Arnar Jón kominn og líklega fleiri á leiðinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. júní 2011 07:30 Arnar Jón, hér í búningi Hauka, er hér í baráttunni við Harald Þorvarðarson hjá Fram. fréttablaðið/daníel Forráðamenn handknattleiksdeildar Stjörnunnar ætla sér stóra hluti næsta vetur og næstu ár. Stefnan er tekin beint upp í N1-deildina næsta vetur og þar ætlar Stjarnan síðan að festa sig í sessi á nýjan leik. Skyttan örvhenta, Arnar Jón Agnarsson, hefur ákveðið að semja við sitt gamla félag en hann kemur til liðsins frá þýska B-deildarliðinu Aue þar sem hann stóð sig með miklum sóma síðustu tvö ár. Stjarnan er einnig í viðræðum við hornamanninn Gylfa Gylfason, sem hefur ákveðið að snúa heim frá Þýskalandi eftir langa dvöl þar í landi, sem og línumanninn Harald Þorvarðarson. Þeir Gylfi og Haraldur eru æskufélagar og stefna á að spila saman á næstu leiktíð samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fleiri félög hafa áhuga á þeim félögum. Svo skilst Fréttablaðinu að Patrekur Jóhannesson hafi gefið vilyrði fyrir því að leika í vörninni með Stjörnunni á næstu leiktíð fari svo að liðið nái að styrkja sig almennilega og metnaður verði í starfinu. „Konan hafði ekki lengur áhuga á að búa úti og barnið var ekki mikið hjá okkur. Það var því ekki hægt að halda þessu sjómannslífi áfram þó svo það hafi verið skemmtilegt. Það er líka gaman á Íslandi," sagði Arnar Jón um ástæður þess að hann ákvað að koma heim. Félag hans, Aue, náði ekki að tryggja sér sæti í nýju B-deildinni í Þýskalandi en Arnar efast ekki um að liðið komist upp í hana næsta vetur. „Þetta var skemmtilegt og ég fékk mikið út úr því að vera hetja í litlum bæ í Austur-Þýskalandi. Mér gekk fáránlega vel bæði árin. Það var gaman að fara úr frystinum hjá Aroni Kristjáns yfir í að vera hetja í Þýskalandi. Ég get ekki neitað því," sagði Arnar sem er spenntur fyrir því að spila með Stjörnunni. „Ég á ekki von á öðru en að ég fari í Stjörnuna og það koma vonandi fleiri til liðs við félagið á næstu dögum. Ég hef hafnað öðrum félögum og gert munnlegt samkomulag við Stjörnuna. Ég held að þetta verði spennandi vetur í Garðabænum," sagði Arnar Jón. Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Sjá meira
Forráðamenn handknattleiksdeildar Stjörnunnar ætla sér stóra hluti næsta vetur og næstu ár. Stefnan er tekin beint upp í N1-deildina næsta vetur og þar ætlar Stjarnan síðan að festa sig í sessi á nýjan leik. Skyttan örvhenta, Arnar Jón Agnarsson, hefur ákveðið að semja við sitt gamla félag en hann kemur til liðsins frá þýska B-deildarliðinu Aue þar sem hann stóð sig með miklum sóma síðustu tvö ár. Stjarnan er einnig í viðræðum við hornamanninn Gylfa Gylfason, sem hefur ákveðið að snúa heim frá Þýskalandi eftir langa dvöl þar í landi, sem og línumanninn Harald Þorvarðarson. Þeir Gylfi og Haraldur eru æskufélagar og stefna á að spila saman á næstu leiktíð samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fleiri félög hafa áhuga á þeim félögum. Svo skilst Fréttablaðinu að Patrekur Jóhannesson hafi gefið vilyrði fyrir því að leika í vörninni með Stjörnunni á næstu leiktíð fari svo að liðið nái að styrkja sig almennilega og metnaður verði í starfinu. „Konan hafði ekki lengur áhuga á að búa úti og barnið var ekki mikið hjá okkur. Það var því ekki hægt að halda þessu sjómannslífi áfram þó svo það hafi verið skemmtilegt. Það er líka gaman á Íslandi," sagði Arnar Jón um ástæður þess að hann ákvað að koma heim. Félag hans, Aue, náði ekki að tryggja sér sæti í nýju B-deildinni í Þýskalandi en Arnar efast ekki um að liðið komist upp í hana næsta vetur. „Þetta var skemmtilegt og ég fékk mikið út úr því að vera hetja í litlum bæ í Austur-Þýskalandi. Mér gekk fáránlega vel bæði árin. Það var gaman að fara úr frystinum hjá Aroni Kristjáns yfir í að vera hetja í Þýskalandi. Ég get ekki neitað því," sagði Arnar sem er spenntur fyrir því að spila með Stjörnunni. „Ég á ekki von á öðru en að ég fari í Stjörnuna og það koma vonandi fleiri til liðs við félagið á næstu dögum. Ég hef hafnað öðrum félögum og gert munnlegt samkomulag við Stjörnuna. Ég held að þetta verði spennandi vetur í Garðabænum," sagði Arnar Jón.
Olís-deild karla Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Sjá meira