Erindi Hönnuh Arendt við samtímann 27. apríl 2011 11:30 Sigríður Þorgeirsdóttir er meðal þeirra sem halda erindi á tveggja daga ráðstefnu um Hönnuh Arendt sem hefst í dag. Fréttablaðið/Valli Í dag hefst tveggja daga ráðstefna á vegum Eddu öndvegisseturs í Háskóla Íslands um heimspeki Hönnuh Arendt. Fyrri daginn verður umfjöllunarefnið Arendt og kreppa í stjórnmálum, hinn síðari Arendt og kreppa í menningu. Ráðstefnan er haldin í tilefni af útkomu bókar með íslenskum þýðingum greina eftir Hönnuh Arendt sem Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekiprófessor við Háskóla Íslands, ritstýrði. Hannah Arendt fæddist áríð 1906 í Þýskalandi en flúði til Bandaríkjanna 1941 og lést þar árið 1976. Eftir hamfarir seinni heimsstyrjaldar varð hún fyrst til að gera ítarlega rannsókn á hugmyndafræði alræðis í nasisma og stalínisma. Meginviðfangsefni hennar var síðan hrun ríkjandi hugmyndakerfa og kreppa í stjórnmálum. Sigríður segir heimspeki Arendt eiga vel við enn í dag. „Hannah Arendt byrjar að skrifa um stjórnmál að lokinni seinni heimsstyrjöldinni en þá var hún að velta fyrir sér hvers vegna alræði hefði komist á í Þýskalandi og Sovétríkjunum. Í framhaldi fer hún að velta fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir að pólitík verði eyðileggingu að bráð líkt og gerðist þar. Hönnuh mat var að pólitík þrifist ekki í samfélagi nema þar færi fram virk samræða með þátttöku borgaranna, þar væru góðar stofnanir, þing og virkir borgarar.“ Þessi vísdómur er sígildur, bendir Sigríður á, og heimfærist vel á þá tíma sem við lifum í eftirmálum hrunsins. Á daginn hafi komið að almenningur hafi verið illa upplýstur í aðdraganda þess og illu heilli ekki getað veitt fjármálastofnunum gagnrýnið aðhald. Norrænir, þýskir og bandarískir Arendt-fræðingar munu halda erindi á ráðstefnunni, sem styrkt er af Goethe Institut og stendur frá 13 til 17 í dag og á morgun. Hún er öllum opin og má nálgast dagskrá hennar á vef Eddu öndvegissetursins edda.hi.is. -sbt Menning Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í dag hefst tveggja daga ráðstefna á vegum Eddu öndvegisseturs í Háskóla Íslands um heimspeki Hönnuh Arendt. Fyrri daginn verður umfjöllunarefnið Arendt og kreppa í stjórnmálum, hinn síðari Arendt og kreppa í menningu. Ráðstefnan er haldin í tilefni af útkomu bókar með íslenskum þýðingum greina eftir Hönnuh Arendt sem Sigríður Þorgeirsdóttir, heimspekiprófessor við Háskóla Íslands, ritstýrði. Hannah Arendt fæddist áríð 1906 í Þýskalandi en flúði til Bandaríkjanna 1941 og lést þar árið 1976. Eftir hamfarir seinni heimsstyrjaldar varð hún fyrst til að gera ítarlega rannsókn á hugmyndafræði alræðis í nasisma og stalínisma. Meginviðfangsefni hennar var síðan hrun ríkjandi hugmyndakerfa og kreppa í stjórnmálum. Sigríður segir heimspeki Arendt eiga vel við enn í dag. „Hannah Arendt byrjar að skrifa um stjórnmál að lokinni seinni heimsstyrjöldinni en þá var hún að velta fyrir sér hvers vegna alræði hefði komist á í Þýskalandi og Sovétríkjunum. Í framhaldi fer hún að velta fyrir sér hvernig koma megi í veg fyrir að pólitík verði eyðileggingu að bráð líkt og gerðist þar. Hönnuh mat var að pólitík þrifist ekki í samfélagi nema þar færi fram virk samræða með þátttöku borgaranna, þar væru góðar stofnanir, þing og virkir borgarar.“ Þessi vísdómur er sígildur, bendir Sigríður á, og heimfærist vel á þá tíma sem við lifum í eftirmálum hrunsins. Á daginn hafi komið að almenningur hafi verið illa upplýstur í aðdraganda þess og illu heilli ekki getað veitt fjármálastofnunum gagnrýnið aðhald. Norrænir, þýskir og bandarískir Arendt-fræðingar munu halda erindi á ráðstefnunni, sem styrkt er af Goethe Institut og stendur frá 13 til 17 í dag og á morgun. Hún er öllum opin og má nálgast dagskrá hennar á vef Eddu öndvegissetursins edda.hi.is. -sbt
Menning Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira