef vilji er til þess. Framtíðin er semsagt í okkar höndum. Við skulum fara bjartsýn inn í sumarið, þakklát fyrir góða heilsu, fjölskyldu, góða vini, bæinn okkar, landið okkar – og malbikið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Bifreiðaeign hér á landi er nú orðið talin sjálfsagður þáttur í heimilishaldi, rétt eins og ískápur og eldavél. Ekki er óalgengt að hjón eigi hvort sína bifreið, og þar sem afkomendur búa gjarnan hjá foreldrum sínum fram á fullorðinsár, má jafnvel sjá þrjár eða fjórar bifreiðar á hlaðinu. Úr þessu hefur dregið eftir að kreppan tók völdin. Sést þó enn. En eftir að bensínverð fór fram úr réttlætiskennd almennings og peningabuddan fór að kenna til, heyrir maður um vinahópa og fjölskyldur saman í bifreið þar sem áður var bara setið í bílstjórasætinu, á leið í skóla og á vinnustaði. Þetta er ekki aðeins hagkvæmt, þetta er beinlínis félagslegur ávinningur. En kannski heyrir þetta til undantekninga. Umferðin er ekki aðeins mikil á þeim tímum sem fólk er á leið í vinnu og heim. Það er oft undarlega mikil umferð í borginni um miðjan dag, þegar maður myndi halda flestir bifreiðaeigendur væru á vinnustað eða í skóla. Eins gott að það er allt malbikað. Það er eitt af því sem við tökum fyrir sjálfsagðan hlut í dag. Menn sem munar umÉg bjó í þrettán ár á Snæfellsnesi áður en leiðin þangað var malbikuð, aðeins nokkrir vegarbútar hér og þar. Ferðir til Reykjavíkur og heim aftur í Volksvagen með börnin aftur í voru ekkert í líkingu við það að skreppa á nesið í dag: Ósléttur malarvegur og ryk sem þyrlaðist um allt í fjóra til sex tíma, allt eftir veðri og árstíð. Þetta var áður en Hvalfjarðargöngin komu til sögunnar, sem styttu þessa leið umtalsvert. Í dag finnst manni akstur um landið vera eins og að sitja í þotu. Algjör veisla. Ingólfur á Hellu sætti á sínum tíma mikilli gagnrýni fyrir það bruðl að malbika veginn fyrir austan fjall. Ég hugsa hlýlega til hans hvert skipti sem ég ek þessa leið sem og til annarra sem beittu sér fyrir þessari lífsgæðabót víða um landið. Geir Hallgrímsson, sem var borgarstjóri í Reykjavík 1959 til 1972, lét setja varanlegt slitlag á allar götur borgarinnar á tíu árum, fékk samþykkt vandað aðalskipulag, reisti íþróttamannvirki og lét leiða hitaveitu í hvert hús, en fram að því var aðeins hitaveita í takmörkuðum hluta bæjarins. Ég tel að enginn borgarstjóri í Reykjavík, fyrr eða síðar, hafi verið þarfari borgarbúum en Geir Hallgrímson, og á það ekki síst við um þá sem minnst máttu sín. Nú erum við vöknuðÞað er með kreppuna okkar eins og segir í málshættinum: Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Við höfum fengið til baka margt sem fór fyrir borð í sveiflunni. Dómgreindin var ekki alltaf upp á sitt besta þegar allt virtist vera hægt. Ekkert ómögulegt. Eftir hrun víkur frá manni sá beygur að fáeinir menn séu að eignast Ísland, og að stjórnmálamenn og embættismenn séu í klappliðinu. Líka fólkið á götunni, upp að vissu marki. Þetta var að verða eins og sjálfsköpuð dáleiðsla. En nú erum við vöknuð. Að vísu eftir vondan draum, en reynslunni ríkari. Verkefni dagsins er að virkja málefnalega umræðu. Reiðin er ekki lengur móðins. Hún skilar engu. Auðfundið er að vilji til þess að fullorðnast í þessu efni er að breiðast út. Traust er hvorki keypt né selt. Við verðum að sætta okkur við það að þetta verður eins og hver önnur meðganga, sem er ekki endilega auðveld. En hún er þess virði. Traust myndast smám saman og samstaða í kjölfarið, ef vilji er til þess. Framtíðin er semsagt í okkar höndum. Við skulum fara bjartsýn inn í sumarið, þakklát fyrir góða heilsu, fjölskyldu, góða vini, bæinn okkar, landið okkar – og malbikið!
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun