Fínpússaðir skrælingjar 5. maí 2011 16:00 Kristín Svava Tómasdóttir. Fréttablaðið/Valli Kristín Svava Tómasdóttir stimplaði sig inn sem eitt efnilegasta ljóðskáld landsins með frumraun sinni, Blótgælum, árið 2007. Önnur ljóðabók hennar, Skrælingjasýningin, kom út á dögunum.Krass! Búmm! Harmafregn!Stríð á okkar tímum. Skrælingjasýningin hefst á stríðsyfirlýsingu. Kannski rökrétt framhald af frumraun hennar sem skoraði á hólm þægindi hversdagslífsins með nístandi háði, munnsöfnuði og gálgahúmor. Tæpum fjórum árum síðar er Kristín Svava við sama heygarðshornið – eða svo segir hún að minnsta kosti sjálf. „Blótgælur voru hrárri en Skrælingjasýningin, sem er meira unnin. Munurinn á bókunum helgast kannski af því. Ég held að sá tónn sem birtist í þessum verkum sé mér nokkuð eðlislægur. Ég velti því stundum fyrir því hvort fólk myndi sjá mikið framhald í þessari bók frá þeirri fyrri, sjálf geri ég mér ekki endilega grein fyrir því. Það má vera að tónninn sé á köflum myrkari eða kaldranalegri; á vissum stöðum má sjálfsagt greina aðra afstöðu til hlutanna en þó enga grundvallarbreytingu að ég held.“ Kristín Svava byrjaði á ljóðunum fyrir Skrælingjasýninguna fljótlega eftir að Blótgælur kom út. Hún segir misjafnt hversu lengi hún þurfi að sitja við hvert ljóð. „Ég byrja yfirleitt á því að skrifa í belg og biðu og vinn úr textanum síðar. Það veltur síðan á því hversu mótaðar hugsanirnar eru þegar þær spretta fram hvað ég er lengi að ljúka við hvert ljóð.“ Kristínu Svövu var á dögunum úthlutað ritlaunum. Hún býst því við að biðin í næstu bók verði styttri en á milli Blótgælna og Skrælingjasýningarinnar og ætlar að halda sig við ljóðið. „Ég finn enga hvöt hjá mér til að skrifa „hefðbundinn“ prósa og hef enga ástríðu fyrir skáldsögunni. Mér finnst miklu meira ögrandi að skrifa knappari texta og fyrir mitt leyti býður þetta form upp á fleiri og áhugaverðari möguleika.“ bergsteinn@frettabladid.is Menning Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Kristín Svava Tómasdóttir stimplaði sig inn sem eitt efnilegasta ljóðskáld landsins með frumraun sinni, Blótgælum, árið 2007. Önnur ljóðabók hennar, Skrælingjasýningin, kom út á dögunum.Krass! Búmm! Harmafregn!Stríð á okkar tímum. Skrælingjasýningin hefst á stríðsyfirlýsingu. Kannski rökrétt framhald af frumraun hennar sem skoraði á hólm þægindi hversdagslífsins með nístandi háði, munnsöfnuði og gálgahúmor. Tæpum fjórum árum síðar er Kristín Svava við sama heygarðshornið – eða svo segir hún að minnsta kosti sjálf. „Blótgælur voru hrárri en Skrælingjasýningin, sem er meira unnin. Munurinn á bókunum helgast kannski af því. Ég held að sá tónn sem birtist í þessum verkum sé mér nokkuð eðlislægur. Ég velti því stundum fyrir því hvort fólk myndi sjá mikið framhald í þessari bók frá þeirri fyrri, sjálf geri ég mér ekki endilega grein fyrir því. Það má vera að tónninn sé á köflum myrkari eða kaldranalegri; á vissum stöðum má sjálfsagt greina aðra afstöðu til hlutanna en þó enga grundvallarbreytingu að ég held.“ Kristín Svava byrjaði á ljóðunum fyrir Skrælingjasýninguna fljótlega eftir að Blótgælur kom út. Hún segir misjafnt hversu lengi hún þurfi að sitja við hvert ljóð. „Ég byrja yfirleitt á því að skrifa í belg og biðu og vinn úr textanum síðar. Það veltur síðan á því hversu mótaðar hugsanirnar eru þegar þær spretta fram hvað ég er lengi að ljúka við hvert ljóð.“ Kristínu Svövu var á dögunum úthlutað ritlaunum. Hún býst því við að biðin í næstu bók verði styttri en á milli Blótgælna og Skrælingjasýningarinnar og ætlar að halda sig við ljóðið. „Ég finn enga hvöt hjá mér til að skrifa „hefðbundinn“ prósa og hef enga ástríðu fyrir skáldsögunni. Mér finnst miklu meira ögrandi að skrifa knappari texta og fyrir mitt leyti býður þetta form upp á fleiri og áhugaverðari möguleika.“ bergsteinn@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“