Reynir Þór Reynisson, sem hætti sem þjálfari Fram í gær, segir að taka þurfi til í leikmannamálum félagsins og bar leikmennina þungum sökunum í viðtali við Fréttablaðið.
„Ég ætla ekki að tjá mig mikið um það sem Reynir hefur að segja og býst við því að stjórn [handknattleiksdeildar Fram] muni gefa út yfirlýsingu um málið," sagði Halldór Jóhann Sigfússon, fyrirliði Fram, í samtali við Fréttablaðið.
„En það er auðvelt að vera með stór orð og mér finnst þetta heldur ódýr útskýring," sagði hann. „Við áttum ágætis samstarf við Reyni og ég hef ekkert slæmt um hann að segja. Ég ætla ekki að munnhöggvast við Reyni í fjölmiðlum."- esá
Ætla ekki að munnhöggvast við Reyni

Tengdar fréttir

Reynir: Þarf að hreinsa til í leikmannahópi Fram
Reynir Þór Reynisson segir að samstarfserfiðleikar við leikmenn Fram hafi verið helsta ástæðan fyrir því að hann hætti sem þjálfari liðsins, sem tilkynnt var í dag.

Reynir Þór hættur hjá Fram
Handknattleiksdeild Fram hefur komist að samkomulagi við Reyni Þór Reynisson, þjálfara meistaraflokks karla, að hann láti af störfum hjá félaginu.