CCP undirritar stóran samning við Sony 8. júní 2011 00:01 Hilmar Veigar Pétursson Framkvæmdastjóri CCP kynnti samstarfið ásamt Jack Tretton, forstjóra Sony í Bandaríkjunum, í Los Angeles í fyrrinótt.Fréttablaðið/gva Viðskipti Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur skrifað undir samstarfssamning við Sony um útgáfu og kynningu á væntanlegum leik CCP, Dust 514, sem á að koma út að ári. „Samningurinn hefur talsvert mikla þýðingu fyrir CCP. Við erum að koma nýir inn á leikjatölvumarkaðinn með Dust 514 og stuðningur Sony gefur okkur mjög öflugan stökkpall sem við hefðum ella þurft að smíða sjálfir. Ég held að þetta verði lykilsamstarf til næstu ára fyrir fyrirtækið,“ segir Þorsteinn Högni Gunnarsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá CCP. Þorsteinn segir hátt í þúsund tölvuleiki fyrir Playstation 3 koma út á ári. Sony geri hins vegar örfáa samninga á borð við þennan. Þetta sé því viss upphefð og viðurkenning á störfum fyrirtækisins. Fulltrúar CCP og Sony kynntu samstarfið aðfaranótt þriðjudags í Los Angeles í Bandaríkjunum en þar hófst í gær E3, stærsta tölvuleikjaráðstefna heims. Þá var útlit leiksins kynnt fyrir þúsundum þátttakenda á ráðstefnunni. Dust 514 verður annar tölvuleikur CCP til að fara á markað á eftir EVE Online sem kom út árið 2003. Hugmyndin að baki leiknum þykir nýstárleg en ákvarðanir og spilamennska leikmanna munu hafa mikil áhrif á gang mála í heimi EVE þrátt fyrir að um gjörólíka leiki sé að ræða. - mþl Leikjavísir Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Viðskipti Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur skrifað undir samstarfssamning við Sony um útgáfu og kynningu á væntanlegum leik CCP, Dust 514, sem á að koma út að ári. „Samningurinn hefur talsvert mikla þýðingu fyrir CCP. Við erum að koma nýir inn á leikjatölvumarkaðinn með Dust 514 og stuðningur Sony gefur okkur mjög öflugan stökkpall sem við hefðum ella þurft að smíða sjálfir. Ég held að þetta verði lykilsamstarf til næstu ára fyrir fyrirtækið,“ segir Þorsteinn Högni Gunnarsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá CCP. Þorsteinn segir hátt í þúsund tölvuleiki fyrir Playstation 3 koma út á ári. Sony geri hins vegar örfáa samninga á borð við þennan. Þetta sé því viss upphefð og viðurkenning á störfum fyrirtækisins. Fulltrúar CCP og Sony kynntu samstarfið aðfaranótt þriðjudags í Los Angeles í Bandaríkjunum en þar hófst í gær E3, stærsta tölvuleikjaráðstefna heims. Þá var útlit leiksins kynnt fyrir þúsundum þátttakenda á ráðstefnunni. Dust 514 verður annar tölvuleikur CCP til að fara á markað á eftir EVE Online sem kom út árið 2003. Hugmyndin að baki leiknum þykir nýstárleg en ákvarðanir og spilamennska leikmanna munu hafa mikil áhrif á gang mála í heimi EVE þrátt fyrir að um gjörólíka leiki sé að ræða. - mþl
Leikjavísir Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira