Mjúkur ævintýraheimur Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 16. maí 2011 07:00 Ruggusvanurinn er sérstaklega hrífandi, stór og mjúkur. Lokkandi er heiti nýrrar vörulínu sem textílhönnuðurinn Bryndís Bolladóttir hefur hannað fyrir börn, sem unnin er úr íslensku hráefni. Línunni tilheyrir meðal annars stór ruggusvanur sem vakið hefur mikla athygli en svanurinn er gerður úr svampi og er klæddur gæru og roði eða prjóni og roði. „Ég vann svaninn upphaflega fyrir sýningu á síðasta Hönnunarmars en markmiðið var að hanna eitthvað úr íslensku hráefni fyrir börn. Ég ákvað fljótlega að nota roð og skinn og valdi klippta gæru utan um hvíta svaninn, hún er mjúk og hreinlegri finnst mér en löngu lokkarnir,“ segir Bryndís.Herðatrén er hægt að fá í nokkrum litum en þau eru klædd gæru og koma í barna- og fullorðinsstærðum.Svanurinn er stór í sniðum, 90 x 90 sentimetrar, sem gerir það að verkum að hann stendur vel en undirlagið ruggar. Hamur svarta svansins er úr prjónuðu efni, nema vængirnir sem eru úr gæru. Goggarnir á þeim báðum eru úr roði. „Börn hafa hrifist mjög af svaninum og mýkt hans en ég hef orðið vör við að allflestir tengja svaninn við ævintýraheim enda kemur hann við sögu í þeim nokkrum. Hann er léttur þannig að það má leika sér með hann – henda honum upp í loft og slíkt – og það skemmtilega við svampinn er að hann dúar svo fallega, eins og í svanahálsinum sem börnin halda utan um. “ Svanurinn fæst í Aurum sem og herðatré sem Bryndís hannaði í sömu línu. „Herðatrén eru klædd gæru og koma í barna- og fullorðinsstærðum. „Herðatrén eru þá eins og fuglarnir í loftinu sem svífa,“ segir Bryndís. „Ég vildi ná þessari mýkt sem einkennir bólstruð herðatré. Ég á sjálf tvær stelpur og veit hversu gaman það er að geta hengt á vegg falleg herðatré.“ juliam@frettabladid.is HönnunarMars Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Lokkandi er heiti nýrrar vörulínu sem textílhönnuðurinn Bryndís Bolladóttir hefur hannað fyrir börn, sem unnin er úr íslensku hráefni. Línunni tilheyrir meðal annars stór ruggusvanur sem vakið hefur mikla athygli en svanurinn er gerður úr svampi og er klæddur gæru og roði eða prjóni og roði. „Ég vann svaninn upphaflega fyrir sýningu á síðasta Hönnunarmars en markmiðið var að hanna eitthvað úr íslensku hráefni fyrir börn. Ég ákvað fljótlega að nota roð og skinn og valdi klippta gæru utan um hvíta svaninn, hún er mjúk og hreinlegri finnst mér en löngu lokkarnir,“ segir Bryndís.Herðatrén er hægt að fá í nokkrum litum en þau eru klædd gæru og koma í barna- og fullorðinsstærðum.Svanurinn er stór í sniðum, 90 x 90 sentimetrar, sem gerir það að verkum að hann stendur vel en undirlagið ruggar. Hamur svarta svansins er úr prjónuðu efni, nema vængirnir sem eru úr gæru. Goggarnir á þeim báðum eru úr roði. „Börn hafa hrifist mjög af svaninum og mýkt hans en ég hef orðið vör við að allflestir tengja svaninn við ævintýraheim enda kemur hann við sögu í þeim nokkrum. Hann er léttur þannig að það má leika sér með hann – henda honum upp í loft og slíkt – og það skemmtilega við svampinn er að hann dúar svo fallega, eins og í svanahálsinum sem börnin halda utan um. “ Svanurinn fæst í Aurum sem og herðatré sem Bryndís hannaði í sömu línu. „Herðatrén eru klædd gæru og koma í barna- og fullorðinsstærðum. „Herðatrén eru þá eins og fuglarnir í loftinu sem svífa,“ segir Bryndís. „Ég vildi ná þessari mýkt sem einkennir bólstruð herðatré. Ég á sjálf tvær stelpur og veit hversu gaman það er að geta hengt á vegg falleg herðatré.“ juliam@frettabladid.is
HönnunarMars Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira