Rómantískt goth frá Karli Lagerfeld 17. maí 2011 21:00 Nordicphotos/Getty Línur tískuhússins Chanel fyrir þetta ár eru unglegri og frjálslegri en oft áður og vaknar því upp sú spurning hvort Lagerfeld sé að reyna að ná til yngri markhóps. Vor- og sumarlína Chanel var nokkuð einstök. Línan er eins og draumkennd blanda af Chanel-klassík og fáguðu „gothi" og ef vel er rýnt má sjá svolítið af tíunda áratugnum þarna líka (í formi þykksóla sandala).Að sögn Lagerfelds var hann undir áhrifum frá kvikmyndinni Last Year at Marienbad, en þess má geta að sjálf Coco Chanel hannaði búningana fyrir þá mynd. Línan var ungleg og víða mátti sjá ófrágengna enda, blúndur, fjaðrir og göt.Fylgihlutirnir voru einnig skemmtilegir og ber þá helst að nefna axlarsíða eyrnalokka, stórar og miklar hálsfestar og síðast en ekki síst þykkbotna sandala sem settu skemmtilegan svip á heildarútlitið. Ný haustlína tískuhússins minnir aftur á móti óneitanlega á „grungið" sem var svo vinsælt á tíunda áratugnum. Línan innihélt víðar buxur, hermannaklossa og dökka litatóna ásamt hinum hefðbundna, klassíska Chanel-jakka.- sm Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Línur tískuhússins Chanel fyrir þetta ár eru unglegri og frjálslegri en oft áður og vaknar því upp sú spurning hvort Lagerfeld sé að reyna að ná til yngri markhóps. Vor- og sumarlína Chanel var nokkuð einstök. Línan er eins og draumkennd blanda af Chanel-klassík og fáguðu „gothi" og ef vel er rýnt má sjá svolítið af tíunda áratugnum þarna líka (í formi þykksóla sandala).Að sögn Lagerfelds var hann undir áhrifum frá kvikmyndinni Last Year at Marienbad, en þess má geta að sjálf Coco Chanel hannaði búningana fyrir þá mynd. Línan var ungleg og víða mátti sjá ófrágengna enda, blúndur, fjaðrir og göt.Fylgihlutirnir voru einnig skemmtilegir og ber þá helst að nefna axlarsíða eyrnalokka, stórar og miklar hálsfestar og síðast en ekki síst þykkbotna sandala sem settu skemmtilegan svip á heildarútlitið. Ný haustlína tískuhússins minnir aftur á móti óneitanlega á „grungið" sem var svo vinsælt á tíunda áratugnum. Línan innihélt víðar buxur, hermannaklossa og dökka litatóna ásamt hinum hefðbundna, klassíska Chanel-jakka.- sm
Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira