Skjaldborg festir sig í sessi 15. júní 2011 15:00 Steinþór Birgisson. Mynd hans Jón og séra Jón hlaut áhorfendaverðlaun Skjaldborgar. Steinþór lauk tökum á myndinni 2003 en lauk eftirvinnslu tólf stundum fyrir frumsýningu. Mynd/ Arró Stefánsson Heimildarmyndahátíðin Skjaldborg var haldin í fimmta sinn á Patreksfirði um helgina og heppnaðist vel. Jón og séra Jón eftir Steinþór Birgisson hreppti áhorfendaverðlaunin. Rúmlega þrjú hundruð gestir lögðu leið sína á heimildarmyndahátíðina Skjaldborg, sem haldin var á Patreksfirði fimmta árið í röð um hvítasunnuhelgina. Á dagskrá voru um 20 myndir og verk í vinnslu. Efnistök voru fjölbreytt en bændur og bændamenning voru algengt stef á dagskránni. Í ljósi þess fór því vel á að Ómar Ragnarsson væri heiðursgestur hátíðarinnar, en hann hefur gert aragrúa kvikmynda um fólk á landsbyggðinni. Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður spjallaði við Ómar í Skjaldborgarbíói á laugardagskvöld. Ómar leit þar yfir farinn veg og sýndi brot út gömlum verkum eftir sig og væntanlegum. Gæði myndanna á hátíðinni í ár voru óvenju mikil og að öðrum ólöstuðum þóttu fimm myndir einna sigurstranglegastar í keppninni um áhorfendaverðlaunin: Jón og séra Jón eftir Steinþór Birgisson; Paradox eftir Sigurð Skúlason og Hafstein Gunnar Sigurðsson; Ge9n eftir Hauk Má Helgason; Bakka Baldur eftir Þorfinn Guðnason; og Land míns föðurs eftir Ólaf de Fleur. Allt merkilegar myndir sem vonandi verða teknar til almennra sýninga áður en langt um líður. Rúmlega þrjú hundruð gestir voru á hátíðinni í ár, sem þótti heppanast afar vel.Mynd/ Björn Ómar Guðmundsson Á sunnudagskvöld var tilkynnt á lokaballi í félagsheimilinu á Patreksfirði að mynd Steinþórs, Jón og séra Jón, hefði orðið hlutskörpust í kosningunni. Myndin, sem jafnframt var opnunarmynd hátíðarinnar, fjallar um séra Jón Ísleifsson, sérlundaðan prest og búskussa sem hraktist úr embætti í Árnesi á Ströndum 2003, vegna deilna við söfnuðinn. Steinþór heimsótti séra Jón reglulega og fylgdist með honum áður en hann yfirgaf sóknina. Myndin veitir merkilega innsýn í sálarlíf óvenjulegs manns, erfiða sambúð hans við sóknarbörn í fámennri sveit og vinnubrögð kirkjunnar svo nokkuð sé nefnt. Sérstakur Skjalborgartími, sem tekinn var upp á föstudeginum, var misráðinn og ruglaði margan hátíðargestinn í ríminu. Á heildina litið var hátíðin hins vegar vel heppnuð; dagskráin var þétt en ekki ofhlaðin og samkomur á kvöldin sköpuðu indæla samkennd og kunningsskap meðal sýningargesta og heimilislegan brag, sem erfiðara væri að ná fram á sambærilegri hátíð í höfuðborginni. Á fimm árum hefur Skjaldborg náð að festa sig í sessi sem einn af athyglisverðari menningarviðburðum. bergsteinn@frettabladid.is Menning Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Heimildarmyndahátíðin Skjaldborg var haldin í fimmta sinn á Patreksfirði um helgina og heppnaðist vel. Jón og séra Jón eftir Steinþór Birgisson hreppti áhorfendaverðlaunin. Rúmlega þrjú hundruð gestir lögðu leið sína á heimildarmyndahátíðina Skjaldborg, sem haldin var á Patreksfirði fimmta árið í röð um hvítasunnuhelgina. Á dagskrá voru um 20 myndir og verk í vinnslu. Efnistök voru fjölbreytt en bændur og bændamenning voru algengt stef á dagskránni. Í ljósi þess fór því vel á að Ómar Ragnarsson væri heiðursgestur hátíðarinnar, en hann hefur gert aragrúa kvikmynda um fólk á landsbyggðinni. Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður spjallaði við Ómar í Skjaldborgarbíói á laugardagskvöld. Ómar leit þar yfir farinn veg og sýndi brot út gömlum verkum eftir sig og væntanlegum. Gæði myndanna á hátíðinni í ár voru óvenju mikil og að öðrum ólöstuðum þóttu fimm myndir einna sigurstranglegastar í keppninni um áhorfendaverðlaunin: Jón og séra Jón eftir Steinþór Birgisson; Paradox eftir Sigurð Skúlason og Hafstein Gunnar Sigurðsson; Ge9n eftir Hauk Má Helgason; Bakka Baldur eftir Þorfinn Guðnason; og Land míns föðurs eftir Ólaf de Fleur. Allt merkilegar myndir sem vonandi verða teknar til almennra sýninga áður en langt um líður. Rúmlega þrjú hundruð gestir voru á hátíðinni í ár, sem þótti heppanast afar vel.Mynd/ Björn Ómar Guðmundsson Á sunnudagskvöld var tilkynnt á lokaballi í félagsheimilinu á Patreksfirði að mynd Steinþórs, Jón og séra Jón, hefði orðið hlutskörpust í kosningunni. Myndin, sem jafnframt var opnunarmynd hátíðarinnar, fjallar um séra Jón Ísleifsson, sérlundaðan prest og búskussa sem hraktist úr embætti í Árnesi á Ströndum 2003, vegna deilna við söfnuðinn. Steinþór heimsótti séra Jón reglulega og fylgdist með honum áður en hann yfirgaf sóknina. Myndin veitir merkilega innsýn í sálarlíf óvenjulegs manns, erfiða sambúð hans við sóknarbörn í fámennri sveit og vinnubrögð kirkjunnar svo nokkuð sé nefnt. Sérstakur Skjalborgartími, sem tekinn var upp á föstudeginum, var misráðinn og ruglaði margan hátíðargestinn í ríminu. Á heildina litið var hátíðin hins vegar vel heppnuð; dagskráin var þétt en ekki ofhlaðin og samkomur á kvöldin sköpuðu indæla samkennd og kunningsskap meðal sýningargesta og heimilislegan brag, sem erfiðara væri að ná fram á sambærilegri hátíð í höfuðborginni. Á fimm árum hefur Skjaldborg náð að festa sig í sessi sem einn af athyglisverðari menningarviðburðum. bergsteinn@frettabladid.is
Menning Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“