Opnuðu verslunina vegna brennandi golfáhuga 16. júní 2011 10:00 Reynsluboltarnir Knútur Bjarnason, Hans Henttinen og Sigursteinn Ingvar Rúnarsson taka vel á móti viðskiptavinum. mynd/gva Fyrir skemmstu bættist ný verslun við flóru golfverslana landsins, Golfskálinn í Mörkinni 3. Eigendurnir eru allir reynsluboltar í golfi, þeir Steinþór Jónasson, Ingibergur Jóhannsson og Hans Henttinen, sem var einn eigenda Nevada Bob á sínum tíma. Hann hefur fyrir þeim orðið. „Okkar mottó er góð þjónusta, vara og verð," segir Hans og getur þess að eigendurnir hafi í upphafi ákveðið að einskorða sig við litla verslun og ódýran rekstur til að geta haldið álagningunni í lágmarki. „Sú ákvörðun virðist hafa hitt í mark þar sem viðbrögð viðskiptavinanna hafa ekki látið á sér standa, ummælin eru jákvæð og salan fer vel af stað." Hann tekur fram að þótt verslunin sé ef til vill ekki stór í fermetrum talið sé vöruúrvalið ágætt. „Hérna er allt til alls í golfið, flest stóru merkin og búnaður við allra hæfi. Auk þess aðstoðum við kylfinga við val á kylfum og leyfum þeim að spreyta sig með þær í sérstöku æfingarými í búðinni," segir Hans og lætur þess getið að þeir séu jafnframt öflugir í merktum varningi fyrir golfklúbba og fyrirtæki. Hvernig stóð á því að þið fóruð út í rekstur? „Brennandi golfáhugi. Aðdragandinn var reyndar stuttur. Þetta var bara ákveðið um áramótin og svo farið af stað," segir Hans, sem snýr nú aftur í smásölubransann eftir fimm ára hlé. „Ég var orðinn þreyttur á þessum bransa fyrir fimm árum og við seldum reksturinn á Nevada Bob sem stóð í blóma. Golfáhuginn dvínaði þó aldrei og leiddi okkur félagana svo saman út í þennan rekstur. Enda er ég búinn að fá mína hvíld og mæti tvíelfdur til leiks." Það er hverju orði sannara þar sem Hans og félagar ætla að standa fyrir golfmóti undir merkjum Golfskálans í næsta mánuði. „Þetta verður stórt og flott mót hjá Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ sem við ætlum að gera að árlegum viðburði," segir hann, en skráning fer fram á heimasíðu Golfsambands Íslands á slóðinni golf.is. Nánari upplýsingar um Golfskálann er hins vegar að finna á golfskalinn.is og á síðu verslunarinnar á Facebook. Frábær viðbót í græjusafniðParGate PG 1500 CX er búinn ýmsum góðum eiginleikum.Golfskálinn tók nýlega til sölu fjarlægðarmælinn ParGate PG 1500 CX sem hefur hlotið verulega góðar undirtektir, að sögn Hans Henttinen eins eigenda Golfskálans. „Fólk er verulega ánægt með þessa nýjung sem kemur frá Svíþjóð enda með því fullkomnara sem fæst um þessar mundir," segir Hans og lýsir sérstöðu fjarlægðarmælisins nánar. „Hann er til dæmis búinn sérstökum eiginleika sem kallast SmartScan og kemur í veg fyrir að hlutir úr umhverfi trufli þegar verið er að mæla í flagg." Hans bendir á að hefðbundið Scan geri notanda kleift að ýta einu sinni á takkann á mælinum og mæla ýmsa hluti í einni skoðun og fá mismunandi lengdir. „Hins vegar er hægt að ýta tvisvar sinnum á takkann á ParGate PG 1500 CX og fá ávallt stystu mælinguna í hvert sinn. Þetta er mjög handhægt." Hans tekur fram að ParGate PG 1500 CX mæli frá tólf upp í 950 metra með +/- 1 meter í skekkju á innan við 270 metrum. Einnig stækki PG 1500 CX sjöfalt á meðan flestir fjarlægðarmælar eru með fimm til sexfalda stækkun. Kíkirinn vegur aðeins 200 grömm og fer vel í hendi. „Svo er liturinn líka skemmtilegur og áberandi og því engin hætta á að hann týnist," segir Hans kíminn. Nánari upplýsingar á golfskalinn.is. Golf Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Fyrir skemmstu bættist ný verslun við flóru golfverslana landsins, Golfskálinn í Mörkinni 3. Eigendurnir eru allir reynsluboltar í golfi, þeir Steinþór Jónasson, Ingibergur Jóhannsson og Hans Henttinen, sem var einn eigenda Nevada Bob á sínum tíma. Hann hefur fyrir þeim orðið. „Okkar mottó er góð þjónusta, vara og verð," segir Hans og getur þess að eigendurnir hafi í upphafi ákveðið að einskorða sig við litla verslun og ódýran rekstur til að geta haldið álagningunni í lágmarki. „Sú ákvörðun virðist hafa hitt í mark þar sem viðbrögð viðskiptavinanna hafa ekki látið á sér standa, ummælin eru jákvæð og salan fer vel af stað." Hann tekur fram að þótt verslunin sé ef til vill ekki stór í fermetrum talið sé vöruúrvalið ágætt. „Hérna er allt til alls í golfið, flest stóru merkin og búnaður við allra hæfi. Auk þess aðstoðum við kylfinga við val á kylfum og leyfum þeim að spreyta sig með þær í sérstöku æfingarými í búðinni," segir Hans og lætur þess getið að þeir séu jafnframt öflugir í merktum varningi fyrir golfklúbba og fyrirtæki. Hvernig stóð á því að þið fóruð út í rekstur? „Brennandi golfáhugi. Aðdragandinn var reyndar stuttur. Þetta var bara ákveðið um áramótin og svo farið af stað," segir Hans, sem snýr nú aftur í smásölubransann eftir fimm ára hlé. „Ég var orðinn þreyttur á þessum bransa fyrir fimm árum og við seldum reksturinn á Nevada Bob sem stóð í blóma. Golfáhuginn dvínaði þó aldrei og leiddi okkur félagana svo saman út í þennan rekstur. Enda er ég búinn að fá mína hvíld og mæti tvíelfdur til leiks." Það er hverju orði sannara þar sem Hans og félagar ætla að standa fyrir golfmóti undir merkjum Golfskálans í næsta mánuði. „Þetta verður stórt og flott mót hjá Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ sem við ætlum að gera að árlegum viðburði," segir hann, en skráning fer fram á heimasíðu Golfsambands Íslands á slóðinni golf.is. Nánari upplýsingar um Golfskálann er hins vegar að finna á golfskalinn.is og á síðu verslunarinnar á Facebook. Frábær viðbót í græjusafniðParGate PG 1500 CX er búinn ýmsum góðum eiginleikum.Golfskálinn tók nýlega til sölu fjarlægðarmælinn ParGate PG 1500 CX sem hefur hlotið verulega góðar undirtektir, að sögn Hans Henttinen eins eigenda Golfskálans. „Fólk er verulega ánægt með þessa nýjung sem kemur frá Svíþjóð enda með því fullkomnara sem fæst um þessar mundir," segir Hans og lýsir sérstöðu fjarlægðarmælisins nánar. „Hann er til dæmis búinn sérstökum eiginleika sem kallast SmartScan og kemur í veg fyrir að hlutir úr umhverfi trufli þegar verið er að mæla í flagg." Hans bendir á að hefðbundið Scan geri notanda kleift að ýta einu sinni á takkann á mælinum og mæla ýmsa hluti í einni skoðun og fá mismunandi lengdir. „Hins vegar er hægt að ýta tvisvar sinnum á takkann á ParGate PG 1500 CX og fá ávallt stystu mælinguna í hvert sinn. Þetta er mjög handhægt." Hans tekur fram að ParGate PG 1500 CX mæli frá tólf upp í 950 metra með +/- 1 meter í skekkju á innan við 270 metrum. Einnig stækki PG 1500 CX sjöfalt á meðan flestir fjarlægðarmælar eru með fimm til sexfalda stækkun. Kíkirinn vegur aðeins 200 grömm og fer vel í hendi. „Svo er liturinn líka skemmtilegur og áberandi og því engin hætta á að hann týnist," segir Hans kíminn. Nánari upplýsingar á golfskalinn.is.
Golf Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira