Leikmenn með slæmt hugarfar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2011 09:00 "Það versta er að ungir leikmenn alast upp í þessari menningu og hugsunarhætti sem ég er ekki hrifinn af,“ segir Reynir. Fréttablaðiið/Anton Reynir Þór Reynisson, sem þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fram í vetur, er hættur hjá félaginu eftir að hafa komist að samkomulagi þess efnis við stjórn handknattleiksdeildar Fram. „Það má segja að leið mín og leikmanna hafi ekki legið saman," segir Reynir í samtali við Fréttablaðið. Reynir tók við Fram fyrir rúmu ári og kom liðinu í úrslitakeppnina, þar sem það tapaði fyrir FH í undanúrslitum. Miðað við hans orð voru það samskiptin við leikmenn liðsins sem mestu réðu en honum fannst hugarfar leikmannanna slæmt. „Ég fór í Safamýrina til að vinna titla. Ég var ekki sáttur við hvernig þankagangurinn innan hópsins var. Ég var ekki sáttur við þá forgangsröðun sem leikmenn höfðu. Ég er sjálfur mjög kröfuharður, bæði gagnvart sjálfum mér og leikmönnum." Reynir gefur í skyn að þetta sé vandamál sem hafi verið viðloðandi liðið undanfarin ár. „Mér sýnist að Fram sé að leita að sjöunda þjálfaranum frá 2007 fyrir þennan hóp. Ef ég á að vera hreinskilinn þá finnst mér hópur leikmanna búinn að koma sér vel fyrir og þannig hafi það verið í einhvern tíma. Það er erfitt að hreyfa við honum," segir Reynir og bætir við: „Það versta er að ungir leikmenn alast upp í þessari menningu og hugsunarhætti sem ég er ekki hrifinn af. Mér finnst að Fram þurfi að hugsa upp ný gildi innan sinnan herbúða. Gildi sem eru vænlegri til árangurs en þau sem eru til staðar nú." Hann ber þó stjórnarmönnum Fram góða söguna. „Samstarf við stjórnina var til fyrirmyndar og með þá innanborðs er ég bjartsýnn fyrir hönd Fram. En það er erfitt verkefni sem bíður þeirra næstu daga. Það er mín skoðun að það þurfi að hreinsa út í leikmannahópnum. Fá inn leikmenn með meiri karakter og sigurvilja. Ég ætla rétt að vona að þeir hafi kjark og þor til að taka réttar ákvarðanir." Hann veit ekki hvað tekur við hjá sér. „Ég ætla að hlaða batteríin. Þetta hefur verið erfiður vetur og mér hefur stundum liðið eins og forstöðumanni á unglingaheimili. Það hefur tekið á. Ég mun sjá til hvað kemur upp á borðið til mín en ef það verður ekkert spennandi er mér það sársaukalaust að taka frí frá þjálfun. Ég viðurkenni auðvitað fúslega að það er heilmikið sem ég gat gert betur og ýmislegt sem ég tek til mín. Ég hef lært mikið á þessu ári." Olís-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Reynir Þór Reynisson, sem þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fram í vetur, er hættur hjá félaginu eftir að hafa komist að samkomulagi þess efnis við stjórn handknattleiksdeildar Fram. „Það má segja að leið mín og leikmanna hafi ekki legið saman," segir Reynir í samtali við Fréttablaðið. Reynir tók við Fram fyrir rúmu ári og kom liðinu í úrslitakeppnina, þar sem það tapaði fyrir FH í undanúrslitum. Miðað við hans orð voru það samskiptin við leikmenn liðsins sem mestu réðu en honum fannst hugarfar leikmannanna slæmt. „Ég fór í Safamýrina til að vinna titla. Ég var ekki sáttur við hvernig þankagangurinn innan hópsins var. Ég var ekki sáttur við þá forgangsröðun sem leikmenn höfðu. Ég er sjálfur mjög kröfuharður, bæði gagnvart sjálfum mér og leikmönnum." Reynir gefur í skyn að þetta sé vandamál sem hafi verið viðloðandi liðið undanfarin ár. „Mér sýnist að Fram sé að leita að sjöunda þjálfaranum frá 2007 fyrir þennan hóp. Ef ég á að vera hreinskilinn þá finnst mér hópur leikmanna búinn að koma sér vel fyrir og þannig hafi það verið í einhvern tíma. Það er erfitt að hreyfa við honum," segir Reynir og bætir við: „Það versta er að ungir leikmenn alast upp í þessari menningu og hugsunarhætti sem ég er ekki hrifinn af. Mér finnst að Fram þurfi að hugsa upp ný gildi innan sinnan herbúða. Gildi sem eru vænlegri til árangurs en þau sem eru til staðar nú." Hann ber þó stjórnarmönnum Fram góða söguna. „Samstarf við stjórnina var til fyrirmyndar og með þá innanborðs er ég bjartsýnn fyrir hönd Fram. En það er erfitt verkefni sem bíður þeirra næstu daga. Það er mín skoðun að það þurfi að hreinsa út í leikmannahópnum. Fá inn leikmenn með meiri karakter og sigurvilja. Ég ætla rétt að vona að þeir hafi kjark og þor til að taka réttar ákvarðanir." Hann veit ekki hvað tekur við hjá sér. „Ég ætla að hlaða batteríin. Þetta hefur verið erfiður vetur og mér hefur stundum liðið eins og forstöðumanni á unglingaheimili. Það hefur tekið á. Ég mun sjá til hvað kemur upp á borðið til mín en ef það verður ekkert spennandi er mér það sársaukalaust að taka frí frá þjálfun. Ég viðurkenni auðvitað fúslega að það er heilmikið sem ég gat gert betur og ýmislegt sem ég tek til mín. Ég hef lært mikið á þessu ári."
Olís-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira