Íslenzka kerfið Ólafur Stephensen skrifar 14. maí 2011 05:00 Það sem byrjaði nógu illa – sem mengunarhneyksli á Ísafirði þar sem bæjaryfirvöld, umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun héldu niðurstöðum mælinga á mengun frá sorpbrennslustöðinni Funa leyndum fyrir íbúum – hefur heldur betur undið upp á sig. Ný úttekt Ríkisendurskoðunar, sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra fór fram á, er samfelldur áfellisdómur yfir stjórnsýslu umhverfismála á Íslandi að því er varðar mengun frá sorpbrennslum. Segja má að í þessu máli komi fram ýmis séreinkenni íslenzkrar stjórnsýslu, sem meðal annars voru gagnrýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þar á meðal vanhæfni, skammtímahugsunarháttur, heimóttarleg sérhagsmunagæzla og sá grímulausi tvískinnungur sem oft kemur fram í samskiptum Íslands við önnur ríki, þar sem við teljum okkur sjálf alls ekki eiga að standa undir sömu kröfum og við gerum til umheimsins vegna „sérstöðu“ okkar. Ísland barðist um árabil fyrir því að settar yrðu alþjóðlegar reglur sem hömluðu gegn því að þrávirk efni bærust í hafið frá landstöðvum – þar á meðal díoxín og þungmálmar frá sorpbrennslum. Hugsunin að baki málflutningnum var sú að mengun hafanna gæti spillt stórlega hagsmunum íslenzks sjávarútvegs, þar sem neytendur vildu ekki mengaðan fisk. Það kann líka að hafa hvarflað að einhverjum að díoxín væri heldur ekki gott fyrir fólk og fénað í nágrenni stöðvanna en minna bar á þeirri röksemd. Það var mikill sigur fyrir málstað Íslands þegar Evrópusambandið stórherti reglur um sorpbrennslur. Þegar svo kom að því að Ísland átti sjálft að uppfylla þær vegna aðildar sinnar að Evrópska efnahagssvæðinu hófu sveitarstjórnarmenn upp mikinn grátkór og sögðust ekki hafa efni á að reka sorpbrennslur, sem uppfylltu skilyrði Evróputilskipunarinnar. Sumar þessar sorpbrennslur voru þó reknar í sveitarfélögum, sem eiga allt sitt undir sjávarútvegi. Skýrsla Ríkisendurskoðunar sýnir að ekkert raunverulegt kostnaðarmat lá til grundvallar kröfu Íslands um undanþágu. Engar mælingar voru heldur til á mengun frá sorpbrennslustöðvunum og því gat enginn vitað hvort fullyrðingar um að hún væri lítil og meinlaus væru réttar eða ekki. ESB féllst með semingi á undanþágu Íslands, en með ströngum skilyrðum um m.a. mengunarmælingar og endurskoðun undanþágunnar þegar betri mengunarvarnatækni væri komin til sögu. Ríkisendurskoðun telur umhverfisráðuneytið hafa vanrækt algjörlega að fylgja þessum skilyrðum eftir. Þá hafi Umhverfisstofnun látið það líðast árum saman að sorpbrennslurnar væru reknar í andstöðu við ákvæði í starfsleyfum þeirra, lögum og reglum. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að Hollustuvernd, sem síðar rann inn í Umhverfisstofnun, lagði árið 1997 til rannsókn á díoxínmengun frá íslenzkum fyrirtækjum, sem hefði kostað um 15 milljónir. Umhverfisráðuneytið svæfði málið og beindi þess í stað kröftunum að því að fá undanþágu frá hinum alþjóðlegu reglum. Bæjarstjórn Ísafjarðar hefur beðizt afsökunar á sínum þætti í díoxínhneykslinu. Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun hafa lýst því yfir að starfsháttum verði breytt og lofað bót og betrun, en væri ekki full ástæða til að yfirmenn þessara stofnana bæðust líka afsökunar á þessu yfirgengilega klúðri? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Það sem byrjaði nógu illa – sem mengunarhneyksli á Ísafirði þar sem bæjaryfirvöld, umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun héldu niðurstöðum mælinga á mengun frá sorpbrennslustöðinni Funa leyndum fyrir íbúum – hefur heldur betur undið upp á sig. Ný úttekt Ríkisendurskoðunar, sem Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra fór fram á, er samfelldur áfellisdómur yfir stjórnsýslu umhverfismála á Íslandi að því er varðar mengun frá sorpbrennslum. Segja má að í þessu máli komi fram ýmis séreinkenni íslenzkrar stjórnsýslu, sem meðal annars voru gagnrýnd í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þar á meðal vanhæfni, skammtímahugsunarháttur, heimóttarleg sérhagsmunagæzla og sá grímulausi tvískinnungur sem oft kemur fram í samskiptum Íslands við önnur ríki, þar sem við teljum okkur sjálf alls ekki eiga að standa undir sömu kröfum og við gerum til umheimsins vegna „sérstöðu“ okkar. Ísland barðist um árabil fyrir því að settar yrðu alþjóðlegar reglur sem hömluðu gegn því að þrávirk efni bærust í hafið frá landstöðvum – þar á meðal díoxín og þungmálmar frá sorpbrennslum. Hugsunin að baki málflutningnum var sú að mengun hafanna gæti spillt stórlega hagsmunum íslenzks sjávarútvegs, þar sem neytendur vildu ekki mengaðan fisk. Það kann líka að hafa hvarflað að einhverjum að díoxín væri heldur ekki gott fyrir fólk og fénað í nágrenni stöðvanna en minna bar á þeirri röksemd. Það var mikill sigur fyrir málstað Íslands þegar Evrópusambandið stórherti reglur um sorpbrennslur. Þegar svo kom að því að Ísland átti sjálft að uppfylla þær vegna aðildar sinnar að Evrópska efnahagssvæðinu hófu sveitarstjórnarmenn upp mikinn grátkór og sögðust ekki hafa efni á að reka sorpbrennslur, sem uppfylltu skilyrði Evróputilskipunarinnar. Sumar þessar sorpbrennslur voru þó reknar í sveitarfélögum, sem eiga allt sitt undir sjávarútvegi. Skýrsla Ríkisendurskoðunar sýnir að ekkert raunverulegt kostnaðarmat lá til grundvallar kröfu Íslands um undanþágu. Engar mælingar voru heldur til á mengun frá sorpbrennslustöðvunum og því gat enginn vitað hvort fullyrðingar um að hún væri lítil og meinlaus væru réttar eða ekki. ESB féllst með semingi á undanþágu Íslands, en með ströngum skilyrðum um m.a. mengunarmælingar og endurskoðun undanþágunnar þegar betri mengunarvarnatækni væri komin til sögu. Ríkisendurskoðun telur umhverfisráðuneytið hafa vanrækt algjörlega að fylgja þessum skilyrðum eftir. Þá hafi Umhverfisstofnun látið það líðast árum saman að sorpbrennslurnar væru reknar í andstöðu við ákvæði í starfsleyfum þeirra, lögum og reglum. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að Hollustuvernd, sem síðar rann inn í Umhverfisstofnun, lagði árið 1997 til rannsókn á díoxínmengun frá íslenzkum fyrirtækjum, sem hefði kostað um 15 milljónir. Umhverfisráðuneytið svæfði málið og beindi þess í stað kröftunum að því að fá undanþágu frá hinum alþjóðlegu reglum. Bæjarstjórn Ísafjarðar hefur beðizt afsökunar á sínum þætti í díoxínhneykslinu. Umhverfisráðuneytið og Umhverfisstofnun hafa lýst því yfir að starfsháttum verði breytt og lofað bót og betrun, en væri ekki full ástæða til að yfirmenn þessara stofnana bæðust líka afsökunar á þessu yfirgengilega klúðri?
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun