ÍBV og Stjarnan með fullt hús stiga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. maí 2011 06:00 Stjörnustúlkur fagna einu marka sinna gegn Þrótti í gær. Fréttablaðið/Daníel Annarri umferð Pepsi-deildar kvenna lauk í gær með fjórum leikjum og var nokkuð um óvænt úrslit. Fylkir gerði 1-1 jafntefli við Íslands- og bikarmeistara Vals á heimavelli og þá vann KR 2-1 sigur á Breiðabliki. Stjarnan og ÍBV eru einu liðin sem eru með fullt hús stiga en bæði lið unnu örugga sigra í gær. Stjarnan lagði Þrótt á heimavelli, 4-0, og ÍBV vann 5-0 sigur á Aftureldingu í Vestmannaeyjum. „Ég þigg stigið þó svo að ég hefði gjarnan vilja fá þrjú. En eitt er betra en ekkert," sagði Jón Páll Pálmason, þjálfari Fylkis. „Við erum fyrst og fremst ánægð með hvað við lögðum mikið á okkur. Við sýndum mikla vinnusemi og það fór mikil orka í leikinn. Stelpurnar áttu þetta stig svo sannarlega skilið," bætti hann við. Þorlákur Árnason neitaði því ekki að sigur sinna manna í Stjörnunni hefði verið öruggur. „Við náðum að skora mjög snemma og þá var þetta nokkuð öruggt. Þróttararnir komu okkur samt á óvart. Þær spiluðu vel og það var erfitt að eiga við þær," sagði Þorlákur. Hann á von á því að deildin verði jafnari og meira spennandi í sumar en oft áður í efstu deild kvenna. „Það er fínt að vera með fullt hús stiga enn sem komið er en við tökum samt bara einn leik fyrir í einu. Liðin eru mjög jöfn að getu og ég held að lið sem margir spá í fallbaráttuna eigi eftir að taka stig af efri liðum deildarinnar líka," sagði Þorlákur. „Það hefur miklu máli skipt að þeir erlendu leikmenn sem minni liðin í deildinni hafa verið að fá til sín eru sterkari en áður. Það er greinilegt að það er verið að vanda valið betur í þeim efnum," bætti hann við. Valur er í þriðja sæti deildarinnar með fjögur stig, rétt eins og KR sem er í því fjórða. Þór/KA er í fimmta sæti með sex stig en næstu fjögur lið á eftir eru öll með eitt stig. Grindvíkingar eru enn án stiga í botnsæti deildarinnar. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Annarri umferð Pepsi-deildar kvenna lauk í gær með fjórum leikjum og var nokkuð um óvænt úrslit. Fylkir gerði 1-1 jafntefli við Íslands- og bikarmeistara Vals á heimavelli og þá vann KR 2-1 sigur á Breiðabliki. Stjarnan og ÍBV eru einu liðin sem eru með fullt hús stiga en bæði lið unnu örugga sigra í gær. Stjarnan lagði Þrótt á heimavelli, 4-0, og ÍBV vann 5-0 sigur á Aftureldingu í Vestmannaeyjum. „Ég þigg stigið þó svo að ég hefði gjarnan vilja fá þrjú. En eitt er betra en ekkert," sagði Jón Páll Pálmason, þjálfari Fylkis. „Við erum fyrst og fremst ánægð með hvað við lögðum mikið á okkur. Við sýndum mikla vinnusemi og það fór mikil orka í leikinn. Stelpurnar áttu þetta stig svo sannarlega skilið," bætti hann við. Þorlákur Árnason neitaði því ekki að sigur sinna manna í Stjörnunni hefði verið öruggur. „Við náðum að skora mjög snemma og þá var þetta nokkuð öruggt. Þróttararnir komu okkur samt á óvart. Þær spiluðu vel og það var erfitt að eiga við þær," sagði Þorlákur. Hann á von á því að deildin verði jafnari og meira spennandi í sumar en oft áður í efstu deild kvenna. „Það er fínt að vera með fullt hús stiga enn sem komið er en við tökum samt bara einn leik fyrir í einu. Liðin eru mjög jöfn að getu og ég held að lið sem margir spá í fallbaráttuna eigi eftir að taka stig af efri liðum deildarinnar líka," sagði Þorlákur. „Það hefur miklu máli skipt að þeir erlendu leikmenn sem minni liðin í deildinni hafa verið að fá til sín eru sterkari en áður. Það er greinilegt að það er verið að vanda valið betur í þeim efnum," bætti hann við. Valur er í þriðja sæti deildarinnar með fjögur stig, rétt eins og KR sem er í því fjórða. Þór/KA er í fimmta sæti með sex stig en næstu fjögur lið á eftir eru öll með eitt stig. Grindvíkingar eru enn án stiga í botnsæti deildarinnar.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira