Kúrinn Brynhildur Björnsdóttir skrifar 6. maí 2011 06:00 Ég var alveg að verða tólf ára þegar ég fór í minn fyrsta megrunarkúr. Það var Scarsdale-kúrinn, sem gaf loforðið „sjö kíló á fjórtán dögum án sultar eða þrenginga“. Utan á bókinni var mynd af konu á göngu í garði sem henti epli í ruslafötu sem stóð við hliðina á bekk þar sem risastór maður sat og borðaði hamborgara. Mjög hvetjandi. „Epli- jógúrt-jógúrt-epli“ var næstur á dagskrá, fimm daga kúr þar sem epli og jógúrt skiptust á að gleðja og seðja þó að hvorttveggja dvínaði eftir því sem leið á vikuna og kílóin sem fóru kæmu aftur innan skamms. Súpukúrinn samanstóð af grænmetissúpu sem mátti borða ótakmarkað, því hún „étur mann á móti“, sem þýðir að það fara fleiri hitaeiningar í að brenna grænmetinu en koma úr súpunni. Mest lítið annað var hins vegar á boðstólum og súpan góða varð ansi þreytandi til lengdar. Sítrónusafakúrinn: torkennilegt töfralyf í brúsa sem blandað var út í heitt vatn og svo mátti drekka þetta allan daginn. Átti að hreinsa líkamann sundur og saman og gera út af við allar óheilbrigðar langanir. Ég fékk bara í magann. Grape-slim kúrinn: töflur unnar úr greipaldini sem Joan Collins mælti ákaft með. Töflurnar áttu að draga úr matarlyst, ef ekki bara hindra hana alveg, og grenna neytandann í kjölfarið. Ógeðslega vondar og kölluðu á eitthvað sætt til að ná bragðinu úr munninum. South Beach kúrinn: tvær vikur á mjög ströngu kolvetnalausu fæði en síðan mátti smám saman bæta góðum og grófum kolvetnum við. Gekk ágætlega til jóla. Dr. Gillian: reyndi að fara eftir ráðleggingum hennar en komst að því að það tæki allan daginn og svo var ég ekki alveg til í þær persónulegu rannsóknir á úrgangi sem hún mælir svo eindregið með. Herbalife: tveir hressilegir hristingar á dag og svo kvöldmatur gekk ljómandi vel í fjóra mánuði. Græna brennsluteið virkaði reyndar eins og ég ímynda mér að amfetamín myndi virka á mig og þegar ég var hætt að sofa og hélt að kettirnir væru geimverur var sá draumur búinn. Zone: danski, mjólk og bananar, hætta-klukkan-átta, kolvetnakúrinn, kolvetnalausi kúrinn, New York kúrinn, Hollywood-kúrinn, Cambridge-kúrinn, Atkins-kúrinn, LR kúrinn, 13 daga kúrinn, kúrkúrinn... Í dag er megrunarlausi dagurinn sem fagnar heilbrigði, ekki hitaeiningum. Lifið og njótið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun
Ég var alveg að verða tólf ára þegar ég fór í minn fyrsta megrunarkúr. Það var Scarsdale-kúrinn, sem gaf loforðið „sjö kíló á fjórtán dögum án sultar eða þrenginga“. Utan á bókinni var mynd af konu á göngu í garði sem henti epli í ruslafötu sem stóð við hliðina á bekk þar sem risastór maður sat og borðaði hamborgara. Mjög hvetjandi. „Epli- jógúrt-jógúrt-epli“ var næstur á dagskrá, fimm daga kúr þar sem epli og jógúrt skiptust á að gleðja og seðja þó að hvorttveggja dvínaði eftir því sem leið á vikuna og kílóin sem fóru kæmu aftur innan skamms. Súpukúrinn samanstóð af grænmetissúpu sem mátti borða ótakmarkað, því hún „étur mann á móti“, sem þýðir að það fara fleiri hitaeiningar í að brenna grænmetinu en koma úr súpunni. Mest lítið annað var hins vegar á boðstólum og súpan góða varð ansi þreytandi til lengdar. Sítrónusafakúrinn: torkennilegt töfralyf í brúsa sem blandað var út í heitt vatn og svo mátti drekka þetta allan daginn. Átti að hreinsa líkamann sundur og saman og gera út af við allar óheilbrigðar langanir. Ég fékk bara í magann. Grape-slim kúrinn: töflur unnar úr greipaldini sem Joan Collins mælti ákaft með. Töflurnar áttu að draga úr matarlyst, ef ekki bara hindra hana alveg, og grenna neytandann í kjölfarið. Ógeðslega vondar og kölluðu á eitthvað sætt til að ná bragðinu úr munninum. South Beach kúrinn: tvær vikur á mjög ströngu kolvetnalausu fæði en síðan mátti smám saman bæta góðum og grófum kolvetnum við. Gekk ágætlega til jóla. Dr. Gillian: reyndi að fara eftir ráðleggingum hennar en komst að því að það tæki allan daginn og svo var ég ekki alveg til í þær persónulegu rannsóknir á úrgangi sem hún mælir svo eindregið með. Herbalife: tveir hressilegir hristingar á dag og svo kvöldmatur gekk ljómandi vel í fjóra mánuði. Græna brennsluteið virkaði reyndar eins og ég ímynda mér að amfetamín myndi virka á mig og þegar ég var hætt að sofa og hélt að kettirnir væru geimverur var sá draumur búinn. Zone: danski, mjólk og bananar, hætta-klukkan-átta, kolvetnakúrinn, kolvetnalausi kúrinn, New York kúrinn, Hollywood-kúrinn, Cambridge-kúrinn, Atkins-kúrinn, LR kúrinn, 13 daga kúrinn, kúrkúrinn... Í dag er megrunarlausi dagurinn sem fagnar heilbrigði, ekki hitaeiningum. Lifið og njótið!
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun