Gleðisvik Þorsteinn Pálsson skrifar 11. júní 2011 06:00 Stundum snúast vopnin í höndum þeirra sem beita þeim. Birtingarmynd tveggja slíkra atburða kom fram í vikunni sem er að líða. Þannig falla pólitísku málaferlin gegn Geir Haarde í grýttan jarðveg og forsætisráðherra hefur verið svikinn um gleðina yfir því að kollvarpa stjórnkerfi fiskveiða. Forystumenn VG og sumir samfylkingarmenn mátu hugarvíl þjóðarinnar eftir hrunið á þann veg að óhætt væri að færa ákvarðanir um pólitíska ábyrgð frá fólkinu inn á borð dómstóla. Þegar á hólminn var komið náðu þeir aðeins samkomulagi um að ákæra Geir Haarde einan úr hópi þeirra tólf sem báru pólitíska ábyrgð í síðustu ríkisstjórn. Ákæran var þannig niðurstaða í pólitískum hrossakaupum. Nú fá forystumenn málaferlanna vindinn í fangið af því að almenningur virðist vilja halda sig við það grundvallaratriði lýðræðisskipulagsins að stjórnmálamenn sæti pólitískri ábyrgð vegna skoðana sinna en ekki refsiábyrgð. Ákærendurnir höfðu vænst þess að geta baðað sig í sviðsljósi pólitísks uppgjörs með réttarhöldum og aukið með því hróður sinn. Í staðinn fara þeir með veggjum eða þvo hendur sínar hver sem betur getur. Ástæðan fyrir vonbrigðum þeirra er einföld: Þeir skynjuðu ekki hvar mörkin liggja milli lýðræðis og gerræðis.Hvernig í ósköpunum Viðbrögðin við sjávarútvegsfrumvörpunum eru að sínu leyti athyglisverðari. Stjórnarflokkarnir hafa barist gegn markaðsskipulagi í sjávarútvegi frá þeim degi að þeir lögleiddu það sjálfir árið 1990. Andstaðan hefur birst í fullyrðingum um ranglæti. Þeir hafa boðað réttlæti. Andstaðan hefur einnig birst í staðhæfingum um að auðlindinni hafi verið stolið. Þeir hafa lofað að færa þjóðinni hana aftur. Stjórnarflokkarnir höfðu tuttugu ár til að koma hugmyndum sínum um stjórn fiskveiða í lagabúning. Þegar tvær vikur voru eftir af þinghaldi eftir tveggja ára setu í ríkisstjórn tókst þeim að leggja fram tvö frumvörp, eitt fyrir hvorn stjórnarflokk, með fyrirvörum nær allra stuðningsmanna stjórnarinnar. Krafa forsætisráðherra til Alþingis var sú að frumvörpin yrðu rædd og afgreidd áður en vinnuhópur hagfræðinga, sem skoðar efnahagsleg áhrif þeirra, hefði tök á að birta niðurstöður sínar. Til að mæta kröfum um vandaðan undirbúning lagafrumvarpa og málefnalegar umræður var rétt að byrja á hagfræðilegri skoðun málsins. Síðan átti að semja frumvarp um þá leið sem þjónaði almannahagsmunum best. Þessu sneri forsætisráðherra við og vildi hvorki að Alþingi né almenningur fengi að sjá hagfræðingaálitið fyrr en búið væri að samþykkja lögin. Nú eftir tuttugu ár liggur loks fyrir hvernig efna á loforðin um réttlæti í sjávarútvegi. Hver eru þá viðbrögð almennings? Fáir sjá réttlætið og enginn mælir úrræðunum bót; jafnvel ekki stærstu samtök almannahagsmuna í landinu eins og ASÍ. Þegar kemur að efndum réttlætisloforðanna er þverstæðan sú að stjórnin fær ekki byr í seglin eins og hún hafði eðlilega vænst. Hvernig í ósköpunum stendur á því?Vandinn við að segja ekki satt Svarið liggur í frumvörpunum sjálfum. Þau fela í sér brotthvarf frá markaðslögmálum og ákveða innleiðingu pólitískrar miðstýringar. Það er leiðin að því raunverulega markmiði, sem bjó að baki réttlætisloforðunum, að fjölga í samtökum útvegsmanna og smábátasjómanna. Nýliðun er það kallað þó að í flestum tilvikum sé um þá að ræða sem áður höfðu verið keyptir út úr greininni í hagræðingarskyni. Þegar öllu er á botninn hvolft á að efna loforð um réttlæti með sérhagsmunagæslu fyrir þá sem vilja koma aftur inn í atvinnugreinina. Þessi sérhagsmunagæsla kemur niður á hagkvæmni í stórum útgerðarrekstri sem smáum. Hagfræðingur ASÍ hefur bent á að kostnaðurinn bitnar á almenningi með lægra gengi krónunnar. Þetta var hins vegar aldrei sagt. Framsóknarmenn kúventu sjávarútvegsstefnu sinni í þágu sérhagsmuna fyrir nýja útgerðarmenn. Utanríkisráðherra heillaðist svo af þessum kollhnís að hann gleymdi sem snöggvast að þeir skuthverfðu líka í Evrópumálum og vill nú ólmur fá þá að ríkisstjórnarborðinu. Sjálfstæðisflokkurinn situr einn eftir sem málsvari þeirra almannahagsmuna að stjórnkerfi fiskveiða knýi atvinnugreinina til mestrar mögulegrar arðsemi. Án arðsemi er engin auðsuppspretta, enginn skattstofn og engin Evrópusambandsaðild. Vandi stjórnarflokkanna er sá að þeir lofuðu í stjórnarandstöðu að fjölga útgerðum án þess að það kæmi niður á hagkvæmni í þágu þjóðarbúsins. Nú standa þeir andspænis gagnstæðum veruleika. Vonbrigði þeirra með viðtökur almennings eiga einmitt rætur í því að þeir sögðu aldrei satt. Af því má læra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun
Stundum snúast vopnin í höndum þeirra sem beita þeim. Birtingarmynd tveggja slíkra atburða kom fram í vikunni sem er að líða. Þannig falla pólitísku málaferlin gegn Geir Haarde í grýttan jarðveg og forsætisráðherra hefur verið svikinn um gleðina yfir því að kollvarpa stjórnkerfi fiskveiða. Forystumenn VG og sumir samfylkingarmenn mátu hugarvíl þjóðarinnar eftir hrunið á þann veg að óhætt væri að færa ákvarðanir um pólitíska ábyrgð frá fólkinu inn á borð dómstóla. Þegar á hólminn var komið náðu þeir aðeins samkomulagi um að ákæra Geir Haarde einan úr hópi þeirra tólf sem báru pólitíska ábyrgð í síðustu ríkisstjórn. Ákæran var þannig niðurstaða í pólitískum hrossakaupum. Nú fá forystumenn málaferlanna vindinn í fangið af því að almenningur virðist vilja halda sig við það grundvallaratriði lýðræðisskipulagsins að stjórnmálamenn sæti pólitískri ábyrgð vegna skoðana sinna en ekki refsiábyrgð. Ákærendurnir höfðu vænst þess að geta baðað sig í sviðsljósi pólitísks uppgjörs með réttarhöldum og aukið með því hróður sinn. Í staðinn fara þeir með veggjum eða þvo hendur sínar hver sem betur getur. Ástæðan fyrir vonbrigðum þeirra er einföld: Þeir skynjuðu ekki hvar mörkin liggja milli lýðræðis og gerræðis.Hvernig í ósköpunum Viðbrögðin við sjávarútvegsfrumvörpunum eru að sínu leyti athyglisverðari. Stjórnarflokkarnir hafa barist gegn markaðsskipulagi í sjávarútvegi frá þeim degi að þeir lögleiddu það sjálfir árið 1990. Andstaðan hefur birst í fullyrðingum um ranglæti. Þeir hafa boðað réttlæti. Andstaðan hefur einnig birst í staðhæfingum um að auðlindinni hafi verið stolið. Þeir hafa lofað að færa þjóðinni hana aftur. Stjórnarflokkarnir höfðu tuttugu ár til að koma hugmyndum sínum um stjórn fiskveiða í lagabúning. Þegar tvær vikur voru eftir af þinghaldi eftir tveggja ára setu í ríkisstjórn tókst þeim að leggja fram tvö frumvörp, eitt fyrir hvorn stjórnarflokk, með fyrirvörum nær allra stuðningsmanna stjórnarinnar. Krafa forsætisráðherra til Alþingis var sú að frumvörpin yrðu rædd og afgreidd áður en vinnuhópur hagfræðinga, sem skoðar efnahagsleg áhrif þeirra, hefði tök á að birta niðurstöður sínar. Til að mæta kröfum um vandaðan undirbúning lagafrumvarpa og málefnalegar umræður var rétt að byrja á hagfræðilegri skoðun málsins. Síðan átti að semja frumvarp um þá leið sem þjónaði almannahagsmunum best. Þessu sneri forsætisráðherra við og vildi hvorki að Alþingi né almenningur fengi að sjá hagfræðingaálitið fyrr en búið væri að samþykkja lögin. Nú eftir tuttugu ár liggur loks fyrir hvernig efna á loforðin um réttlæti í sjávarútvegi. Hver eru þá viðbrögð almennings? Fáir sjá réttlætið og enginn mælir úrræðunum bót; jafnvel ekki stærstu samtök almannahagsmuna í landinu eins og ASÍ. Þegar kemur að efndum réttlætisloforðanna er þverstæðan sú að stjórnin fær ekki byr í seglin eins og hún hafði eðlilega vænst. Hvernig í ósköpunum stendur á því?Vandinn við að segja ekki satt Svarið liggur í frumvörpunum sjálfum. Þau fela í sér brotthvarf frá markaðslögmálum og ákveða innleiðingu pólitískrar miðstýringar. Það er leiðin að því raunverulega markmiði, sem bjó að baki réttlætisloforðunum, að fjölga í samtökum útvegsmanna og smábátasjómanna. Nýliðun er það kallað þó að í flestum tilvikum sé um þá að ræða sem áður höfðu verið keyptir út úr greininni í hagræðingarskyni. Þegar öllu er á botninn hvolft á að efna loforð um réttlæti með sérhagsmunagæslu fyrir þá sem vilja koma aftur inn í atvinnugreinina. Þessi sérhagsmunagæsla kemur niður á hagkvæmni í stórum útgerðarrekstri sem smáum. Hagfræðingur ASÍ hefur bent á að kostnaðurinn bitnar á almenningi með lægra gengi krónunnar. Þetta var hins vegar aldrei sagt. Framsóknarmenn kúventu sjávarútvegsstefnu sinni í þágu sérhagsmuna fyrir nýja útgerðarmenn. Utanríkisráðherra heillaðist svo af þessum kollhnís að hann gleymdi sem snöggvast að þeir skuthverfðu líka í Evrópumálum og vill nú ólmur fá þá að ríkisstjórnarborðinu. Sjálfstæðisflokkurinn situr einn eftir sem málsvari þeirra almannahagsmuna að stjórnkerfi fiskveiða knýi atvinnugreinina til mestrar mögulegrar arðsemi. Án arðsemi er engin auðsuppspretta, enginn skattstofn og engin Evrópusambandsaðild. Vandi stjórnarflokkanna er sá að þeir lofuðu í stjórnarandstöðu að fjölga útgerðum án þess að það kæmi niður á hagkvæmni í þágu þjóðarbúsins. Nú standa þeir andspænis gagnstæðum veruleika. Vonbrigði þeirra með viðtökur almennings eiga einmitt rætur í því að þeir sögðu aldrei satt. Af því má læra.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun